Á alþjóðadegi læsis Illugi Gunnarsson skrifar 8. september 2015 08:00 Í dag er alþjóðadagur læsis. Samfara auknu læsi aukast möguleikar barna um allan heim á því að mennta sig og þar með bæta lífskjör sín. Um leið og læsi er lykill að innihaldsríku lífi, þá veitir það börnum möguleika á því að virkja hæfileika sína og láta drauma rætast. Börn hinna ríku Vesturlandabúa sem og fátæk börn í þróunarlöndunum eiga það öll sammerkt að læsi er forsenda þess að þau geti spjarað sig. Það er því ekki að furða að UNESCO skuli hafa allt frá árinu 1965 tileinkað þennan dag læsi. Í yfirlýsingu UNESCO segir að læsi sé grunnlífsleikni, kjarni alls náms og varði því alla.Þjóðarsáttmáli um læsi Þessa dagana eru sveitafélögin, sem bera ábyrgð á rekstri grunnskólanna, og mennta- og menningamálaráðuneytið að undirrita samninga um 5 ára átak til að efla læsi. Markmiðið er að börnin okkar geti lesið sér til gagns við lok grunnskóla. Öllum má vera ljóst mikilvægi þessa. Um 99% af krökkunum sem luku grunnskóla í vor sem leið, skráðu sig til náms í framhaldsskóla. Enginn þarf því að efast um að börnin okkar skilji ekki mikilvægi náms. En möguleikar þeirra barna sem ekki geta lesið sér til gagns á því að ráða við námið eru mjög skertir. 30% drengja eru í slíkri stöðu við lok grunnskóla og 12% stúlkna. Líkurnar á því að þau börn heltist úr lestinni er því meiri en minni og tap þeirra og samfélagsins verður mikið.Jöfn tækifæri Undirtónn Þjóðarsáttmálans um læsi, sem verður undirritaður af ríki, sveitarfélögum og Heimili og skóla, er sá að börnin okkar eiga að búa að sömu tækifærum í lífinu við lok grunnskólagöngunnar, óháð efnahag eða félagslegri stöðu foreldra þeirra. Erlendar rannsóknir sýna þannig að ekki verður um villst að þeir einstaklingar sem ekki geta lesið sér til gagns standa mun verr að vígi en þeir sem það geta. Það er því okkar verkefni, foreldra, kennara, sveitarfélaga og ríkis, að gera allt sem í okkar valdi stendur til að börnin okkar verði læs, annað er ekki boðlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðadagur læsis. Samfara auknu læsi aukast möguleikar barna um allan heim á því að mennta sig og þar með bæta lífskjör sín. Um leið og læsi er lykill að innihaldsríku lífi, þá veitir það börnum möguleika á því að virkja hæfileika sína og láta drauma rætast. Börn hinna ríku Vesturlandabúa sem og fátæk börn í þróunarlöndunum eiga það öll sammerkt að læsi er forsenda þess að þau geti spjarað sig. Það er því ekki að furða að UNESCO skuli hafa allt frá árinu 1965 tileinkað þennan dag læsi. Í yfirlýsingu UNESCO segir að læsi sé grunnlífsleikni, kjarni alls náms og varði því alla.Þjóðarsáttmáli um læsi Þessa dagana eru sveitafélögin, sem bera ábyrgð á rekstri grunnskólanna, og mennta- og menningamálaráðuneytið að undirrita samninga um 5 ára átak til að efla læsi. Markmiðið er að börnin okkar geti lesið sér til gagns við lok grunnskóla. Öllum má vera ljóst mikilvægi þessa. Um 99% af krökkunum sem luku grunnskóla í vor sem leið, skráðu sig til náms í framhaldsskóla. Enginn þarf því að efast um að börnin okkar skilji ekki mikilvægi náms. En möguleikar þeirra barna sem ekki geta lesið sér til gagns á því að ráða við námið eru mjög skertir. 30% drengja eru í slíkri stöðu við lok grunnskóla og 12% stúlkna. Líkurnar á því að þau börn heltist úr lestinni er því meiri en minni og tap þeirra og samfélagsins verður mikið.Jöfn tækifæri Undirtónn Þjóðarsáttmálans um læsi, sem verður undirritaður af ríki, sveitarfélögum og Heimili og skóla, er sá að börnin okkar eiga að búa að sömu tækifærum í lífinu við lok grunnskólagöngunnar, óháð efnahag eða félagslegri stöðu foreldra þeirra. Erlendar rannsóknir sýna þannig að ekki verður um villst að þeir einstaklingar sem ekki geta lesið sér til gagns standa mun verr að vígi en þeir sem það geta. Það er því okkar verkefni, foreldra, kennara, sveitarfélaga og ríkis, að gera allt sem í okkar valdi stendur til að börnin okkar verði læs, annað er ekki boðlegt.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar