Ísland í dag: Er bílastæðavandi í miðborginni? Aðalsteinn Kjartansson skrifar 1. september 2015 21:30 Bílastæðavandi í miðborg Reykjavíkur hefur lengi verið til umræðu og hafa kaupmenn talað um það sem eina af ástæðum þess að hefðbundin verslun hefur vikið fyrir ferðamannaverslunum og jafnvel talað um vandinn sé að valda hnignun í verslun í miðbænum. En er þetta raunverulegur vandi?Úr íbúðahverfi í sitt hvora átt Til að svara þessari spurningu fékk Ísland í dag þau Björn Jón Bragason og Brynhildi Bolladóttur til að taka þátt í tilraun. Þau lögðu af stað frá sama heimilisfanginu; annað keyrði í Kringluna, fann stæði og fór í Vínbúðina á jarðhæðinni, en hitt keyrði niður í bæ og þurfti að koma sér í verslunina Herrahúsið-Adam á horni Laugavegs og Frakkastígs. Brynhildur ók niður í miðbæ en Björn Jón í Kringluna. Leiðin sem þau óku hófst við Frú Laugu við Laugalæk í 104 Reykjavík. Þaðan er um það bil jafn langt í Kringluna og niður í bæ.Óverulegur munurNiðurstaðan var sú að Björn Jón var tæpri mínútu fljótari á áfangastað en Brynhildur. Mestu munaði þó um röngu beygjuna sem Brynhildur tók á leiðinni út á Sæbraut en hún var þó fljótari en Björn Jón, um það bil tíu sekúndum, að aka sína leið og finna stæði. Brynhildur var 10 mínútur 23 sekúndur en Björn Jón 9 mínútur 38 sekúndur. Þessi tilraun leiddi því í ljós að óverulegur munur er á því að aka í bæinn til að versla og í Kringluna, þar sem eitt stærsta bílastæði landsins er til staðar. Fréttamaður ók leiðina síðdegis í dag til að kanna hvort að sama niðurstaða fengist. Það var ekki raunin því hann var um tveimur mínútum fljótari að aka niður í bæ og finna bílastæði en að aka í Kringluna og fá stæði. Í báðum tilfellum þurfti að ganga á bilinu 140-230 metra til að komast í verslunina sem stefnt var á.Ósammála um niðurstöðuna „Ég veit ekki hvað við getum dregið miklar ályktanir af þessu akkúrat en það er erfitt að finna stæði niðri í bæ, það þekkja allir sem sækja mikið niður í bæ,“ segir Björn Jón aðspurður um hvort niðurstaðan sýni fram á að bílastæðavandinn sé ofmetinn. „og því miður hefur verið viðskiptaflótti.“ Brynhildur er á öðru máli. „Já ég held að það sé algerlega klárt. Ég er ósammála Birni Jóni um að það sé bílastæðavandi í miðborginni. Ég athugaði í dag inn á vef Bílastæðasjóðs. Það voru laus stæði í öllum bílastæðahúsum í dag, mörg laus stæði, klukkan ellefu og klukkan fimm,“ segir hún. „Ég bý í bænum og starfa í bænum. Ég keyri ekki bíl dags daglega en ég er stundum á bíl og ég á aldrei í erfiðleikum að finna stæði. Ég átti ekki í neinum erfiðleikum með að finna stæði þarna og mér finnst þetta í raun frekar skrýtin umræða.“Vísar viðskiptaflótta á bug Brynhildur hafnar fullyrðingu Björns Jóns um viðskiptaflótta úr miðbænum. Bendir hún á að Dunkin' Donuts-röðin hafi verið enn þá í gær máli sínu til stuðnings. „Það er fyrst og fremst aðgengið, það er að segja umferðarflæði á stofnbrautunum er ekki nógu gott,“ segir hann. „Það bara að það sé gjaldtaka það fælir fólk frá. Borgin á fullt af bílastæðum annars staðar og rukkar ekki í stæði og því miður er ofsalega mikið af þessari rótgrónu verslun farin úr gamla bænum og mér finnst það miður.“ Björn Jón segir að ekki verði hægt að laða að verslunina aftur í bæinn nema með bættu aðgengi. Hann nefnir að fríum stæðum í bænum sem tilvalin væru fyrir fólk sem vinnur í bænum hafi fækkað. „Það eru til svo margar sniðugar lausnir á þessu sem mætti huga að,“ segir hann.Lundabúðirnar þurfa ekki stæði Sú verslun sem opnað hefur niðri í miðbænum eru svokallaðar Lundabúnaður en viðskiptavinir slíkra verslana þurfa fæstir á bílastæðum að halda. Björn Jón segir það vel að ferðaþjónustan vaxi í bænum en hefðbundin þjónusta hafi á sama tíma horfið. „Vaxtarbroddurinn í miðbænum er öll þessi ferðaþjónusta og það er auðvitað mjög vel en Íslendingum hefur bara því miður fækkað sem fara í verslunarerindi niður í bæ eða sækja aðra þjónustu,“ segir Björn Jón. „Ef við förum 20 til 30 ár aftur í tímann þá voru kannski flestir tannlæknar og bókhaldsstofur niðri í bæ líka og lögmannsstofur og ýmis þjónusta sem er öll er farin – því miður.“Sjáðu ferðalagið og umræðurnar um bílastæðamálin í borginni í spilaranum hér að ofan. Ísland í dag Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Bílastæðavandi í miðborg Reykjavíkur hefur lengi verið til umræðu og hafa kaupmenn talað um það sem eina af ástæðum þess að hefðbundin verslun hefur vikið fyrir ferðamannaverslunum og jafnvel talað um vandinn sé að valda hnignun í verslun í miðbænum. En er þetta raunverulegur vandi?Úr íbúðahverfi í sitt hvora átt Til að svara þessari spurningu fékk Ísland í dag þau Björn Jón Bragason og Brynhildi Bolladóttur til að taka þátt í tilraun. Þau lögðu af stað frá sama heimilisfanginu; annað keyrði í Kringluna, fann stæði og fór í Vínbúðina á jarðhæðinni, en hitt keyrði niður í bæ og þurfti að koma sér í verslunina Herrahúsið-Adam á horni Laugavegs og Frakkastígs. Brynhildur ók niður í miðbæ en Björn Jón í Kringluna. Leiðin sem þau óku hófst við Frú Laugu við Laugalæk í 104 Reykjavík. Þaðan er um það bil jafn langt í Kringluna og niður í bæ.Óverulegur munurNiðurstaðan var sú að Björn Jón var tæpri mínútu fljótari á áfangastað en Brynhildur. Mestu munaði þó um röngu beygjuna sem Brynhildur tók á leiðinni út á Sæbraut en hún var þó fljótari en Björn Jón, um það bil tíu sekúndum, að aka sína leið og finna stæði. Brynhildur var 10 mínútur 23 sekúndur en Björn Jón 9 mínútur 38 sekúndur. Þessi tilraun leiddi því í ljós að óverulegur munur er á því að aka í bæinn til að versla og í Kringluna, þar sem eitt stærsta bílastæði landsins er til staðar. Fréttamaður ók leiðina síðdegis í dag til að kanna hvort að sama niðurstaða fengist. Það var ekki raunin því hann var um tveimur mínútum fljótari að aka niður í bæ og finna bílastæði en að aka í Kringluna og fá stæði. Í báðum tilfellum þurfti að ganga á bilinu 140-230 metra til að komast í verslunina sem stefnt var á.Ósammála um niðurstöðuna „Ég veit ekki hvað við getum dregið miklar ályktanir af þessu akkúrat en það er erfitt að finna stæði niðri í bæ, það þekkja allir sem sækja mikið niður í bæ,“ segir Björn Jón aðspurður um hvort niðurstaðan sýni fram á að bílastæðavandinn sé ofmetinn. „og því miður hefur verið viðskiptaflótti.“ Brynhildur er á öðru máli. „Já ég held að það sé algerlega klárt. Ég er ósammála Birni Jóni um að það sé bílastæðavandi í miðborginni. Ég athugaði í dag inn á vef Bílastæðasjóðs. Það voru laus stæði í öllum bílastæðahúsum í dag, mörg laus stæði, klukkan ellefu og klukkan fimm,“ segir hún. „Ég bý í bænum og starfa í bænum. Ég keyri ekki bíl dags daglega en ég er stundum á bíl og ég á aldrei í erfiðleikum að finna stæði. Ég átti ekki í neinum erfiðleikum með að finna stæði þarna og mér finnst þetta í raun frekar skrýtin umræða.“Vísar viðskiptaflótta á bug Brynhildur hafnar fullyrðingu Björns Jóns um viðskiptaflótta úr miðbænum. Bendir hún á að Dunkin' Donuts-röðin hafi verið enn þá í gær máli sínu til stuðnings. „Það er fyrst og fremst aðgengið, það er að segja umferðarflæði á stofnbrautunum er ekki nógu gott,“ segir hann. „Það bara að það sé gjaldtaka það fælir fólk frá. Borgin á fullt af bílastæðum annars staðar og rukkar ekki í stæði og því miður er ofsalega mikið af þessari rótgrónu verslun farin úr gamla bænum og mér finnst það miður.“ Björn Jón segir að ekki verði hægt að laða að verslunina aftur í bæinn nema með bættu aðgengi. Hann nefnir að fríum stæðum í bænum sem tilvalin væru fyrir fólk sem vinnur í bænum hafi fækkað. „Það eru til svo margar sniðugar lausnir á þessu sem mætti huga að,“ segir hann.Lundabúðirnar þurfa ekki stæði Sú verslun sem opnað hefur niðri í miðbænum eru svokallaðar Lundabúnaður en viðskiptavinir slíkra verslana þurfa fæstir á bílastæðum að halda. Björn Jón segir það vel að ferðaþjónustan vaxi í bænum en hefðbundin þjónusta hafi á sama tíma horfið. „Vaxtarbroddurinn í miðbænum er öll þessi ferðaþjónusta og það er auðvitað mjög vel en Íslendingum hefur bara því miður fækkað sem fara í verslunarerindi niður í bæ eða sækja aðra þjónustu,“ segir Björn Jón. „Ef við förum 20 til 30 ár aftur í tímann þá voru kannski flestir tannlæknar og bókhaldsstofur niðri í bæ líka og lögmannsstofur og ýmis þjónusta sem er öll er farin – því miður.“Sjáðu ferðalagið og umræðurnar um bílastæðamálin í borginni í spilaranum hér að ofan.
Ísland í dag Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira