Drengnum sem drukknaði var neitað um hæli í Kanada Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2015 10:30 Lögreglumaður kemur að líki Aylan Kurdi í Tyrklandi. Bróðir hans rak á land skammt frá. Vísir/AFP Mynd af þriggja ára sýrlenskum dreng sem drukknaði ásamt móður sinni og bróður við strendur Grikklands í gær hafa vakið mikinn óhug undanfarna daga. Alyan Kurdi varð nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum, en þúsundir flóttamanna hafa endað ferðalag sitt á sama hátt. Reha Kurdi og synir hennar tveir Alyan og Galip, sem var fimm ára, flúðu frá bænum Kobane þegar hann var hernuminn af vígamönnum samtakanna Íslamskt ríki. Bærinn var nánast lagður í rúst í bardögum ISIS og Kúrda, sem tóku bæinn úr höndum ISIS. Þau drukknuðu ásamt minnst níu öðrum þegar bátar þeirra hvolfdu á leiðinni frá Tyrklandi til grísku eyjunnar Kos. Kanadíski þingmaðurinn Fin Donnelly hefur nú sagt blaðamönnum þar í landi að hann lagði fram beiðni fyrir frænku bræðranna Alyan og Galip, Teema Kurdi, um að fjölskyldan fengi hæli í Kanada. Beiðni hennar var hafnað af starfsmönnum innflytjendastofnunar Kanada. Teema Kurdi er föðursystir drengjanna, en faðir þeirra Abdullah lifði slysið af. Hún bað þingmanninn um hjálp við að koma ættingjum sínum til Kanada í mars. Beiðni þeirra Teema og Donnelly var hafnað í júní. „Ég var að reyna að styðja þau og vinir mínir og nágrannar hafa hjálpað mér fjárhagslega, en okkur tókst ekki að koma þeim frá Tyrklandi. Þess vegna fóru þau í bátunum. Ég var að borga leigu fyrir þau í Tyrklandi, en það er komið hræðilega fram við Sýrlendinga þar,“ segir Teema í samtali við Ottawa Citizen.Bræðurnir Alyan og Galip.Mynd/TwitterHún frétti af örlögum ættingja sinna í gær morgun þegar eiginkona annars bróður hennar hringdi í hana. Teema var einnig að reyna að koma fjölskyldu hans til Kanada. „Abdullah hafði hringt í hana. Það eina sem hann sagði var: Konan mín og synir eru dáin.“ Teema segir að það eina sem Abdullah vilji gera núna, sé að fara með lík fjölskyldu sinnar aftur til Kobane og grafa þau þar. Vandamálið var, samkvæmt Guardian, að erfiðlega gengur fyrir fólk að fá opinberlega stöðu flóttafólks hjá Sameinuðu þjóðunum í Tyrklandi. Þá fengu þau ekki brottfararleyfi þaðan.Hafa vakið mikil viðbrögð Myndirnar af ferðalokum Alyan Kurdi hafa vakið gífurleg viðbrögð um allan heim og hafa þær verið settar á forsíður dagblaða og tímarita. Á samfélagsmiðlum hafa umræður sprottið upp um að nauðsynlegt sé að bregðast við vanda þessa fólks og að hjálpa þeim. Einnig hafa myndast umræður gegn birtingu slíkra mynda. Sumir segja að óþarfi sé að birta svo grófar myndir sem þessar en aðrir segja það nauðsynlegt. Flóttamenn Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fjögur börn meðal hinna látnu Svo virðist sem flóttafólkið hafi reynt að komast út úr flutningabifreiðinni, sem fannst yfirgefin á fimmtudag með 71 lík innanborðs. Fjórir menn hafa verið handteknir. Í gær fundust um 200 lík út af ströndum Líbíu. 29. ágúst 2015 07:00 Ísland í dag: Flúði frá Íran til Evrópu Fór fótgangandi yfir landamærin til Tyrklands þar sem hann hitti smyglara sem kom honum um borð í 20 manna bát með 34 öðrum í von um að komast til Evrópu. 