Stærstur hluti svarenda, eða einn af hverjum fimm, taldi að við ættum að taka við allt að fimmtíu flóttamönnum. Í kjölfar þess fylgdu svarmöguleikarnir „meira en 2000 flóttamönnum“ og „allt að 500“ með tæp fimmtán prósent. 11,5% svöruðu að Ísland ætti ekki að taka á móti flóttamönnum.
Þeir sem studdu ríkisstjórnina vildu síst taka á móti flóttamönnum. Ríflega fjórir af hverjum tíu deildu sér niður á tvö lægstu þrepin, þ.e. enginn flóttamaður eða allt að fimmtíu. Þau þrep voru helmingi óvinsælli hjá þeim sem ekki styðja ríkisstjórnina. Stuðningsmenn Bjartrar framtíðar eru hlynntastir því að taka á móti flóttafólki á meðan stuðningsmenn Framsóknarflokks eru andvígastir þeim. Tæplega helmingur Framsóknarmanna vildi taka á móti engum eða allt að fimmtíu flóttamönnum.
