Gefa þarf bráðnun jökla meiri gaum Svavar Hávarðsson skrifar 24. ágúst 2015 07:00 Hlaup í Múlakvísl í júlí 2011 var fyrst talið benda til aukinnar jarðhitavirkni en nú hallast vísindamenn að því að um lítið eldgos hafi verið um að ræða – sem náði ekki uppúr 700 metra þykkum jöklinum. Fréttablaðið/HAG Hlýnun jarðar og bráðnun jökla henni samfara krefst þess að taka þarf með í reikninginn fleiri breytur við túlkun gagna við vöktun eldstöðva undir jökli en tíðkast hefur. Endurtúlkun á landmælingagögnum við Kötlueldstöðina bendir til þess að sá órói sem mælst hefur við Kötlu síðastliðin 15 ár eigi að hluta til rætur í bráðnun jökulhettunnar og gögnin gætu því hafa verið oftúlkuð hvað varðar kvikuinnstreymi og hættu á eldsumbrotum. Niðurstaða rannsóknarinnar dregur þó í engu úr þeirri staðreynd að Katla er fyrir löngu komin á tíma og gæti gosið hvenær sem er. Ný rannsókn teymis vísindamanna frá háskólanum í Leeds í Englandi, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands var birt í Scientific Reports, sem er tímarit sem er gefið út af Nature Publishing Group (sem gefur lika út Nature og Nature Geoscience). Í rannsókninni voru gögn greind að nýju sem voru áður túlkuð sem skýr merki um þenslu vegna kvikuinnstreymis í eldstöðina. Frekar hallast hópurinn að því að gögnin sýni ris í jarðskorpunni vegna þess að jökullinn hafi hopað og risið vegna þess að fargið á eldstöðinni er einfaldlega minna. Benedikt G. Ófeigsson, sérfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfinga hjá Veðurstofu Íslands, og einn rannsakenda, segir að engu að síður hafi vissulega verið mikið að gerast í Kötlueldstöðinni á tímabilinu – t.d. frá 1999 til 2004. Rannsóknin taki heldur ekki til tímabilsins eftir 2011 en í júlí það ár hófst hlaup í Múlakvísl sem rennur undan Mýrdalsjökli og var talið merki um aukinn jarðhita undir jöklinum. Nú eru taldar allar líkur á því að lítið eldgos hafi orðið í suðausturhorni Kötluöskjunnar. „Ég held að ekki megi draga of miklar ályktanir út frá þessum niðurstöðum hvað varðar stöðu eldstöðvarinnar á þessum tímapunkti. Katla getur gosið hvenær sem er – og á haustin er hún sérstaklega virk eftir að leysingar hafa náð hámarki – í ágúst og september. Það er ekki hægt að túlka þetta svo að minni hætta sé á gosi,“ segir Benedikt en jánkar því að taka þurfi enn meira tillit til bráðnunar jökla í rannsóknum og vöktun eldstöðva eins og Kötlu. „Það er mikilvægt að taka inn í myndina slík ferli sem hafa gríðarlega mikil áhrif um allt land. Það er þekkt að í lok síðasta jökulskeiðs fyrir um 10.000 árum var mjög aukin eldvirkni í kjölfar bráðnunar jökla. Hins vegar eru breytingar dagsins í dag hvergi nærri eins stórvirkar,“ segir Benedikt. Sigrún Hreinsdóttir jarðeðlisfræðingur, sem vann að rannsókninni ásamt Benedikt, segir að enginn deili um að skjálftavirkni í Kötlu hafi verið mikil á tímabilinu, en það sé ekki hægt að sýna fram á mikla kvikusöfnun á tímabilinu 2000 til 2011 út frá þeim gögnum sem liggja fyrir. „Það er frekar að við séum að sjá áhrif jökulfargsbreytinga. Það getur vel verið að Katla sé hægt og rólega að safna kviku í kvikuhólf, líkt og Hekla gerir, en það merki er þá svo lítið að við sjáum það illa eða ekki vegna fyrrnefndra jökulfargsbreytinga. Og þegar gögnin eru skoðuð þá er tímabilið 2000 til 2005 ekkert öðruvísi en næstu fimm ár á eftir þegar skjálftavirknin á svæðinu var mun minni.“ Það skal tekið fram í samhengi að frá því að hlaupið í Múlakvísl ruddist fram í byrjun júlí 2011 hefur Kötlueldstöðin lítið látið á sér kræla. Eldstöðin gaus síðast árið 1918 og er sögulega búin að tvöfalda þann tíma sem líður á milli eldgosa.Hefur gosið 20 sinnum á sögulegum tímaKatla er eldfjall undir Mýrdalsjökli, sem hefur gosið 1-2 sinnum á öld en eldgos í Kötlu eru gjóskugos með tilheyrandi gjóskufalli og þeim fylgja jafnframt jökulhlaup. Kötlugos frá landnámi eru um það bil 20 talsins. Síðasta Kötlugos var árið 1918. Eldgos hefst með ákafri jarðskjálftahrinu. Í kjölfar eldsumbrota þegar kvikan hefur brætt jökulís, líða um 1-2 klukkustundir þar til jökulhlaup brýst undan jökli og getur náð til byggða innan fárra klukkustunda. Jökulhlaup er sambland af vatni, gjósku, grjóti og ís og er talið að rennsli stærstu hlaupa frá Kötlu hafi orðið 300.000 rúmmetrar á sekúndu, en til samanburðar var rennsli jökulhlaupsins sem fór um Skeiðarársand árið 1996 um 45.000 rúmmetrar á sekúndu. Vatnasvæði Kötlu eru þrjú og geta jökulhlaupin komið niður Mýrdalssand, Sólheimasand eða Emstrur og Markarfljótsaura allt eftir staðsetningu eldgoss. Á sögulegum tíma hafa öll jökulhlaup runnið niður Mýrdalssand og í tveimur tilfellum einnig niður Sólheimasand. Loftslagsmál Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Hlýnun jarðar og bráðnun jökla henni samfara krefst þess að taka þarf með í reikninginn fleiri breytur við túlkun gagna við vöktun eldstöðva undir jökli en tíðkast hefur. Endurtúlkun á landmælingagögnum við Kötlueldstöðina bendir til þess að sá órói sem mælst hefur við Kötlu síðastliðin 15 ár eigi að hluta til rætur í bráðnun jökulhettunnar og gögnin gætu því hafa verið oftúlkuð hvað varðar kvikuinnstreymi og hættu á eldsumbrotum. Niðurstaða rannsóknarinnar dregur þó í engu úr þeirri staðreynd að Katla er fyrir löngu komin á tíma og gæti gosið hvenær sem er. Ný rannsókn teymis vísindamanna frá háskólanum í Leeds í Englandi, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands var birt í Scientific Reports, sem er tímarit sem er gefið út af Nature Publishing Group (sem gefur lika út Nature og Nature Geoscience). Í rannsókninni voru gögn greind að nýju sem voru áður túlkuð sem skýr merki um þenslu vegna kvikuinnstreymis í eldstöðina. Frekar hallast hópurinn að því að gögnin sýni ris í jarðskorpunni vegna þess að jökullinn hafi hopað og risið vegna þess að fargið á eldstöðinni er einfaldlega minna. Benedikt G. Ófeigsson, sérfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfinga hjá Veðurstofu Íslands, og einn rannsakenda, segir að engu að síður hafi vissulega verið mikið að gerast í Kötlueldstöðinni á tímabilinu – t.d. frá 1999 til 2004. Rannsóknin taki heldur ekki til tímabilsins eftir 2011 en í júlí það ár hófst hlaup í Múlakvísl sem rennur undan Mýrdalsjökli og var talið merki um aukinn jarðhita undir jöklinum. Nú eru taldar allar líkur á því að lítið eldgos hafi orðið í suðausturhorni Kötluöskjunnar. „Ég held að ekki megi draga of miklar ályktanir út frá þessum niðurstöðum hvað varðar stöðu eldstöðvarinnar á þessum tímapunkti. Katla getur gosið hvenær sem er – og á haustin er hún sérstaklega virk eftir að leysingar hafa náð hámarki – í ágúst og september. Það er ekki hægt að túlka þetta svo að minni hætta sé á gosi,“ segir Benedikt en jánkar því að taka þurfi enn meira tillit til bráðnunar jökla í rannsóknum og vöktun eldstöðva eins og Kötlu. „Það er mikilvægt að taka inn í myndina slík ferli sem hafa gríðarlega mikil áhrif um allt land. Það er þekkt að í lok síðasta jökulskeiðs fyrir um 10.000 árum var mjög aukin eldvirkni í kjölfar bráðnunar jökla. Hins vegar eru breytingar dagsins í dag hvergi nærri eins stórvirkar,“ segir Benedikt. Sigrún Hreinsdóttir jarðeðlisfræðingur, sem vann að rannsókninni ásamt Benedikt, segir að enginn deili um að skjálftavirkni í Kötlu hafi verið mikil á tímabilinu, en það sé ekki hægt að sýna fram á mikla kvikusöfnun á tímabilinu 2000 til 2011 út frá þeim gögnum sem liggja fyrir. „Það er frekar að við séum að sjá áhrif jökulfargsbreytinga. Það getur vel verið að Katla sé hægt og rólega að safna kviku í kvikuhólf, líkt og Hekla gerir, en það merki er þá svo lítið að við sjáum það illa eða ekki vegna fyrrnefndra jökulfargsbreytinga. Og þegar gögnin eru skoðuð þá er tímabilið 2000 til 2005 ekkert öðruvísi en næstu fimm ár á eftir þegar skjálftavirknin á svæðinu var mun minni.“ Það skal tekið fram í samhengi að frá því að hlaupið í Múlakvísl ruddist fram í byrjun júlí 2011 hefur Kötlueldstöðin lítið látið á sér kræla. Eldstöðin gaus síðast árið 1918 og er sögulega búin að tvöfalda þann tíma sem líður á milli eldgosa.Hefur gosið 20 sinnum á sögulegum tímaKatla er eldfjall undir Mýrdalsjökli, sem hefur gosið 1-2 sinnum á öld en eldgos í Kötlu eru gjóskugos með tilheyrandi gjóskufalli og þeim fylgja jafnframt jökulhlaup. Kötlugos frá landnámi eru um það bil 20 talsins. Síðasta Kötlugos var árið 1918. Eldgos hefst með ákafri jarðskjálftahrinu. Í kjölfar eldsumbrota þegar kvikan hefur brætt jökulís, líða um 1-2 klukkustundir þar til jökulhlaup brýst undan jökli og getur náð til byggða innan fárra klukkustunda. Jökulhlaup er sambland af vatni, gjósku, grjóti og ís og er talið að rennsli stærstu hlaupa frá Kötlu hafi orðið 300.000 rúmmetrar á sekúndu, en til samanburðar var rennsli jökulhlaupsins sem fór um Skeiðarársand árið 1996 um 45.000 rúmmetrar á sekúndu. Vatnasvæði Kötlu eru þrjú og geta jökulhlaupin komið niður Mýrdalssand, Sólheimasand eða Emstrur og Markarfljótsaura allt eftir staðsetningu eldgoss. Á sögulegum tíma hafa öll jökulhlaup runnið niður Mýrdalssand og í tveimur tilfellum einnig niður Sólheimasand.
Loftslagsmál Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira