Innlent

Miðstjórn ASÍ segist reiðubúinn til að aðstoða flóttafólk

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Gylfi Arnbjörnsson er forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson er forseti ASÍ. vísir/gva
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hvetur ríkisstjórnina til að nálgast vanda flóttafólks í Evrópu af festu og ábyrgð og segir að Ísland geti sannarlega tekið við fleiri flóttamönnum en fimmtíu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ.

ASÍ segir að mikilvægt sé að stjórnvöld standi vel að komu flóttamanna og tryggi þeim tækifæri í nýju landi. Tryggja þurfi fólki gott húsnæði og nauðsynlegan samfélagslegan stuðning meðal annars í formi sálfræðiaðstoðar, íslenskukennslu og aðlögunar að íslensku heilbrigðis- og menntakerfi og vinnumarkaði.

Miðstjórn ASÍ lýsir sig reiðubúna til samstarfs um þetta verkefni enda búi hún að mikilli þekkingu og reynslu í málefnum sem snúa að vinnumarkaðinum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×