Félag atvinnurekenda fagnar tollalækkun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. september 2015 14:45 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Vísir/VG Félag atvinnurekenda fagnar því að í fjárlagafrumvarpi næsta árs sé kveðið á um afnám tolla af fötum og skóm um áramót en harmar það að ekki sé gert ráð fyrir lækkun tryggingagjalds í fjárlagafrumvarpi 2016 sem kynnt var í dag. Þetta segir í frétt á vefsíðu félagsins. Stjórn FA fagnar áformum stjórnvalda um að afnema fleiri tolla á næsta ári. Segir FA að tollalækkunaráform stjórnvalda séu mikilvægt framhald þess afnáms vörugjalda sem hófst um síðustu áramót og stórt skref í átt til þess að efla frjálsa milliríkjaverslun. FA hvetur til þess að þessi áform nái til alls innflutnings, og að einstökum atvinnugreinum sé ekki hlíft við þeirri samkeppni sem felst í viðskiptafrelsi. Stjórn FA skorar á ríkisstjórnina að endurskoða þá afstöðu sína að viðhalda tollum á ýmsar innfluttar matvörur. Að mati FA hækka matartollarnir vöruverð í landinu og vernda óhagkvæmar búgreinar fyrir erlendri samkeppni, sem FA telur að myndi hvetja til hagræðingar og vöruþróunar. Segir ennfremur að í sumum tilvikum séu lagðir gífurlegir tollar á innfluttar matvörur án þess að séð verði að verið sé að vernda neina innlenda starfsemi. Stjórn FA harmar þó að ekki sé gert ráð fyrir lækkun á tryggingargjaldi umfram þá litlu breytingu sem áður hafði verið ákveðin. Það sé ekki í samræmi við fyrri ummæli fjármálaráðherra um að hann vildi leita leiða til að flýta lækkun tryggingagjalds. FA telur að háir launaskattar, á borð við tryggingagjaldið, draga úr getu fyrirtækja til að greiða hærri laun eða bæta við sig fólki. Hátt tryggingagjald stuðli því í raun að auknu atvinnuleysi og torveldar fyrirtækjum að taka á sig þær byrðar sem felast í nýgerðum kjarasamningum. Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Félag atvinnurekenda fagnar því að í fjárlagafrumvarpi næsta árs sé kveðið á um afnám tolla af fötum og skóm um áramót en harmar það að ekki sé gert ráð fyrir lækkun tryggingagjalds í fjárlagafrumvarpi 2016 sem kynnt var í dag. Þetta segir í frétt á vefsíðu félagsins. Stjórn FA fagnar áformum stjórnvalda um að afnema fleiri tolla á næsta ári. Segir FA að tollalækkunaráform stjórnvalda séu mikilvægt framhald þess afnáms vörugjalda sem hófst um síðustu áramót og stórt skref í átt til þess að efla frjálsa milliríkjaverslun. FA hvetur til þess að þessi áform nái til alls innflutnings, og að einstökum atvinnugreinum sé ekki hlíft við þeirri samkeppni sem felst í viðskiptafrelsi. Stjórn FA skorar á ríkisstjórnina að endurskoða þá afstöðu sína að viðhalda tollum á ýmsar innfluttar matvörur. Að mati FA hækka matartollarnir vöruverð í landinu og vernda óhagkvæmar búgreinar fyrir erlendri samkeppni, sem FA telur að myndi hvetja til hagræðingar og vöruþróunar. Segir ennfremur að í sumum tilvikum séu lagðir gífurlegir tollar á innfluttar matvörur án þess að séð verði að verið sé að vernda neina innlenda starfsemi. Stjórn FA harmar þó að ekki sé gert ráð fyrir lækkun á tryggingargjaldi umfram þá litlu breytingu sem áður hafði verið ákveðin. Það sé ekki í samræmi við fyrri ummæli fjármálaráðherra um að hann vildi leita leiða til að flýta lækkun tryggingagjalds. FA telur að háir launaskattar, á borð við tryggingagjaldið, draga úr getu fyrirtækja til að greiða hærri laun eða bæta við sig fólki. Hátt tryggingagjald stuðli því í raun að auknu atvinnuleysi og torveldar fyrirtækjum að taka á sig þær byrðar sem felast í nýgerðum kjarasamningum.
Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira