Sport

Nýkrýndur heimsmeistari fór út af leikvanginum á börum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayde Van Niekerk var algjörlega búinn í lok hlaupsins.
Wayde Van Niekerk var algjörlega búinn í lok hlaupsins. Vísir/Getty
Suður-Afríkumaðurinn Wayde Van Niekerk var í dag heimsmeistari í 400 metra hlaupi karla á HM í frjálsum íþróttum í Peking í Kína.

Van Niekerk gaf bókstaflega allt sem hann átti í hlaupið því eftir það hneig hann niður og var í framhaldinu fluttur á börum út af leikvanginum og alla leið á sjúkrahús.

Hinn 23 ára gamli Suður-Afríkumaður vann að vinna sinn fyrstu verðlaun á heimsmeistaramóti en hann kom í mark á 43,48 sekúndum.

Wayde Van Niekerk varð þar með fjórði fljótasti maður sögunnar í þessari grein og sá eini af þeim sem er ekki frá Ameríku.

Van Niekerk komst yfir marklínuna en átti strax mjög erfitt með sig. Hann lagðist síðan niður og kallað var á læknishjálp.

Peter Lourens, liðstjóri Suður-Afríku á mótinu, gat veitt þær upplýsingar að það væri í lagi með heimsmeistarann.

„Þetta var ofreynsla. Hann fór bara í frekari skoðun upp á spítala," sagði Peter Lourens, vi9ð blaðamann Guardian.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af Wayde Van Niekerk í dag.

Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×