31. ágúst 2015 15:48 Yfir fjögur þúsund flóttamönnum bjargað síðastliðinn sólarhring Tuttugu og tvær mismunandi björgunaraðgerðir hafa átt sér stað á Miðjarðarhafi undanfarna 24 tíma. 30. maí 2015 22:21 Flúði til Íslands frá Króatíu fyrir 20 árum: "Það sem fólk lætur útúr sér gerir mig virkilega sorgmædda“ Jovana Schally, kona á þrítugsaldri, kom hingað til lands þegar hún var aðeins sjö ára gömul eftir að hafa flúið Króatíu ásamt fjölskyldu sinni þegar stríð braust þar út. 30. ágúst 2015 12:24 Sjómönnum sagt að bjarga ekki drukknandi flóttafólki Yfirvöld í Aceh-héraði í Indónesíu hafa gefið þarlendum sjómönnum fyrirmæli um að bjarga ekki flóttafólki. 18. maí 2015 10:48 Flóttafólkið yrði innikróað Utanríkisráðherrar ESB samþykktu í gær að ráðist verði í hernaðaraðgerðir gegn smyglurum, sem sent hafa flóttafólk yfir Miðjarðarhafið á mistraustum fleytum. Fara á inn í landhelgi Líbíu og jafnvel í landhernað þar. 23. júní 2015 08:00 2.700 flóttamönnum bjargað í nótt Þýskt herskip og björgunarskip á vegum Lækna án landamæra tóku þátt í aðgerðunum. 16. júlí 2015 08:07 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira
Mynd af þriggja ára sýrlenskum dreng sem drukknaði ásamt móður sinni og bróður við strendur Grikklands í gær hafa vakið mikinn óhug undanfarna daga. Alyan Kurdi varð nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum, en þúsundir flóttamanna hafa endað ferðalag sitt á sama hátt. Reha Kurdi og synir hennar tveir Alyan og Galip, sem var fimm ára, flúðu frá bænum Kobane þegar hann var hernuminn af vígamönnum samtakanna Íslamskt ríki. Bærinn var nánast lagður í rúst í bardögum ISIS og Kúrda, sem tóku bæinn úr höndum ISIS. Þau drukknuðu ásamt minnst níu öðrum þegar bátar þeirra hvolfdu á leiðinni frá Tyrklandi til grísku eyjunnar Kos. Kanadíski þingmaðurinn Fin Donnelly hefur nú sagt blaðamönnum þar í landi að hann lagði fram beiðni fyrir frænku bræðranna Alyan og Galip, Teema Kurdi, um að fjölskyldan fengi hæli í Kanada. Beiðni hennar var hafnað af starfsmönnum innflytjendastofnunar Kanada. Teema Kurdi er föðursystir drengjanna, en faðir þeirra Abdullah lifði slysið af. Hún bað þingmanninn um hjálp við að koma ættingjum sínum til Kanada í mars. Beiðni þeirra Teema og Donnelly var hafnað í júní. „Ég var að reyna að styðja þau og vinir mínir og nágrannar hafa hjálpað mér fjárhagslega, en okkur tókst ekki að koma þeim frá Tyrklandi. Þess vegna fóru þau í bátunum. Ég var að borga leigu fyrir þau í Tyrklandi, en það er komið hræðilega fram við Sýrlendinga þar,“ segir Teema í samtali við Ottawa Citizen.Bræðurnir Alyan og Galip.Mynd/TwitterHún frétti af örlögum ættingja sinna í gær morgun þegar eiginkona annars bróður hennar hringdi í hana. Teema var einnig að reyna að koma fjölskyldu hans til Kanada. „Abdullah hafði hringt í hana. Það eina sem hann sagði var: Konan mín og synir eru dáin.“ Teema segir að það eina sem Abdullah vilji gera núna, sé að fara með lík fjölskyldu sinnar aftur til Kobane og grafa þau þar. Vandamálið var, samkvæmt Guardian, að erfiðlega gengur fyrir fólk að fá opinberlega stöðu flóttafólks hjá Sameinuðu þjóðunum í Tyrklandi. Þá fengu þau ekki brottfararleyfi þaðan.Hafa vakið mikil viðbrögð Myndirnar af ferðalokum Alyan Kurdi hafa vakið gífurleg viðbrögð um allan heim og hafa þær verið settar á forsíður dagblaða og tímarita. Á samfélagsmiðlum hafa umræður sprottið upp um að nauðsynlegt sé að bregðast við vanda þessa fólks og að hjálpa þeim. Einnig hafa myndast umræður gegn birtingu slíkra mynda. Sumir segja að óþarfi sé að birta svo grófar myndir sem þessar en aðrir segja það nauðsynlegt.
Flóttamenn Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fjögur börn meðal hinna látnu Svo virðist sem flóttafólkið hafi reynt að komast út úr flutningabifreiðinni, sem fannst yfirgefin á fimmtudag með 71 lík innanborðs. Fjórir menn hafa verið handteknir. Í gær fundust um 200 lík út af ströndum Líbíu. 29. ágúst 2015 07:00 Ísland í dag: Flúði frá Íran til Evrópu Fór fótgangandi yfir landamærin til Tyrklands þar sem hann hitti smyglara sem kom honum um borð í 20 manna bát með 34 öðrum í von um að komast til Evrópu. 31. ágúst 2015 15:48 Yfir fjögur þúsund flóttamönnum bjargað síðastliðinn sólarhring Tuttugu og tvær mismunandi björgunaraðgerðir hafa átt sér stað á Miðjarðarhafi undanfarna 24 tíma. 30. maí 2015 22:21 Flúði til Íslands frá Króatíu fyrir 20 árum: "Það sem fólk lætur útúr sér gerir mig virkilega sorgmædda“ Jovana Schally, kona á þrítugsaldri, kom hingað til lands þegar hún var aðeins sjö ára gömul eftir að hafa flúið Króatíu ásamt fjölskyldu sinni þegar stríð braust þar út. 30. ágúst 2015 12:24 Sjómönnum sagt að bjarga ekki drukknandi flóttafólki Yfirvöld í Aceh-héraði í Indónesíu hafa gefið þarlendum sjómönnum fyrirmæli um að bjarga ekki flóttafólki. 18. maí 2015 10:48 Flóttafólkið yrði innikróað Utanríkisráðherrar ESB samþykktu í gær að ráðist verði í hernaðaraðgerðir gegn smyglurum, sem sent hafa flóttafólk yfir Miðjarðarhafið á mistraustum fleytum. Fara á inn í landhelgi Líbíu og jafnvel í landhernað þar. 23. júní 2015 08:00 2.700 flóttamönnum bjargað í nótt Þýskt herskip og björgunarskip á vegum Lækna án landamæra tóku þátt í aðgerðunum. 16. júlí 2015 08:07 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira
Fjögur börn meðal hinna látnu Svo virðist sem flóttafólkið hafi reynt að komast út úr flutningabifreiðinni, sem fannst yfirgefin á fimmtudag með 71 lík innanborðs. Fjórir menn hafa verið handteknir. Í gær fundust um 200 lík út af ströndum Líbíu. 29. ágúst 2015 07:00
Ísland í dag: Flúði frá Íran til Evrópu Fór fótgangandi yfir landamærin til Tyrklands þar sem hann hitti smyglara sem kom honum um borð í 20 manna bát með 34 öðrum í von um að komast til Evrópu. 31. ágúst 2015 15:48
Yfir fjögur þúsund flóttamönnum bjargað síðastliðinn sólarhring Tuttugu og tvær mismunandi björgunaraðgerðir hafa átt sér stað á Miðjarðarhafi undanfarna 24 tíma. 30. maí 2015 22:21
Flúði til Íslands frá Króatíu fyrir 20 árum: "Það sem fólk lætur útúr sér gerir mig virkilega sorgmædda“ Jovana Schally, kona á þrítugsaldri, kom hingað til lands þegar hún var aðeins sjö ára gömul eftir að hafa flúið Króatíu ásamt fjölskyldu sinni þegar stríð braust þar út. 30. ágúst 2015 12:24
Sjómönnum sagt að bjarga ekki drukknandi flóttafólki Yfirvöld í Aceh-héraði í Indónesíu hafa gefið þarlendum sjómönnum fyrirmæli um að bjarga ekki flóttafólki. 18. maí 2015 10:48
Flóttafólkið yrði innikróað Utanríkisráðherrar ESB samþykktu í gær að ráðist verði í hernaðaraðgerðir gegn smyglurum, sem sent hafa flóttafólk yfir Miðjarðarhafið á mistraustum fleytum. Fara á inn í landhelgi Líbíu og jafnvel í landhernað þar. 23. júní 2015 08:00
2.700 flóttamönnum bjargað í nótt Þýskt herskip og björgunarskip á vegum Lækna án landamæra tóku þátt í aðgerðunum. 16. júlí 2015 08:07