Tónlistarmaðurinn birti færslu á Instagram reikningi sínum í byrjun vikunnar þar sem hann sagðist hafa fengið símtal frá Pútín þar sem þeir hafi rætt um stöðu réttindamála samkynhneigðra í Rússlandi.
Stjórnvöld í Kreml komu þó alveg af fjöllum þegar þau voru innt eftir nánari upplýsingum og sögðu forsetann ekki hafa hringt.
Nú er komið í ljós að tveir rússneskir grínistar, þeir Vladimir „Vovan“ Krasnov og Alexei „Lexus“ Stolyarov, stóðu fyrir hrekknum.