Myndirnar hafa verið birtar á samfélagsmiðlum tengdum ISIS þar sem sjá má ISIS-liða koma sprengiefni fyrir utan á og innan í um tvö þúsund ára gömlu hofinu.
Þá má sjá mynd af mikilli sprengingu og svo rústir sem taldar eru vera af hofinu.
Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna UNESCO hefur lýst árásum ISIS á sögulegar minjar Sýrlendinga sem „stríðsglæpum“.





