Sport

Júlían heimsmeistari í kraftlyftingum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kraftlyftingarlið Íslands.
Kraftlyftingarlið Íslands. vísir/aðsend
Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingarmaður úr Ármanni, varð heimsmeistari unglinga í kraftlyftingum í dag, en hann sigraði í +120 kg flokki.

Hann varð heimsmeistari í yfirþungarvikt í samanlögðum árangri á heimsmeistaramótinu IPF, en mótið fór fram í Prag. Því lauk í dag.

Hann vann gull í hnébeygju og réttstöðu, en hreppti silfrið í bekkpressu. Hann tók 375 í hnébeygju, 285 kíló í bekkpressu og 352,5 í réttstöðu.

Íslenska karlaliðið endaði í sjötta sæti í samanlögðum árangri í unglingaflokki, en Viktor Samúelsson, KFA, vann bronsverðlaun í -120 kíló flokki með 965 kg samanlagt.

Guðfinnur Snær Magnússon, Breiðabliki, vann silfurverðlaun með 740 kg samanlagt, en einnig vann hann silfur í hnébeygju og bekkpressu.

Þorbergur Guðmundsson, Patreksfirði, hreppti silfurverðlaun í réttstöðu í +120 kg flokki unglinga, en samanlagt lenti hann í fjórða sæti samanlagt.

Hér má sjá sigurlyftu Júlíans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×