Kúrdískur flóttamaður á Íslandi: Ég vona að bróður mínum verði hleypt hingað líka Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. september 2015 21:46 Nashad ásamt fjölskyldumeðlimum sínum. „Ég fæ mér te, reyki mikið, horfi á Skype og hryllinginn á Youtube. Ég er bara einn hérna, það er mjög erfitt,“ segir Nashad en hann kom sem flóttamaður til Ísland frá Sýrlandi í upphafi árs. „Ég vonast til þess að íslenska ríkið leyfi bróður mínum að koma hingað líka.“ Nashad var gestur Lóu Pind Aldísardóttur í Stóru málunum í kvöld en eitt stærsta mál heimsins í dag er flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi og nærliggjandi löndum. Borgarastyrjöld geisar í Sýrlandi og á öðrum vígstöðvum hafa vígamenn ISIS hreiðrað um sig og valdið þar usla. Nashad á fáar myndir frá lífi sínu en þó einhverjar. Í myndskeiðinu sem fylgir má sjá mynd af bróðursyni hans í fangi föður síns. Báðir létust í árás stjórnarhersins. „Ég var rekinn úr skólanum mínum sem barn og mátti ekki fara í hann. Það er vegna þess að ég er Kúrdi. Ég er í raun ekki Sýrlendingur, ég hafði aðeins dvalarleyfi þar,“ segir Nashad. Um tvær milljónir Kúrda búa í Sýrlandi og hefur þeim kerfisbundið verið mismunað í landinu. Áður en hann kom til Íslands barðist hann með stjórnarandstæðingum gegn stjórnarhernum. „Byltingin byrjaði í raun í Daraa. Þar hafði lítill strákur skrifað burt með ríkisstjórnina á vegg. Hermenn handtóku hann og pyntuðu hann. Það var hrikalegt hvernig var farið með greyið. Fingurnir voru skornir af honum vegna þess sem hann skrifaði og kynfærin voru skorin af honum líka,“ segir hann. Drengurinn sem Nashad á við þarna hét Hamza al-Khateeb og var þrettán ára. Líki hans var skilað afa illa útleiknum til fjölskyldu hans. Hann var meðal annars með brunasár, skotsár og brotin kjálkabein. Málið vakti gífurlega reiði og lagði eld að þeirri púðurtunnu sem Sýrland var. Innslagið má sjá í heildinni hér að ofan en rétt er að vara við sumum myndunum sem þar sjást. Að auki er þar rætt við Aðalstein Kjartansson, fréttamann, en hann skoðaði umræðuna sem sprottið hefur upp víða í kjölfar flóttamannastraumsins en ekki eru allir sammála um ágæti þeirra. Flóttamenn Ísland í dag Tengdar fréttir Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Jasídar hafa þurft að þola mikið ofbeldi frá því að vígamenn Íslamska ríkisins tóku yfir heimili þeirra í fyrra. 17. september 2015 10:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
„Ég fæ mér te, reyki mikið, horfi á Skype og hryllinginn á Youtube. Ég er bara einn hérna, það er mjög erfitt,“ segir Nashad en hann kom sem flóttamaður til Ísland frá Sýrlandi í upphafi árs. „Ég vonast til þess að íslenska ríkið leyfi bróður mínum að koma hingað líka.“ Nashad var gestur Lóu Pind Aldísardóttur í Stóru málunum í kvöld en eitt stærsta mál heimsins í dag er flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi og nærliggjandi löndum. Borgarastyrjöld geisar í Sýrlandi og á öðrum vígstöðvum hafa vígamenn ISIS hreiðrað um sig og valdið þar usla. Nashad á fáar myndir frá lífi sínu en þó einhverjar. Í myndskeiðinu sem fylgir má sjá mynd af bróðursyni hans í fangi föður síns. Báðir létust í árás stjórnarhersins. „Ég var rekinn úr skólanum mínum sem barn og mátti ekki fara í hann. Það er vegna þess að ég er Kúrdi. Ég er í raun ekki Sýrlendingur, ég hafði aðeins dvalarleyfi þar,“ segir Nashad. Um tvær milljónir Kúrda búa í Sýrlandi og hefur þeim kerfisbundið verið mismunað í landinu. Áður en hann kom til Íslands barðist hann með stjórnarandstæðingum gegn stjórnarhernum. „Byltingin byrjaði í raun í Daraa. Þar hafði lítill strákur skrifað burt með ríkisstjórnina á vegg. Hermenn handtóku hann og pyntuðu hann. Það var hrikalegt hvernig var farið með greyið. Fingurnir voru skornir af honum vegna þess sem hann skrifaði og kynfærin voru skorin af honum líka,“ segir hann. Drengurinn sem Nashad á við þarna hét Hamza al-Khateeb og var þrettán ára. Líki hans var skilað afa illa útleiknum til fjölskyldu hans. Hann var meðal annars með brunasár, skotsár og brotin kjálkabein. Málið vakti gífurlega reiði og lagði eld að þeirri púðurtunnu sem Sýrland var. Innslagið má sjá í heildinni hér að ofan en rétt er að vara við sumum myndunum sem þar sjást. Að auki er þar rætt við Aðalstein Kjartansson, fréttamann, en hann skoðaði umræðuna sem sprottið hefur upp víða í kjölfar flóttamannastraumsins en ekki eru allir sammála um ágæti þeirra.
Flóttamenn Ísland í dag Tengdar fréttir Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Jasídar hafa þurft að þola mikið ofbeldi frá því að vígamenn Íslamska ríkisins tóku yfir heimili þeirra í fyrra. 17. september 2015 10:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Jasídar hafa þurft að þola mikið ofbeldi frá því að vígamenn Íslamska ríkisins tóku yfir heimili þeirra í fyrra. 17. september 2015 10:00