Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. nóvember 2025 12:51 Erlingur Erlingsson Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, glímir við eina flóknustu og erfiðustu stöðu sem bandalagið hefur staðið frammi fyrir í árafjöld að mati hernaðarsagnfræðings. Bæði er uppi breytt pólitísk staða innan sjálfs bandalagsins vegna afstöðu Bandaríkjastjórnar en einnig er ófriðvænlegt í álfunni. Íslandsheimsókn Rutte er hans fyrsta frá því hann tók við stöðu framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur svaraði því játandi að uppi væru einir flóknustu og erfiðustu tímar hjá NATÓ í langan tíma, bæði hvað varðar innri pólitík og öryggismál. „Afstaða Bandaríkjastjórnar gagnvart NATO og gagnvart sameiginlegri varnarskuldbindingu bandalagsins, svokallaðri fimmtu grein, er mjög í vafa og hefur verið allt frá fyrra kjörtímabili Trumps en líka aftur núna. Það er stórt pólitískt vandamál fyrir NATO og svo er bandalagið með landvinningastríð við landamærin í austri og Rússar hafa verið í óhefðbundnu stríði við NATO-ríki allt frá 2022.“Bandaríkjastjórn hefur hvatt Úkraínu til að gefa eftir gagnvart Rússum til að friður geti orðið. Erlingur segir að Vesturlönd þurfi að hugleiða hvort þau vilji styðja betur við Úkraínu eða hvort þau sætti sig við að stríðið malli áfram án niðurstöðu.„Sem framkvæmdastjóri NATO er auðvitað hans hlutverk að huga að þeim helstu áskorunum sem bandalagið stendur frammi fyrir og reyna að afla því fylgis að aðildaþjóðirnar verði sammála um að bregðast við. Það eru ekki bara Bandaríkin sem eru á sérkennilegri vegferð, það eru ríki inni í NATO líka sem hafa ekki sömu sýn á árásarstríð Rússa gegn Úkraínu og flest ríki á Vesturlöndum hafa og á Norðurlöndum sérstaklega. Hann er í mjög erfiðri stöðu en það er ekki svo að þetta sé einungis verkefni NATO og það er hefð fyrir því innan Atlandshafsbandalagsins að hópar ríkja innan bandalagsins taki sig saman um aðgerðir þegar ekki næst samstaða allra aðildarríkjanna.“ En svo þyrfti Rutte að horfa til lengri tíma.„Hann hefur talað mjög skýrt, eins og Jens Stoltenberg forveri hans gerði, um að hervæðing Rússlands og hervæðing alls rússnesks samfélags og efnahagslífs, sem hefur verið í stríðinu, að miklu leyti þýði það að NATO standi frammi fyrir átökum við Rússland innan fárra ára. Hann er með tvöfalda áskorun, það er kapphlaup bandalagsins að vera tilbúið til að vonandi fæla Rússa frá slíkum átökum eða þá að verjast af krafti ef til þeirra kemur og síðan er hitt verkefnið að tryggja að Úkraínustríðið fái réttlátan og ásættanlegan endi.“ Innrás Rússa í Úkraínu NATO Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Tengdar fréttir Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Í dag var undirritaður samningur um uppbyggingu mannvirkja í Helguvík í samstarfi við Atlantshafsbandalagið og nemur fjárfesting NATO allt að tíu milljörðum króna. Utanríkisráðherra segir framkvæmdina sýna að Ísland sé verðugur bandamaður innan NATO. 27. nóvember 2025 11:55 Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, heimsækir Ísland í dag. Hann mun eiga fundi með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra og með fulltrúum utanríkismálanefndar og Íslandsdeildar NATO þingsins. 27. nóvember 2025 06:32 Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Strategísk hnattræn lega Íslands, sem áður stuðlaði að öryggi landsins, er nú meginorsök þess hve viðkvæmt landið er gagnvart ytri ógnum. Þannig er það sem lengi var helsti öryggisstyrkleiki landsins orðinn að veikleika. Þetta er mat greinanda í öryggis- og varnarmálum sem skrifar greiningu um öryggismál Íslands sem birtist í stórri erlendri hugveitu í gær. 25. nóvember 2025 12:51 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Íslandsheimsókn Rutte er hans fyrsta frá því hann tók við stöðu framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur svaraði því játandi að uppi væru einir flóknustu og erfiðustu tímar hjá NATÓ í langan tíma, bæði hvað varðar innri pólitík og öryggismál. „Afstaða Bandaríkjastjórnar gagnvart NATO og gagnvart sameiginlegri varnarskuldbindingu bandalagsins, svokallaðri fimmtu grein, er mjög í vafa og hefur verið allt frá fyrra kjörtímabili Trumps en líka aftur núna. Það er stórt pólitískt vandamál fyrir NATO og svo er bandalagið með landvinningastríð við landamærin í austri og Rússar hafa verið í óhefðbundnu stríði við NATO-ríki allt frá 2022.“Bandaríkjastjórn hefur hvatt Úkraínu til að gefa eftir gagnvart Rússum til að friður geti orðið. Erlingur segir að Vesturlönd þurfi að hugleiða hvort þau vilji styðja betur við Úkraínu eða hvort þau sætti sig við að stríðið malli áfram án niðurstöðu.„Sem framkvæmdastjóri NATO er auðvitað hans hlutverk að huga að þeim helstu áskorunum sem bandalagið stendur frammi fyrir og reyna að afla því fylgis að aðildaþjóðirnar verði sammála um að bregðast við. Það eru ekki bara Bandaríkin sem eru á sérkennilegri vegferð, það eru ríki inni í NATO líka sem hafa ekki sömu sýn á árásarstríð Rússa gegn Úkraínu og flest ríki á Vesturlöndum hafa og á Norðurlöndum sérstaklega. Hann er í mjög erfiðri stöðu en það er ekki svo að þetta sé einungis verkefni NATO og það er hefð fyrir því innan Atlandshafsbandalagsins að hópar ríkja innan bandalagsins taki sig saman um aðgerðir þegar ekki næst samstaða allra aðildarríkjanna.“ En svo þyrfti Rutte að horfa til lengri tíma.„Hann hefur talað mjög skýrt, eins og Jens Stoltenberg forveri hans gerði, um að hervæðing Rússlands og hervæðing alls rússnesks samfélags og efnahagslífs, sem hefur verið í stríðinu, að miklu leyti þýði það að NATO standi frammi fyrir átökum við Rússland innan fárra ára. Hann er með tvöfalda áskorun, það er kapphlaup bandalagsins að vera tilbúið til að vonandi fæla Rússa frá slíkum átökum eða þá að verjast af krafti ef til þeirra kemur og síðan er hitt verkefnið að tryggja að Úkraínustríðið fái réttlátan og ásættanlegan endi.“
Innrás Rússa í Úkraínu NATO Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Tengdar fréttir Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Í dag var undirritaður samningur um uppbyggingu mannvirkja í Helguvík í samstarfi við Atlantshafsbandalagið og nemur fjárfesting NATO allt að tíu milljörðum króna. Utanríkisráðherra segir framkvæmdina sýna að Ísland sé verðugur bandamaður innan NATO. 27. nóvember 2025 11:55 Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, heimsækir Ísland í dag. Hann mun eiga fundi með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra og með fulltrúum utanríkismálanefndar og Íslandsdeildar NATO þingsins. 27. nóvember 2025 06:32 Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Strategísk hnattræn lega Íslands, sem áður stuðlaði að öryggi landsins, er nú meginorsök þess hve viðkvæmt landið er gagnvart ytri ógnum. Þannig er það sem lengi var helsti öryggisstyrkleiki landsins orðinn að veikleika. Þetta er mat greinanda í öryggis- og varnarmálum sem skrifar greiningu um öryggismál Íslands sem birtist í stórri erlendri hugveitu í gær. 25. nóvember 2025 12:51 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Í dag var undirritaður samningur um uppbyggingu mannvirkja í Helguvík í samstarfi við Atlantshafsbandalagið og nemur fjárfesting NATO allt að tíu milljörðum króna. Utanríkisráðherra segir framkvæmdina sýna að Ísland sé verðugur bandamaður innan NATO. 27. nóvember 2025 11:55
Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, heimsækir Ísland í dag. Hann mun eiga fundi með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra og með fulltrúum utanríkismálanefndar og Íslandsdeildar NATO þingsins. 27. nóvember 2025 06:32
Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Strategísk hnattræn lega Íslands, sem áður stuðlaði að öryggi landsins, er nú meginorsök þess hve viðkvæmt landið er gagnvart ytri ógnum. Þannig er það sem lengi var helsti öryggisstyrkleiki landsins orðinn að veikleika. Þetta er mat greinanda í öryggis- og varnarmálum sem skrifar greiningu um öryggismál Íslands sem birtist í stórri erlendri hugveitu í gær. 25. nóvember 2025 12:51