Bein útsending frá setningu Alþingis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. september 2015 10:30 Forseti Íslands, biskup Íslands, séra Toshiki Toma og þingmenn ganga til kirkju í morgun. vísir/vilhelm Vísir er með beina útsendingu frá setningu 145. löggjafarþings. Fylgjast má með útsendingunni í spilaranum neðst í fréttinni. Á vef Alþingis kemur fram að þingsetningarathöfnin hefst kl. 10.30 þriðjudaginn 8. september með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Séra Toshiki Toma, prestur innflytjenda, prédikar og séra Hjálmar Jónsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, þjónar fyrir altari ásamt biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur. Organisti Dómkirkjunnar, Kári Þormar, leikur á orgel og kammerkór Dómkirkjunnar syngur við athöfnina. Að guðsþjónustu lokinni ganga forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins. Forseti Íslands setur Alþingi, 145. löggjafarþing, og að því loknu flytur forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, ávarp. Strengjakvartett leikur tónlist við þingsetningarathöfnina. Þingsetningarfundi verður síðan frestað til kl. 13.00. Þegar þingsetningarfundi verður fram haldið verður hlutað um sæti þingmanna. Fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016 verður þá útbýtt.Yfirlit helstu atriða þingsetningar: Kl. 10.25 Þingmenn ganga til kirkju. Kl. 10.30 Guðsþjónusta. Kl. 11.02 Þingmenn ganga úr kirkju í Alþingishúsið. Kl. 11.10 Forseti Íslands setur þingið og flytur ávarp. Kl. 11.30 Strengjakvartett flytur Hver á sér fegra föðurland. Strengjakvartettinn skipa Auður Hafsteinsdóttir og Helga Steinunn Torfadóttir, fiðlur, Matthías Stefánsson, víóla, og Bryndís Halla Gylfadóttir, selló. Kl. 11.33 Forseti Alþingis flytur ávarp. Kl. 11.40 Hlé á þingsetningarfundi fram til kl. 13.00.Framhald þingsetningarfundar: Kl. 13.00 Tilkynningar, útbýting fjárlagafrumvarps 2016 og hlutað um sæti þingmanna. Kl. 13.20 Fundi slitið. Bein útsending verður frá þingsetningarathöfninni í Ríkisútvarpinu og á sjónvarpsrás og vef Alþingis. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana verða að kvöldi þingsetningardags, 8. september kl. 19.40. Fjármálaráðherra mælir fyrir frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2016 fimmtudaginn 10. september kl. 10.30. Alþingi Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Vísir er með beina útsendingu frá setningu 145. löggjafarþings. Fylgjast má með útsendingunni í spilaranum neðst í fréttinni. Á vef Alþingis kemur fram að þingsetningarathöfnin hefst kl. 10.30 þriðjudaginn 8. september með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Séra Toshiki Toma, prestur innflytjenda, prédikar og séra Hjálmar Jónsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, þjónar fyrir altari ásamt biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur. Organisti Dómkirkjunnar, Kári Þormar, leikur á orgel og kammerkór Dómkirkjunnar syngur við athöfnina. Að guðsþjónustu lokinni ganga forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins. Forseti Íslands setur Alþingi, 145. löggjafarþing, og að því loknu flytur forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, ávarp. Strengjakvartett leikur tónlist við þingsetningarathöfnina. Þingsetningarfundi verður síðan frestað til kl. 13.00. Þegar þingsetningarfundi verður fram haldið verður hlutað um sæti þingmanna. Fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016 verður þá útbýtt.Yfirlit helstu atriða þingsetningar: Kl. 10.25 Þingmenn ganga til kirkju. Kl. 10.30 Guðsþjónusta. Kl. 11.02 Þingmenn ganga úr kirkju í Alþingishúsið. Kl. 11.10 Forseti Íslands setur þingið og flytur ávarp. Kl. 11.30 Strengjakvartett flytur Hver á sér fegra föðurland. Strengjakvartettinn skipa Auður Hafsteinsdóttir og Helga Steinunn Torfadóttir, fiðlur, Matthías Stefánsson, víóla, og Bryndís Halla Gylfadóttir, selló. Kl. 11.33 Forseti Alþingis flytur ávarp. Kl. 11.40 Hlé á þingsetningarfundi fram til kl. 13.00.Framhald þingsetningarfundar: Kl. 13.00 Tilkynningar, útbýting fjárlagafrumvarps 2016 og hlutað um sæti þingmanna. Kl. 13.20 Fundi slitið. Bein útsending verður frá þingsetningarathöfninni í Ríkisútvarpinu og á sjónvarpsrás og vef Alþingis. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana verða að kvöldi þingsetningardags, 8. september kl. 19.40. Fjármálaráðherra mælir fyrir frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2016 fimmtudaginn 10. september kl. 10.30.
Alþingi Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira