Arnar um vítaklúður Glenn: Þetta er lengra framhjá en það virðist vera Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. ágúst 2015 14:30 Jonathan Glenn, framherji Breiðabliks, fór illa að ráði sínu í uppbótartíma í leik Blika og Leiknis á Kópavogsvellinum í gær. Staðan var markalaus þegar Glenn krækti í vítaspyrnu í uppbótartíma. Hann fór sjálfur á punktinn en spyrna hans var slök og hitti ekki markið. Breiðablik varð því af tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttunni en liðið er nú sex stigum á eftir toppliði FH þegar fjórum umferðum er ólokið í Pepsi-deildinni. „Í fyrsta lagi voru þetta hádramatískar lokamínútur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson í Pepsi-mörkunum í gær. „Fyrst þegar ég sá þetta fannst mér þetta vera pjúra víti. En því oftar sem maður horfir á þetta sýnist mér þeir bara vera barátta inni í teignum. „Þarna finnst mér Glenn einfaldlega toga í Halldór Kristinn (Halldórsson, miðvörð Leiknis) og fiska þetta víti mjög vel. Dómarinn (Þorvaldur Árnason) er reyndar vel staðsettur og allt það.“ Arnar ræddi því næst um spyrnuna sjálfa en hann var er sjálfur ein allra besta vítaskytta í sögu efstu deildar. „Hann er búinn að klúðra einu víti í sumar með ÍBV á móti Víkingum og þetta er bara léleg spyrna. Hann opnar líkamann alltof mikið og þetta er lengra framhjá en það lítur út fyrir að vera í sjónvarpinu,“ sagði Arnar. Hjörvar Hafliðason, sem var gestur Harðar Magnússonar í Pepsi-mörkunum í gær ásamt Arnari, sagðist ekki hafa haft trú á því að Glenn myndi skora úr spyrnunni. „Um leið og ég heyrði að hann væri á leið á punktinn hafði ég ekki trú á þessu. Mér finnst hann einhvern veginn ekki vera góður spyrnumaður,“ sagði Hjörvar sem kom með áhugaverða tillögu að vítaskyttu í þessari stöðu. „Þarna hefði Arnar Grétarsson (þjálfari Breiðabliks) getað átt sitt „Van Gaal-móment“. Ég hefði sett Olgeir Sigurgeirsson inn á. Hann er rosaleg vítaskytta og er ábyggilega með besta „record“ í sögu Breiðabliks yfir menn sem hafa tekið fleiri en fimm víti. „Hann er ískaldur á punktinum,“ sagði Hjörvar en Olgeir skoraði t.a.m. úr fimm vítaspyrnum með Breiðabliki í 1. deildinni sumarið 2005.Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Jonathan Glenn, framherji Breiðabliks, fór illa að ráði sínu í uppbótartíma í leik Blika og Leiknis á Kópavogsvellinum í gær. Staðan var markalaus þegar Glenn krækti í vítaspyrnu í uppbótartíma. Hann fór sjálfur á punktinn en spyrna hans var slök og hitti ekki markið. Breiðablik varð því af tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttunni en liðið er nú sex stigum á eftir toppliði FH þegar fjórum umferðum er ólokið í Pepsi-deildinni. „Í fyrsta lagi voru þetta hádramatískar lokamínútur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson í Pepsi-mörkunum í gær. „Fyrst þegar ég sá þetta fannst mér þetta vera pjúra víti. En því oftar sem maður horfir á þetta sýnist mér þeir bara vera barátta inni í teignum. „Þarna finnst mér Glenn einfaldlega toga í Halldór Kristinn (Halldórsson, miðvörð Leiknis) og fiska þetta víti mjög vel. Dómarinn (Þorvaldur Árnason) er reyndar vel staðsettur og allt það.“ Arnar ræddi því næst um spyrnuna sjálfa en hann var er sjálfur ein allra besta vítaskytta í sögu efstu deildar. „Hann er búinn að klúðra einu víti í sumar með ÍBV á móti Víkingum og þetta er bara léleg spyrna. Hann opnar líkamann alltof mikið og þetta er lengra framhjá en það lítur út fyrir að vera í sjónvarpinu,“ sagði Arnar. Hjörvar Hafliðason, sem var gestur Harðar Magnússonar í Pepsi-mörkunum í gær ásamt Arnari, sagðist ekki hafa haft trú á því að Glenn myndi skora úr spyrnunni. „Um leið og ég heyrði að hann væri á leið á punktinn hafði ég ekki trú á þessu. Mér finnst hann einhvern veginn ekki vera góður spyrnumaður,“ sagði Hjörvar sem kom með áhugaverða tillögu að vítaskyttu í þessari stöðu. „Þarna hefði Arnar Grétarsson (þjálfari Breiðabliks) getað átt sitt „Van Gaal-móment“. Ég hefði sett Olgeir Sigurgeirsson inn á. Hann er rosaleg vítaskytta og er ábyggilega með besta „record“ í sögu Breiðabliks yfir menn sem hafa tekið fleiri en fimm víti. „Hann er ískaldur á punktinum,“ sagði Hjörvar en Olgeir skoraði t.a.m. úr fimm vítaspyrnum með Breiðabliki í 1. deildinni sumarið 2005.Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira