„Mátti auðvitað búast við viðbrögðum“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 18. september 2015 12:58 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. vísir/stefán Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir hörð viðbrögð við ákvörðun borgarinnar um að sniðganga vörur frá Ísrael ekki hafa komið sér á óvart. Unnið sé að því að útfæra ákvörðina eins vel og hægt sé. „Það mátti auðvitað búast við viðbrögðum við samþykkt borgarstjórnar en innkaupareglurnar okkar gera beinlínis ráð fyrir því að það sé tekið mið af umhverfis- og mannréttindarsjónarmiðum. Þannig að við erum á býsna traustum grunni í þessu,“ segir Dagur.Mikilvægt að taka afstöðu með mannréttindum„Þetta er auðvitað áratuga deilumál þar sem eru sterkar tilfinningar og ríkar skoðanir, en það breytir því ekki að borgarstjórn, eins og allir aðrir, verða að taka afstöðu með mannréttindum í hverju máli, hver sem í hlut á,“ bætir hann við. Greint var frá því í dag að Evrópska gyðingaþingið íhugi nú að sækja rétt sinn fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni á grundvelli stofnunarinnar sem Ísland og Ísrael eru aðilar að. Forseti þingsins sagði á vef þess í gær að aðgerðirnar mismuni gyðingum, og að þingið hafi nú leitað ráðgjafar um hvort þær standist alþjóðalög og sáttmála.Ákvörðunin standist lögÞá velti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra því fyrir sér í Fréttablaðinu í dag hvort ákvörðunin samræmist lögum um opinber innkaup. Dagur segir það liggja fyrir að ákvörðunin standist lög og reglur, það hafi legið fyrir frá upphafi. Nú sé unnið að því að útfæra samþykkt borgarstjórnar. „Við erum á býsna traustum grunni á þessu, en útfærslan á þessu hjá okkur er líka eftir þannig að við munum vanda okkur í því eins og öðru. En ég treysti mér ekki til að tímasetja það, við skulum bara sjá hvernig þetta vinnst og munum leyfa öllum að fylgjast með því,“ segir Dagur. Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Ráðherra segir sniðgöngu áhrifalausa Utanríkisráðherra segir það hafa engin áhrif þótt borgin sniðgangi ísraelskar vörur. Hann efast um að ákvörðunin standist lög um opinber innkaup. 18. september 2015 07:00 Gyðingar vilja sækja rétt sinn vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar Evrópska gyðingaþingið íhugar að sækja rétt sinn fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni á grundvelli sáttmála stofnunarinnar sem Ísland og Ísrael eru aðilar að 18. september 2015 07:46 Vörurnar sem koma til greina í sniðgöngu borgarinnar "Almennt er viðskiptabann þannig að þá á það við um ísraelskar vörur, svo getur vel verið að það þróist eitthvað áfram.“ 17. september 2015 08:46 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir hörð viðbrögð við ákvörðun borgarinnar um að sniðganga vörur frá Ísrael ekki hafa komið sér á óvart. Unnið sé að því að útfæra ákvörðina eins vel og hægt sé. „Það mátti auðvitað búast við viðbrögðum við samþykkt borgarstjórnar en innkaupareglurnar okkar gera beinlínis ráð fyrir því að það sé tekið mið af umhverfis- og mannréttindarsjónarmiðum. Þannig að við erum á býsna traustum grunni í þessu,“ segir Dagur.Mikilvægt að taka afstöðu með mannréttindum„Þetta er auðvitað áratuga deilumál þar sem eru sterkar tilfinningar og ríkar skoðanir, en það breytir því ekki að borgarstjórn, eins og allir aðrir, verða að taka afstöðu með mannréttindum í hverju máli, hver sem í hlut á,“ bætir hann við. Greint var frá því í dag að Evrópska gyðingaþingið íhugi nú að sækja rétt sinn fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni á grundvelli stofnunarinnar sem Ísland og Ísrael eru aðilar að. Forseti þingsins sagði á vef þess í gær að aðgerðirnar mismuni gyðingum, og að þingið hafi nú leitað ráðgjafar um hvort þær standist alþjóðalög og sáttmála.Ákvörðunin standist lögÞá velti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra því fyrir sér í Fréttablaðinu í dag hvort ákvörðunin samræmist lögum um opinber innkaup. Dagur segir það liggja fyrir að ákvörðunin standist lög og reglur, það hafi legið fyrir frá upphafi. Nú sé unnið að því að útfæra samþykkt borgarstjórnar. „Við erum á býsna traustum grunni á þessu, en útfærslan á þessu hjá okkur er líka eftir þannig að við munum vanda okkur í því eins og öðru. En ég treysti mér ekki til að tímasetja það, við skulum bara sjá hvernig þetta vinnst og munum leyfa öllum að fylgjast með því,“ segir Dagur.
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Ráðherra segir sniðgöngu áhrifalausa Utanríkisráðherra segir það hafa engin áhrif þótt borgin sniðgangi ísraelskar vörur. Hann efast um að ákvörðunin standist lög um opinber innkaup. 18. september 2015 07:00 Gyðingar vilja sækja rétt sinn vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar Evrópska gyðingaþingið íhugar að sækja rétt sinn fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni á grundvelli sáttmála stofnunarinnar sem Ísland og Ísrael eru aðilar að 18. september 2015 07:46 Vörurnar sem koma til greina í sniðgöngu borgarinnar "Almennt er viðskiptabann þannig að þá á það við um ísraelskar vörur, svo getur vel verið að það þróist eitthvað áfram.“ 17. september 2015 08:46 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Ráðherra segir sniðgöngu áhrifalausa Utanríkisráðherra segir það hafa engin áhrif þótt borgin sniðgangi ísraelskar vörur. Hann efast um að ákvörðunin standist lög um opinber innkaup. 18. september 2015 07:00
Gyðingar vilja sækja rétt sinn vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar Evrópska gyðingaþingið íhugar að sækja rétt sinn fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni á grundvelli sáttmála stofnunarinnar sem Ísland og Ísrael eru aðilar að 18. september 2015 07:46
Vörurnar sem koma til greina í sniðgöngu borgarinnar "Almennt er viðskiptabann þannig að þá á það við um ísraelskar vörur, svo getur vel verið að það þróist eitthvað áfram.“ 17. september 2015 08:46