Sýrlenskur flóttamaður í Ungverjalandi segir að flóttamannabúðir þar í landi líkist frekar fangelsi en griðastað. Talsmaður ungverskra mannréttindasamtaka segir að yfirvöld sýni lítinn áhuga á að leysa vandann.
í Roszke-flóttamannabúðunum í austurhluta Ungverjalands eru þeir flóttamenn færðir sem koma yfir landamæri landsins frá Serbíu. Þar býr fólk við bágbornar aðstæður í hermannatjöldum við gaddavír og stálgirðingar. Rusl út um allt og aðstæður þær verstu.
Um 500 til 1000 flóttamenn hafa verið að meðaltali í búðunum að undanförnu. Þarna er flóttamönnum haldið áður en þeir fá leyfi til að halda áfram. Loftið lyktar af mannaskít og hverskonar úrgangi og vistin reynist mörgum þungbær.
Flóttamenn í búðum líkja þeim við Gvantanamó-fangabúðirnar á Kúbu sem alræmdar eru fyrir illa meðferð á þeim sem þar er haldið.
Höskuldur Kári Schram, fréttamaður hjá 365, heimsótti búðirnar í dag og má sjá myndband af för hans hér að ofan.
