Órólega deildin í Syriza stofnar nýjan flokk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. ágúst 2015 10:15 Panagiotis Lafazanis, fyrrverandi orkumálaráðherra, fer fyrir hinum nýja flokki. Vísir/AP Hópur þingmanna úr Syriza-flokknum í Grikklandi hefur stofnað nýjan flokk. Leiðtogi flokksins er harður andstæðingur harður andstæðingur þeirra aðgerða sem gríska ríkið hefur farið út í vegna samninga við lánveitendur sína. Líklegt þykir að boðað verði til kosninga í Grikklandi í kjölfar þess að forsætisráðherra landsins sagði af sér í gær. Fjölmiðlar í Grikklandi greina frá því að 25 þingmenn Siryza, sem fór með völd þangað til í gær, muni ganga til liðs við nýja flokkinn sem ber nafnið Laiki Enotita. Panagiotis Lafazanis, fyrrverandi orkumálaráðherra, mun leiða hinn nýstofnaða flokk en hann barðist hatrammlega gegn þeim samningum sem Grikkland gerði nýverið við lánveitendur sína. Fyrrverandi fjármálaráðherra, Yanis Varoufakis, er ekki á meðal stofnmeðlima flokksins. Lafazanis sagði í umræðum um samkomulag gríska ríkisins við lánveitendur sína sem fól í sér að Grikkland myndi fá neyðarlán sem hljóðaði upp á allt að 86 milljarða evru að hann væri harðákveðinn í því að „brjóta niður einræði evrusvæðisins“.Þingkosningar líklega haldnar í september. Forsætisráðherra og leiðtogi Syriza-flokksins, sagði af sér í gær og boðaði til kosninga eftir að hann missti stuðning fjölda sinna eigin þingmanna þegar kom því að styðja þær aðgerðir sem gríska ríkið hafði samþykkt að fara út í vegna nýs neyðarláns frá Evrópu. Siryza fékk 149 sæti af 300 þingsætum í síðustu þingkosningum sem fram fóru í janúar. Hinn nýstofnaði flokkur verður sá þriðji stærsti á þinginu en Vangelis Meimarakis, formaður Nea Demokratika sem er næststærsti flokkurinn á þinginu, hefur fengið stjórnarmyndunarumboð. Búist er við að honum takist ekki að mynda stjórn og boðað verði til kosninga, líklega um miðjan september. Grikkland Tengdar fréttir Alexis Tsipras segir af sér Búist er við að boðað verði til þingkosningaí Grikklandi þann 20. september. 20. ágúst 2015 17:46 Samkomulag í höfn í Grikklandi Gríska ríkið hefur náð samkomulagi við alþjóðlega lánadrottna sína um skuldavanda landsins. 11. ágúst 2015 07:37 Grikkir selja fjórtán flugvelli til þýsks félags Grikklandsstjórn hefur samþykkt sölu á fjórtán flugvöllum til þýska félagsins Fraport AG sem rekur meðal annars alþjóðaflugvöllinn í Frankfurt. 18. ágúst 2015 22:42 Þýska þingið samþykkir neyðarlán til Grikklands Samþykkt með 454 atkvæðum gegn 113, 18 sátu hjá. 19. ágúst 2015 10:55 Er Evrópusambandið vandamálið? – um Grikkland og vald fjármagns yfir fólki Það er ekkert launungarmál að talsmenn aðildar að ESB hér á landi hafa margir horft til sameiginlegs gjaldmiðils, evrunnar, sem stærsta kostsins við fulla aðild. 23. júlí 2015 07:00 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Sjá meira
Hópur þingmanna úr Syriza-flokknum í Grikklandi hefur stofnað nýjan flokk. Leiðtogi flokksins er harður andstæðingur harður andstæðingur þeirra aðgerða sem gríska ríkið hefur farið út í vegna samninga við lánveitendur sína. Líklegt þykir að boðað verði til kosninga í Grikklandi í kjölfar þess að forsætisráðherra landsins sagði af sér í gær. Fjölmiðlar í Grikklandi greina frá því að 25 þingmenn Siryza, sem fór með völd þangað til í gær, muni ganga til liðs við nýja flokkinn sem ber nafnið Laiki Enotita. Panagiotis Lafazanis, fyrrverandi orkumálaráðherra, mun leiða hinn nýstofnaða flokk en hann barðist hatrammlega gegn þeim samningum sem Grikkland gerði nýverið við lánveitendur sína. Fyrrverandi fjármálaráðherra, Yanis Varoufakis, er ekki á meðal stofnmeðlima flokksins. Lafazanis sagði í umræðum um samkomulag gríska ríkisins við lánveitendur sína sem fól í sér að Grikkland myndi fá neyðarlán sem hljóðaði upp á allt að 86 milljarða evru að hann væri harðákveðinn í því að „brjóta niður einræði evrusvæðisins“.Þingkosningar líklega haldnar í september. Forsætisráðherra og leiðtogi Syriza-flokksins, sagði af sér í gær og boðaði til kosninga eftir að hann missti stuðning fjölda sinna eigin þingmanna þegar kom því að styðja þær aðgerðir sem gríska ríkið hafði samþykkt að fara út í vegna nýs neyðarláns frá Evrópu. Siryza fékk 149 sæti af 300 þingsætum í síðustu þingkosningum sem fram fóru í janúar. Hinn nýstofnaði flokkur verður sá þriðji stærsti á þinginu en Vangelis Meimarakis, formaður Nea Demokratika sem er næststærsti flokkurinn á þinginu, hefur fengið stjórnarmyndunarumboð. Búist er við að honum takist ekki að mynda stjórn og boðað verði til kosninga, líklega um miðjan september.
Grikkland Tengdar fréttir Alexis Tsipras segir af sér Búist er við að boðað verði til þingkosningaí Grikklandi þann 20. september. 20. ágúst 2015 17:46 Samkomulag í höfn í Grikklandi Gríska ríkið hefur náð samkomulagi við alþjóðlega lánadrottna sína um skuldavanda landsins. 11. ágúst 2015 07:37 Grikkir selja fjórtán flugvelli til þýsks félags Grikklandsstjórn hefur samþykkt sölu á fjórtán flugvöllum til þýska félagsins Fraport AG sem rekur meðal annars alþjóðaflugvöllinn í Frankfurt. 18. ágúst 2015 22:42 Þýska þingið samþykkir neyðarlán til Grikklands Samþykkt með 454 atkvæðum gegn 113, 18 sátu hjá. 19. ágúst 2015 10:55 Er Evrópusambandið vandamálið? – um Grikkland og vald fjármagns yfir fólki Það er ekkert launungarmál að talsmenn aðildar að ESB hér á landi hafa margir horft til sameiginlegs gjaldmiðils, evrunnar, sem stærsta kostsins við fulla aðild. 23. júlí 2015 07:00 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Sjá meira
Alexis Tsipras segir af sér Búist er við að boðað verði til þingkosningaí Grikklandi þann 20. september. 20. ágúst 2015 17:46
Samkomulag í höfn í Grikklandi Gríska ríkið hefur náð samkomulagi við alþjóðlega lánadrottna sína um skuldavanda landsins. 11. ágúst 2015 07:37
Grikkir selja fjórtán flugvelli til þýsks félags Grikklandsstjórn hefur samþykkt sölu á fjórtán flugvöllum til þýska félagsins Fraport AG sem rekur meðal annars alþjóðaflugvöllinn í Frankfurt. 18. ágúst 2015 22:42
Þýska þingið samþykkir neyðarlán til Grikklands Samþykkt með 454 atkvæðum gegn 113, 18 sátu hjá. 19. ágúst 2015 10:55
Er Evrópusambandið vandamálið? – um Grikkland og vald fjármagns yfir fólki Það er ekkert launungarmál að talsmenn aðildar að ESB hér á landi hafa margir horft til sameiginlegs gjaldmiðils, evrunnar, sem stærsta kostsins við fulla aðild. 23. júlí 2015 07:00
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“