Körfubolti

Björn hættur með KR-konur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Björn var ráðinn þjálfari KR í vor en nú er ljóst að hann verður ekki áfram með liðið.
Björn var ráðinn þjálfari KR í vor en nú er ljóst að hann verður ekki áfram með liðið. mynd/kr.is
Björn Einarsson mun ekki þjálfa kvennalið KR í körfubolta á næsta tímabili eins og til stóð. Þetta kemur fram á Karfan.is.

Eins og fram kom í fyrradag hefur KR ákveðið að senda ekki lið til leiks í Domino's deild kvenna í vetur. KR mun þess í stað taka þátt í 1. deild.

Sjá einnig: Helga Einarsdóttir: Vantaði metnaðinn hjá öllum KR-ingum

Í samtali við Karfan.is segir Björn að breyttar forsendur hjá KR séu ástæða þessarar ákvörðunar hans.

„Ég yfirgaf toppklúbb til að þjálfa í úrvalsdeildinni en ekki í 1. deild. Ég var ekki sáttur við þá ákvörðun stjórnar að senda liðið niður í 1.deild en virði hinsvegar þá ákvörðun og geri þá ráð fyrir að klúbburinn virði mína ákvörðun,“ sagði Björn.

Óvíst er á þessari stundu hver stýrir KR-konum í 1. deildinni í vetur.


Tengdar fréttir

Helga Einarsdóttir til Grindavíkur

Helga Einarsdóttir, fyrrum fyrirliði Grindavíkur, hefur ákveðið að skrifa undir samning við Grindavík og spila með liðinu í Dominos-deild kvenna á komandi tímabili.

KR segir sig úr keppni í Dominos-deildinni

Kvennalið KR verður ekki með í Dominos-deild kvenna á komandi vetri en stjórn körfuknattleiksdeildar KR ákvað í kvöld að segja sig úr keppni.

Helga Einarsdóttir: Vantaði metnaðinn hjá öllum KR-ingum

Helga Einarsdóttir, fráfarandi fyrirliði kvennaliðs KR í körfubolta, var í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu í dag en stjórn körfuknattleiksdeildar KR hefur ákveðið að draga kvennaliðið úr keppni í Dominos-deild kvenna á komandi tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×