HK gulltryggði sæti sitt í 1. deild á næsta ári með naumum sigri á Fram í Kórnum í kvöld en sigurmark HK af vítapunktinum kom á 93. mínútu.
Liðin sitja í 8. og 9. sæti 1.deildarinnar eftir 20 leiki og virðast vera sloppin fyrir horn í fallbaráttunni en Grótta á enn tölfræðilega möguleika á að ná Fram eftir leik kvöldsins.
Fram átti mun fleiri skot í leiknum en það voru heimamenn sem skoruðu eina mark leiksins. Var þar að verki fyrrum leikmaður Fram, Guðmundur Magnússon, af vítapunktinum á 93. mínútu.
Allt annað en sigur hjá Gróttu gegn Selfossi á morgun þýðir að sæti Fram á næsta ári er öruggt en Fram mætir Víking Ólafsvík á heimavelli í næstu umferð
HK stal sigrinum á lokamínútunum
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið


„Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“
Íslenski boltinn


Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af
Körfubolti


Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu
Enski boltinn

Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum
Íslenski boltinn


