Ríkisvaldið mismunar starfsmönnum sínum Árni Stefán Jónsson og Kristín Á. Guðmundsdóttir og Snorri Magnússon skrifa 8. september 2015 08:00 Samninganefndir SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna urðu fyrir gríðarlegum vonbrigðum með útspil samninganefndar ríkisins við framlögðum drögum félaganna að launalið kjarasamninga félaganna á síðasta fundi sínum hjá sáttasemjara. Kröfur félaganna byggja að öllu leyti á þeim samningum sem ríkið hefur þegar gert við aðra ríkisstarfsmenn og á niðurstöðum gerðardóms. Því bjuggust samninganefndir félaganna við umræðu um þau drög á fundi samninganefndanna, enda var gert samkomulag á milli samningsaðila í sumar um að bíða eftir niðurstöðum gerðardóms. Nú, þegar ítarlega rökstudd niðurstaða dómsins liggur fyrir, er í raun ótrúlegt að ríkisvaldið neiti að horfast í augu við þá niðurstöðu og kjósi frekar að efla til ófriðar við þrjú stærstu félög ríkisstarfsmanna innan vébanda BSRB og mismuna þannig starfsmönnum sínum gróflega. Í tilboði ríkisins, sem lagt var fyrir samninganefndir félaganna í síðastliðinni viku, er ljóst að ríkisvaldið ætlar þeim hópum ríkisstarfsmanna sem lægst launin hafa að fá mun minni launahækkanir en þegar hefur verið samið um við aðra. Það er algjörlega klárt að þessir starfsmenn munu aldrei sætta sig við slíka mismunun og ef við sem erum í forsvari fyrir þá gerum slíkan samning yrði hann felldur með öllum greiddum atkvæðum. Fram kemur í gerðardómnum að niðurstaða hans varðandi hjúkrunarfræðinga og BHM sé í takti við kjarasamninga sem þegar hafa verið gerðir á almennum vinnumarkaði. Krafa opinberra starfsmanna undanfarin misseri hefur verið sú að ná fram jafnrétti í launum á við launafólk á almennum markað. Allar launakannanir, bæði þær sem eru gerðar á vegum stéttarfélaganna sjálfra og tölur frá Hagstofu Íslands, sýna að opinberir starfsmenn bera skarðan hlut frá borði. Laun þeirra eru á bilinu 16-17% lægri en þeirra sem starfa á almennum vinnumarkaði. Þetta er óásættanlegt og þarf að leiðrétta. Samninganefndir félaganna skora á ríkisstjórnina að endurskoða tilboð sitt svo samningar náist án íþyngjandi aðgerða með öllum þeim skaða sem af þeim hlýst. Samninganefndir SFR stéttarfélags í almannaþjónustu, Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) og Landssambands lögreglumanna (LL) standa sameiginlega í kjaraviðræðum við samninganefnd ríkisins, en félögin þrjú eru stærstu félögin innan BSRB sem semja við ríkið og hópurinn sem samið verður fyrir telur rúmlega 5.200 manns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Samninganefndir SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna urðu fyrir gríðarlegum vonbrigðum með útspil samninganefndar ríkisins við framlögðum drögum félaganna að launalið kjarasamninga félaganna á síðasta fundi sínum hjá sáttasemjara. Kröfur félaganna byggja að öllu leyti á þeim samningum sem ríkið hefur þegar gert við aðra ríkisstarfsmenn og á niðurstöðum gerðardóms. Því bjuggust samninganefndir félaganna við umræðu um þau drög á fundi samninganefndanna, enda var gert samkomulag á milli samningsaðila í sumar um að bíða eftir niðurstöðum gerðardóms. Nú, þegar ítarlega rökstudd niðurstaða dómsins liggur fyrir, er í raun ótrúlegt að ríkisvaldið neiti að horfast í augu við þá niðurstöðu og kjósi frekar að efla til ófriðar við þrjú stærstu félög ríkisstarfsmanna innan vébanda BSRB og mismuna þannig starfsmönnum sínum gróflega. Í tilboði ríkisins, sem lagt var fyrir samninganefndir félaganna í síðastliðinni viku, er ljóst að ríkisvaldið ætlar þeim hópum ríkisstarfsmanna sem lægst launin hafa að fá mun minni launahækkanir en þegar hefur verið samið um við aðra. Það er algjörlega klárt að þessir starfsmenn munu aldrei sætta sig við slíka mismunun og ef við sem erum í forsvari fyrir þá gerum slíkan samning yrði hann felldur með öllum greiddum atkvæðum. Fram kemur í gerðardómnum að niðurstaða hans varðandi hjúkrunarfræðinga og BHM sé í takti við kjarasamninga sem þegar hafa verið gerðir á almennum vinnumarkaði. Krafa opinberra starfsmanna undanfarin misseri hefur verið sú að ná fram jafnrétti í launum á við launafólk á almennum markað. Allar launakannanir, bæði þær sem eru gerðar á vegum stéttarfélaganna sjálfra og tölur frá Hagstofu Íslands, sýna að opinberir starfsmenn bera skarðan hlut frá borði. Laun þeirra eru á bilinu 16-17% lægri en þeirra sem starfa á almennum vinnumarkaði. Þetta er óásættanlegt og þarf að leiðrétta. Samninganefndir félaganna skora á ríkisstjórnina að endurskoða tilboð sitt svo samningar náist án íþyngjandi aðgerða með öllum þeim skaða sem af þeim hlýst. Samninganefndir SFR stéttarfélags í almannaþjónustu, Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) og Landssambands lögreglumanna (LL) standa sameiginlega í kjaraviðræðum við samninganefnd ríkisins, en félögin þrjú eru stærstu félögin innan BSRB sem semja við ríkið og hópurinn sem samið verður fyrir telur rúmlega 5.200 manns.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun