Nánasarlegt heildarframlag Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 5. september 2015 10:45 Reynsla af flóttafólki á Íslandi er góð. Hingað hafa verið boðnir örfáir hópar kvótaflóttafólks á sextíu árum. Fyrst nokkrir tugir Ungverja og hópur Júgóslava á sjötta áratugnum. Fáeinir hópar bátafólks frá Víetnam komu á áttunda og níunda áratugnum. Við bættist fólk sem flúði hildarleikinn á Balkanskaga rétt fyrir aldamótin. Síðan hefur verið tekið á móti fáum en smáum hópum, einkum frá botni Miðjarðarhafsins. Við bætast einstaklingar, sem telja má á fingrum sér, frá stríðshrjáðum Afríkuríkjum, Afganistan og Írak. Alls eru þetta á sjötta hundrað manneskjur. Það er lág tala í öllum samanburði. Vandinn er risavaxinn. Milljónir hrekjast allslausar frá heimilum sínum ár hvert í leit að mannsæmandi lífi. Í Sýrlandi virtist flest leika í lyndi fyrir fáum árum. Stór og vel menntuð millistétt taldi sig búa við öryggi og hagsæld. Damaskus, höfuðborgin, þótti aðlaðandi heimsborg, sem æ fleiri heimsóttu. Múslimskur meirihluti, kristinn minnihluti og þjóðarbrot gyðinga lifðu þar í prýðilegri sátt. Örlög Sýrlendinga eru vitnisburður um óbærilegan hverfulleika mannlífsins. Hlutur Íslands í flóttamannahjálp er skorinn við nögl. Sama á við um opinber framlög til mannúðarmála, sem eiga að styðja flóttafólk nálægt heimaslóðum í von um að það geti snúið heim. Við erum eftirbátar allra þjóða sem við erum efnahagslega samskipa. En heimildir herma að gestrisni fórnfúsra sjálfboðaliða, sem Rauði krossinn þjálfar í samvinnu við sveitarfélög, sé til mikils sóma. Verklagið sé til eftirbreytni. Fjöldi fólks um allt land er reiðubúið að halda merkinu á lofti. Við getum því hæglega tekið á móti miklu fleira flóttafólki. Heildarframlagið er nánasarlegt en framlag einstakra byggða rausnarlegt. Ísfirðingar, Hornfirðingar, Siglfirðingar, Blönduósbúar, Dalvíkingar, Skagamenn og Fjarðabyggðarfólk hafa tekið á móti hópum, sem munar um. Þrjátíu stríðshrjáðir einstaklingar frá framandi landi setja svip sinn á þúsund manna bæjarfélag. Ekki ber á öðru en að reynsla heimafólks sé góð. Aðkomufólkið hafi auðgað bæjarbraginn og lifað í sátt og samlyndi við nýja granna sína. Langflestir hafa spjarað sig vel í lífsbaráttunni. „Á móti okkur tók yndislegasta fólk sem ég hef á ævinni fengið að kynnast,“ skrifar Jovana Schally, háskólanemi, á Facebook. Hún var barn í hópi serbneskra flóttamanna sem settust að á Ísafirði fyrir tuttugu árum. Hópurinn hefur ílengst og í honum er að finna verðandi lækna, kennara, sálfræðinga, lögfræðinga, félagsráðgjafa og stjórnmálafólk, einstaklinga sem munu ef að líkum lætur endurgjalda samfélaginu allan kostnað við komu þeirra og stuðning fyrstu skrefin – og gott betur! Breska vikuritið Economist kemst að þeirri niðurstöðu í nýlegri úttekt að oftar en ekki sé beinlínis efnahagslegur ávinningur af því að taka á móti flóttafólki. Það kemur sjálfboðaliðum á íslenskri landsbyggð ekki á óvart. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Reynsla af flóttafólki á Íslandi er góð. Hingað hafa verið boðnir örfáir hópar kvótaflóttafólks á sextíu árum. Fyrst nokkrir tugir Ungverja og hópur Júgóslava á sjötta áratugnum. Fáeinir hópar bátafólks frá Víetnam komu á áttunda og níunda áratugnum. Við bættist fólk sem flúði hildarleikinn á Balkanskaga rétt fyrir aldamótin. Síðan hefur verið tekið á móti fáum en smáum hópum, einkum frá botni Miðjarðarhafsins. Við bætast einstaklingar, sem telja má á fingrum sér, frá stríðshrjáðum Afríkuríkjum, Afganistan og Írak. Alls eru þetta á sjötta hundrað manneskjur. Það er lág tala í öllum samanburði. Vandinn er risavaxinn. Milljónir hrekjast allslausar frá heimilum sínum ár hvert í leit að mannsæmandi lífi. Í Sýrlandi virtist flest leika í lyndi fyrir fáum árum. Stór og vel menntuð millistétt taldi sig búa við öryggi og hagsæld. Damaskus, höfuðborgin, þótti aðlaðandi heimsborg, sem æ fleiri heimsóttu. Múslimskur meirihluti, kristinn minnihluti og þjóðarbrot gyðinga lifðu þar í prýðilegri sátt. Örlög Sýrlendinga eru vitnisburður um óbærilegan hverfulleika mannlífsins. Hlutur Íslands í flóttamannahjálp er skorinn við nögl. Sama á við um opinber framlög til mannúðarmála, sem eiga að styðja flóttafólk nálægt heimaslóðum í von um að það geti snúið heim. Við erum eftirbátar allra þjóða sem við erum efnahagslega samskipa. En heimildir herma að gestrisni fórnfúsra sjálfboðaliða, sem Rauði krossinn þjálfar í samvinnu við sveitarfélög, sé til mikils sóma. Verklagið sé til eftirbreytni. Fjöldi fólks um allt land er reiðubúið að halda merkinu á lofti. Við getum því hæglega tekið á móti miklu fleira flóttafólki. Heildarframlagið er nánasarlegt en framlag einstakra byggða rausnarlegt. Ísfirðingar, Hornfirðingar, Siglfirðingar, Blönduósbúar, Dalvíkingar, Skagamenn og Fjarðabyggðarfólk hafa tekið á móti hópum, sem munar um. Þrjátíu stríðshrjáðir einstaklingar frá framandi landi setja svip sinn á þúsund manna bæjarfélag. Ekki ber á öðru en að reynsla heimafólks sé góð. Aðkomufólkið hafi auðgað bæjarbraginn og lifað í sátt og samlyndi við nýja granna sína. Langflestir hafa spjarað sig vel í lífsbaráttunni. „Á móti okkur tók yndislegasta fólk sem ég hef á ævinni fengið að kynnast,“ skrifar Jovana Schally, háskólanemi, á Facebook. Hún var barn í hópi serbneskra flóttamanna sem settust að á Ísafirði fyrir tuttugu árum. Hópurinn hefur ílengst og í honum er að finna verðandi lækna, kennara, sálfræðinga, lögfræðinga, félagsráðgjafa og stjórnmálafólk, einstaklinga sem munu ef að líkum lætur endurgjalda samfélaginu allan kostnað við komu þeirra og stuðning fyrstu skrefin – og gott betur! Breska vikuritið Economist kemst að þeirri niðurstöðu í nýlegri úttekt að oftar en ekki sé beinlínis efnahagslegur ávinningur af því að taka á móti flóttafólki. Það kemur sjálfboðaliðum á íslenskri landsbyggð ekki á óvart.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun