Sport

Ágúst Kristinn lenti í 9-16. sæti á HM ungmenna í taekwondo

Ágúst þykir einn efnilegasti taekwondo kappi landsins.
Ágúst þykir einn efnilegasti taekwondo kappi landsins. Mynd/Aðsend
Ágúst Kristinn Eðvarðsson, taekwondo kappi, lenti í dag í 9-16. sæti á Heimsmeistaramóti ungmenna í taekwondo. Aðeins sex vikur eru síðan hann vann til bronsverðlauna á Evrópumótinu.

Í flokknum hans voru 30 bestu keppendur heims mættir til leiks.

Í fyrsta bardaga þá mætti Ágúst keppanda frá Frakklandi en franski keppandinn var með yfirhöndina í upphafi bardagans. Ágúst náði að jafna og að lokum fann hann góða lausn á sóknum Frakkans og komst vel yfir í síðustu lotunni. Lauk bardaganum 27-18, Ágústi í vil.

Í næsta bardaga keppti Ágúst við sterkan keppanda frá Tælandi. Ágúst byrjaði vel og bardaginn var mjög jafn eftir fyrstu lotu. Þá byrjaði Thailendingurinn að koma inn lúmskum stigum á Ágúst og stjórnaði fjarlægðinni vel.

Fór svo að bardaginn endaði 3-15 fyrir Thailandi og hafnaði Ágúst fyrir vikið í 9-16 sæti.

Ágúst er því einn af fáum Íslendingum sem hafa komist í gegnum fyrstu umferð á heimsmeistaramóti í taekwondo bardaga en hann er annar bardagakappinn úr Keflavík sem nær þessum áfanga. Árið 2012 komst Kristmundur Gíslason einnig í gegnum fyrstu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×