Hlýjasti dagur ársins framundan á höfuðborgarsvæðinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. ágúst 2015 07:38 Það er góður dagur til að skella sér í sund í dag. vísir/ernir „Jú, það eru góðar líkur á að hitinn fari upp í 20 gráður hér sunnan-og vestanlands í dag. Það er orðið svo hlýtt nú þegar, til dæmis komið í 18 gráður á Kjalarnesi þannig að þetta hlýtur að ná 20 gráðum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Yrði þá um hlýjasta dag ársins að ræða á höfuðborgarsvæðinu þar sem hitinn hefur ekki náð 20 gráðum þar í sumar. Þorsteinn segir að þó að sumarið hafi verið ágætt á Suður-og Vesturlandi þá hafi ekki verið neitt sérstaklega hlýtt. Hins vegar hafi verið nokkuð þurrt. Í gær fór hiti á landinu víða yfir 20 gráður og var hlýjast norðaustanlands. Mestur var hitinn á Mánárbakka, nærri Húsavík, eða 22,3 gráður. Þorsteinn segir að það sé mesti hiti sem mælst hefur á landinu það sem af er á ári en segir erfitt að spá fyrir um hvort að hitinn verði jafnmikill á Suður-og Vesturlandi í dag. Á Torfum, nærri Akureyri, fór hitinn í 21,9 gráður í gær, 21,8 gráður í Ásbyrgi og 21,7 gráður á Möðruvöllum. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Gert er ráð fyrir austlægri átt á landinu öllu í dag og reiknað með hita á bilinu 13 - 21 stigi að deginum. Á suðvestanverðu landinu má gera ráð fyrir síðdegisskúrum, en þykknar upp norðan- og austanlands þegar líður á kvöldið með dálítilli súld. Á miðvikudag gengur í norðaustan átt með talsverðri rigningu og verður áframhald á norðan áttinni út vikuna. Það mun því kólna og þá sérstaklega um komandi helgi þar sem mun jafnvel slydda til fjalla. Spáin fyrir laugardag gerir ráð fyrir svölu veðri, einkum fyrir norðan og hætt við næturfrosti inn til landsins. Nánar á veðurvef Vísis. Veður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira
„Jú, það eru góðar líkur á að hitinn fari upp í 20 gráður hér sunnan-og vestanlands í dag. Það er orðið svo hlýtt nú þegar, til dæmis komið í 18 gráður á Kjalarnesi þannig að þetta hlýtur að ná 20 gráðum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Yrði þá um hlýjasta dag ársins að ræða á höfuðborgarsvæðinu þar sem hitinn hefur ekki náð 20 gráðum þar í sumar. Þorsteinn segir að þó að sumarið hafi verið ágætt á Suður-og Vesturlandi þá hafi ekki verið neitt sérstaklega hlýtt. Hins vegar hafi verið nokkuð þurrt. Í gær fór hiti á landinu víða yfir 20 gráður og var hlýjast norðaustanlands. Mestur var hitinn á Mánárbakka, nærri Húsavík, eða 22,3 gráður. Þorsteinn segir að það sé mesti hiti sem mælst hefur á landinu það sem af er á ári en segir erfitt að spá fyrir um hvort að hitinn verði jafnmikill á Suður-og Vesturlandi í dag. Á Torfum, nærri Akureyri, fór hitinn í 21,9 gráður í gær, 21,8 gráður í Ásbyrgi og 21,7 gráður á Möðruvöllum. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Gert er ráð fyrir austlægri átt á landinu öllu í dag og reiknað með hita á bilinu 13 - 21 stigi að deginum. Á suðvestanverðu landinu má gera ráð fyrir síðdegisskúrum, en þykknar upp norðan- og austanlands þegar líður á kvöldið með dálítilli súld. Á miðvikudag gengur í norðaustan átt með talsverðri rigningu og verður áframhald á norðan áttinni út vikuna. Það mun því kólna og þá sérstaklega um komandi helgi þar sem mun jafnvel slydda til fjalla. Spáin fyrir laugardag gerir ráð fyrir svölu veðri, einkum fyrir norðan og hætt við næturfrosti inn til landsins. Nánar á veðurvef Vísis.
Veður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira