Erlent

Órólega deildin í Syriza stofnar nýjan flokk

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Panagiotis Lafazanis, fyrrverandi orkumálaráðherra, fer fyrir hinum nýja flokki.
Panagiotis Lafazanis, fyrrverandi orkumálaráðherra, fer fyrir hinum nýja flokki. Vísir/AP
Hópur þingmanna úr Syriza-flokknum í Grikklandi hefur stofnað nýjan flokk. Leiðtogi flokksins er harður andstæðingur harður andstæðingur þeirra aðgerða sem gríska ríkið hefur farið út í vegna samninga við lánveitendur sína. Líklegt þykir að boðað verði til kosninga í Grikklandi í kjölfar þess að forsætisráðherra landsins sagði af sér í gær.

Fjölmiðlar í Grikklandi greina frá því að 25 þingmenn Siryza, sem fór með völd þangað til í gær, muni ganga til liðs við nýja flokkinn sem ber nafnið Laiki Enotita. Panagiotis Lafazanis, fyrrverandi orkumálaráðherra, mun leiða hinn nýstofnaða flokk en hann barðist hatrammlega gegn þeim samningum sem Grikkland gerði nýverið við lánveitendur sína. Fyrrverandi fjármálaráðherra, Yanis Varoufakis, er ekki á meðal stofnmeðlima flokksins.

Lafazanis sagði í umræðum um samkomulag gríska ríkisins við lánveitendur sína sem fól í sér að Grikkland myndi fá neyðarlán sem hljóðaði upp á allt að 86 milljarða evru að hann væri harðákveðinn í því að „brjóta niður einræði evrusvæðisins“.

Þingkosningar líklega haldnar í september.

Forsætisráðherra og leiðtogi Syriza-flokksins, sagði af sér í gær og boðaði til kosninga eftir að hann missti stuðning fjölda sinna eigin þingmanna þegar kom því að styðja þær aðgerðir sem gríska ríkið hafði samþykkt að fara út í vegna nýs neyðarláns frá Evrópu.

Siryza fékk 149 sæti af 300 þingsætum í síðustu þingkosningum sem fram fóru í janúar. Hinn nýstofnaði flokkur verður sá þriðji stærsti á þinginu en Vangelis Meimarakis, formaður Nea Demokratika sem er næststærsti flokkurinn á þinginu, hefur fengið stjórnarmyndunarumboð. Búist er við að honum takist ekki að mynda stjórn og boðað verði til kosninga, líklega um miðjan september.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×