Árni Páll kallaði eftir byltingum með lokuð augun Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. september 2015 20:39 Árni Páll Árnason Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, bað Alþingismenn og aðra áhorfendur um að loka augunum og koma með sér í ferðalag í upphafi ræðu sinnar í umræðum um stefnuræðu forsetisráðherra í kvöld. Áfangastaðurinn var Vatnajökull – „í sól og blíðu og víðernin blasa við,” sagði Árni „Ímyndum okkur nú að það sé fullt af fólki á Vatnajökli. Þó ekki svo troðið að við getum rétt út hendurnar og við sjáum mannmergðina,” sagði Árni. Því næst bað hann fólk um að ímynda sér tóma Lundúnaborg, „ekki hræða á götunum, ekki hræða í neðanjarðarlestunum,” því allir væru uppi á Vatnajökli. Hið sama var að segja um íbúa Sýrlands, Kína og Indlands – allir voru þeir uppi á Vatnajökli í dæmisögu formanns Samfylkingarinnar sem vildi þannig sýna fram á að heimurinn væri ekki of stór til þess að lítil þjóð gæti látið til sín taka á alþjóðavettvangi. Allur þessi mannfjöldi kæmist fyrir á einum jökli á Íslandi.Það má opna augun núna #vatnajokull #breytumheiminum #stefnuræða— Árni Páll Árnason (@ArniPallArnason) September 8, 2015 Árni Páll sagði að Íslendingar hefðu ekki látið smæð landsins aftra sér í umræðunni um móttöku flóttafólks frá stríðshrjáðum löndum fyrir botni Miðjarðarhafs. Þúsundir Íslendinga hafi boðið flóttamenn velkomna til landsins – sem honum þótti viðeigandi enda hafi íslendingar sjálfir verið flóttamenn í upphafi. „Draumurinn um að geta búið börnum okkar betri aðstæður en við sjálf nutum er sammannlegur og eilífur,“ sagði Árni Páll sem horfði mikið út fyrir landsteinanna í ræðu sinni. Þannig sagði hann íslensk stjórnmál þyrftu að miða að því að laða aftur að það fólk sem hafi flutt til nágrannalanda okkar eftir efnhagshrun. Það yrði gert með því að bjóða upp á sambærileg lífsskilyrði hér á landi og þekkjast ytra. „Þegar fólk er að lýsa þessum stöðum er eins og það sé að lýsa fjarlægu draumalandi. Hvar hefur okkur fatast flugið? Við getum ekki lifað við óbreytt ástand,” sagði Árni Páll og kallaði eftir því að þetta ástand yrði flutt inn, fremur en að fólk flytti út. Forsendur þess að mati formannsins væru byltingar. „Við þurfum byltingu. Byltingu í atvinnuþróun, velferð og stjórnarháttum. Forsenda viðsnúnings er að hér verði betur launuð störf og til þess þurfum við að reiða okkur á þekkinguna. Fjölga þekkingarstörfum og gera Ísland að besta landi í heimi til að þróa hugmyndir og koma þeim í framkvæmd. Þekkingarstörf geta vaxið endalaust – taka ekkert pláss og ganga ekki á sameiginlegar auðlindir okkar," sagði Árni. Því næst hnýtti hann í ríkisstjórnina fyrir að breyta menntakerfinu í það sem hann kallaði „hraðbraut” fyrir þá sem komast hratt yfir. „Það hefur hins vegar aldrei verið vandamál að komast hratt yfir í menntakerfinu,“ sagði Árni Páll og sakaði stjórnarflokkana um að loka leiðinni fyrir það fólk sem þyrfti á aðstoð að halda í gegnum kerfið. Þá sagði hann að af lestri fjárlagafrumvarpsins að dæma væri ríkisstjórnin að skila auðu í hinum fjölmörgu öngum bótakerfsins og að henni hafi misstekist að færa hana nær því kerfi sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Alþingi Flóttamenn Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, bað Alþingismenn og aðra áhorfendur um að loka augunum og koma með sér í ferðalag í upphafi ræðu sinnar í umræðum um stefnuræðu forsetisráðherra í kvöld. Áfangastaðurinn var Vatnajökull – „í sól og blíðu og víðernin blasa við,” sagði Árni „Ímyndum okkur nú að það sé fullt af fólki á Vatnajökli. Þó ekki svo troðið að við getum rétt út hendurnar og við sjáum mannmergðina,” sagði Árni. Því næst bað hann fólk um að ímynda sér tóma Lundúnaborg, „ekki hræða á götunum, ekki hræða í neðanjarðarlestunum,” því allir væru uppi á Vatnajökli. Hið sama var að segja um íbúa Sýrlands, Kína og Indlands – allir voru þeir uppi á Vatnajökli í dæmisögu formanns Samfylkingarinnar sem vildi þannig sýna fram á að heimurinn væri ekki of stór til þess að lítil þjóð gæti látið til sín taka á alþjóðavettvangi. Allur þessi mannfjöldi kæmist fyrir á einum jökli á Íslandi.Það má opna augun núna #vatnajokull #breytumheiminum #stefnuræða— Árni Páll Árnason (@ArniPallArnason) September 8, 2015 Árni Páll sagði að Íslendingar hefðu ekki látið smæð landsins aftra sér í umræðunni um móttöku flóttafólks frá stríðshrjáðum löndum fyrir botni Miðjarðarhafs. Þúsundir Íslendinga hafi boðið flóttamenn velkomna til landsins – sem honum þótti viðeigandi enda hafi íslendingar sjálfir verið flóttamenn í upphafi. „Draumurinn um að geta búið börnum okkar betri aðstæður en við sjálf nutum er sammannlegur og eilífur,“ sagði Árni Páll sem horfði mikið út fyrir landsteinanna í ræðu sinni. Þannig sagði hann íslensk stjórnmál þyrftu að miða að því að laða aftur að það fólk sem hafi flutt til nágrannalanda okkar eftir efnhagshrun. Það yrði gert með því að bjóða upp á sambærileg lífsskilyrði hér á landi og þekkjast ytra. „Þegar fólk er að lýsa þessum stöðum er eins og það sé að lýsa fjarlægu draumalandi. Hvar hefur okkur fatast flugið? Við getum ekki lifað við óbreytt ástand,” sagði Árni Páll og kallaði eftir því að þetta ástand yrði flutt inn, fremur en að fólk flytti út. Forsendur þess að mati formannsins væru byltingar. „Við þurfum byltingu. Byltingu í atvinnuþróun, velferð og stjórnarháttum. Forsenda viðsnúnings er að hér verði betur launuð störf og til þess þurfum við að reiða okkur á þekkinguna. Fjölga þekkingarstörfum og gera Ísland að besta landi í heimi til að þróa hugmyndir og koma þeim í framkvæmd. Þekkingarstörf geta vaxið endalaust – taka ekkert pláss og ganga ekki á sameiginlegar auðlindir okkar," sagði Árni. Því næst hnýtti hann í ríkisstjórnina fyrir að breyta menntakerfinu í það sem hann kallaði „hraðbraut” fyrir þá sem komast hratt yfir. „Það hefur hins vegar aldrei verið vandamál að komast hratt yfir í menntakerfinu,“ sagði Árni Páll og sakaði stjórnarflokkana um að loka leiðinni fyrir það fólk sem þyrfti á aðstoð að halda í gegnum kerfið. Þá sagði hann að af lestri fjárlagafrumvarpsins að dæma væri ríkisstjórnin að skila auðu í hinum fjölmörgu öngum bótakerfsins og að henni hafi misstekist að færa hana nær því kerfi sem þekkist í nágrannalöndum okkar.
Alþingi Flóttamenn Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira