Erlent

Tusk boðar til leiðtogafundar

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Tusk er forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins.
Donald Tusk er forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Vísir/AFP
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hefur boðað leiðtoga aðildarríkja sambandsins til fundar í næstu viku til að ræða flóttamannavanda álfunnar.

Tusk greindi frá þessu á Twittersíðu sinni og segir hann að fundurinn verði haldinn miðvikudaginn 23. september klukkan 18 að staðartíma í Brussel.

Angela Merkel óskaði fyrr í vikunni eftir því að slíkur fundur yrði haldinn.

Stjórnvöld í Króatíu greindu frá því í gær að yfirvöld munu heimila flóttafólki að fara í gegnum landið á leið sinni norður. Flóttafólk leitar nú nýrrar leiða eftir að Ungverjar lokuðu landamærum landsins að Serbíu.

Ungversk stjórnvöld lýstu yfir neyðarástandi í landinu fyrr í vikunni og gátu því sent herlið að landamærunum að Serbíu til að stöðva alla þá flóttamenn sem reyna að komast inn í landið. Nýjar reglur í landinu heimila jafnframt lögreglu að handtaka alla þá sem reyna að komast ólöglega inn í landið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×