Íslenskir dómarar verða á faraldsfæti næstu daga að því er fram kemur á heimasíðu KSÍ.
Í kvöld dæmir Erlendur Eiríksson leik B36 og HB í 1. deildinni í Færeyjum og á morgun dæmir hann leik Viking og FC Suðuroy í efstu deild þar í landi.
Í kvöld verður svo Pétur Guðmundsson dómari í leik Frej og AFC United í næstefstu deild í Svíþjóð. Oddur Helgi Guðmundsson verður aðstoðardómari í þeim leik.
Þetta er hluti af norrænum dómaraskiptum knattspyrnusambanda Norðurlandanna.
