Pedro varaður við harðstjóranum Van Gaal og hætti við að koma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2015 10:30 Pedro Rodríguez með Andrés Iniesta. Vísir/Getty Spænski framherjinn Pedro gekk í gær frá fjögurra ára samningi við Chelsea en þessi þessi þróun mála kom mörgum á óvörum því allt leit út fyrir að Pedro væri á leiðinni til Manchester United. Chelsea náði hinsvegar samkomulagi við Barcelona og borgar spænska félaginu 21,3 milljónir punda fyrir þennan 28 ára sóknarmann sem hefur verið í stóru hlutverki hjá Barcelona undanfarin ár. Leið Pedro Rodríguez lá í ensku úrvalsdeildina og enskir og spænskir miðlar hafa mikið skrifað um væntanleg félagsskipti hans til Manchester United. Það varð þó ekkert af því. Pedro Rodríguez hætti við á síðustu stundu að vilja fara til Manchester United og enska blaðið Daily Mail segir ástæðuna vera slæmar sögur af harðstjóranum Louis van Gaal, knattspyrnustjóra Manchester United. Meðferð Louis van Gaal á markverðinum Victor Valdes, fyrrum liðsfélaga Pedro hjá Barcelona, átti því væntanlega mikinn þátt í því að Pedro er á leiðinni á Stamford Bridge en ekki á Old Trafford.Sjá einnig:Van Gaal er að eyðileggja Manchester United Victor Valdes á enga framtíð lengur á Old Trafford eftir að Louis van Gaal sakaði hann um að neita að spila með varaliði félagsins. Það er líka annar spænskur markvörður sem hefur fengið að kenna á harðstjóranum Van Gaal en það er spænski landsliðsmarkvörðurinn David De Gea. David De Gea og Pedro þekkjast vel frá landsliðinu. De Gea hefur barist fyrir því að komast til Real Madrid en félögin hafa ekki náð saman og Van Gaal ákvað að henda spænska markverðinum út úr hóp fyrir fyrsta leik tímabilsins og hann hefur ekki fengið að vera með síðan.Sjá einnig:David De Gea spilar ekki fyrir Man Utd fyrr en glugginn lokar Daily Mail segir að hlutirnir hafi byrjað að gerjast á sunnudaginn. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, talaði sjálfur við Pedro eftir 3-0 tapið á móti Manchester City og þá hvatti Cesc Fabregas landa sinn og fyrrum liðsfélaga í Barcelona að koma til sín í London. Enski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Stoichkov: Van Gaal er að eyðileggja Manchester United Hristo Stoichkov ber Louis Van Gaal ekki vel söguna en hann segir Hollendinginn vera meðalmann, rétt eins og hann var meðalgóður leikmaður. 11. ágúst 2015 12:30 Pedro búinn að ná samkomulagi við Man. Utd Sky Sports greinir frá því nú í morgun að samningar hafi tekist á milli spænska knattspyrnumannsins Pedro og Man. Utd. 18. ágúst 2015 07:59 Torres: Viss um að Pedro muni aðlagast enska boltanum vel Fernando Torres segir að spænski framherjinn Pedro hafi alla burði til þess að slá í gegn á Englandi en hann virðist vera á förum til Englands frá spænska stórveldinu Barcelona. 13. ágúst 2015 07:22 Manchester City blandar sér í baráttuna um Pedro Spænski framherjinn er eftirsóttur biti en Manchester-liðin sem og Chelsea eru á höttunum eftir þessum lunkna framherja. 11. ágúst 2015 18:45 Líklega síðasti leikur Pedro með Barcelona Pedro vill fara til Man. Utd. 11. ágúst 2015 22:23 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Sjá meira
Spænski framherjinn Pedro gekk í gær frá fjögurra ára samningi við Chelsea en þessi þessi þróun mála kom mörgum á óvörum því allt leit út fyrir að Pedro væri á leiðinni til Manchester United. Chelsea náði hinsvegar samkomulagi við Barcelona og borgar spænska félaginu 21,3 milljónir punda fyrir þennan 28 ára sóknarmann sem hefur verið í stóru hlutverki hjá Barcelona undanfarin ár. Leið Pedro Rodríguez lá í ensku úrvalsdeildina og enskir og spænskir miðlar hafa mikið skrifað um væntanleg félagsskipti hans til Manchester United. Það varð þó ekkert af því. Pedro Rodríguez hætti við á síðustu stundu að vilja fara til Manchester United og enska blaðið Daily Mail segir ástæðuna vera slæmar sögur af harðstjóranum Louis van Gaal, knattspyrnustjóra Manchester United. Meðferð Louis van Gaal á markverðinum Victor Valdes, fyrrum liðsfélaga Pedro hjá Barcelona, átti því væntanlega mikinn þátt í því að Pedro er á leiðinni á Stamford Bridge en ekki á Old Trafford.Sjá einnig:Van Gaal er að eyðileggja Manchester United Victor Valdes á enga framtíð lengur á Old Trafford eftir að Louis van Gaal sakaði hann um að neita að spila með varaliði félagsins. Það er líka annar spænskur markvörður sem hefur fengið að kenna á harðstjóranum Van Gaal en það er spænski landsliðsmarkvörðurinn David De Gea. David De Gea og Pedro þekkjast vel frá landsliðinu. De Gea hefur barist fyrir því að komast til Real Madrid en félögin hafa ekki náð saman og Van Gaal ákvað að henda spænska markverðinum út úr hóp fyrir fyrsta leik tímabilsins og hann hefur ekki fengið að vera með síðan.Sjá einnig:David De Gea spilar ekki fyrir Man Utd fyrr en glugginn lokar Daily Mail segir að hlutirnir hafi byrjað að gerjast á sunnudaginn. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, talaði sjálfur við Pedro eftir 3-0 tapið á móti Manchester City og þá hvatti Cesc Fabregas landa sinn og fyrrum liðsfélaga í Barcelona að koma til sín í London.
Enski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Stoichkov: Van Gaal er að eyðileggja Manchester United Hristo Stoichkov ber Louis Van Gaal ekki vel söguna en hann segir Hollendinginn vera meðalmann, rétt eins og hann var meðalgóður leikmaður. 11. ágúst 2015 12:30 Pedro búinn að ná samkomulagi við Man. Utd Sky Sports greinir frá því nú í morgun að samningar hafi tekist á milli spænska knattspyrnumannsins Pedro og Man. Utd. 18. ágúst 2015 07:59 Torres: Viss um að Pedro muni aðlagast enska boltanum vel Fernando Torres segir að spænski framherjinn Pedro hafi alla burði til þess að slá í gegn á Englandi en hann virðist vera á förum til Englands frá spænska stórveldinu Barcelona. 13. ágúst 2015 07:22 Manchester City blandar sér í baráttuna um Pedro Spænski framherjinn er eftirsóttur biti en Manchester-liðin sem og Chelsea eru á höttunum eftir þessum lunkna framherja. 11. ágúst 2015 18:45 Líklega síðasti leikur Pedro með Barcelona Pedro vill fara til Man. Utd. 11. ágúst 2015 22:23 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Sjá meira
Stoichkov: Van Gaal er að eyðileggja Manchester United Hristo Stoichkov ber Louis Van Gaal ekki vel söguna en hann segir Hollendinginn vera meðalmann, rétt eins og hann var meðalgóður leikmaður. 11. ágúst 2015 12:30
Pedro búinn að ná samkomulagi við Man. Utd Sky Sports greinir frá því nú í morgun að samningar hafi tekist á milli spænska knattspyrnumannsins Pedro og Man. Utd. 18. ágúst 2015 07:59
Torres: Viss um að Pedro muni aðlagast enska boltanum vel Fernando Torres segir að spænski framherjinn Pedro hafi alla burði til þess að slá í gegn á Englandi en hann virðist vera á förum til Englands frá spænska stórveldinu Barcelona. 13. ágúst 2015 07:22
Manchester City blandar sér í baráttuna um Pedro Spænski framherjinn er eftirsóttur biti en Manchester-liðin sem og Chelsea eru á höttunum eftir þessum lunkna framherja. 11. ágúst 2015 18:45