FH vann sér í dag sæti í Pepsi-deild kvenna eftir eins árs fjarveru.
FH-ingar töpuðu reyndar seinni leiknum gegn HK/Víkingi í umspili um sæti í Pepsi-deildinni í dag með tveimur mörkum gegn einu. Það kom þó ekki að sök því Fimleikafélagið vann fyrri leikinn í Kaplakrika, 3-1.
FH komst yfir með marki Öldu Ólafsdóttur á 18. mínútu en Elma Lára Auðunsdóttir jafnaði metin fyrir Fossvogsliðið á þeirri 31.
Staðan var 1-1 í hálfleik en strax eftir þriggja mínútna leik í seinni hálfleik fékk Berglind Bjarnadóttir, leikmaður HK/Víkings, að líta rauða spjaldið.
Einni færri tókst HK/Víkingi að komast yfir með marki Milenu Pesic á 68. mínútu en þeim tókst ekki að skora þriðja markið sem hefði tryggt þeim framlengingu.
FH vann því einvígið 4-3 og leikur í deild þeirra bestu á næsta ári.
FH komið upp í Pepsi-deild kvenna
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn



FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn


Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn


