Merkel ver stefnu sína Guðsteinn Bjarnason skrifar 16. september 2015 07:00 Flóttafólk á vappi Serbíumegin landamæranna, en ungverska lögreglan bíður hinum megin albúin þess að handtaka hvern þann sem reynir að komast yfir eða undir girðinguna miklu. NordicPhotos/AFP Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir ekkert hæft í því að Þjóðverjar séu að draga úr hjálpfýsi sinni gagnvart flóttafólki. „Ef við ætlum nú að fara að þurfa að biðjast afsökunar á því að koma vingjarnlega fram við fólk, sem er í nauðum statt, þá er það ekki mitt land,“ sagði hún í gær, þegar hún tók á móti Werner Fayman, kanslara Austurríkis, sem kom í heimsókn til hennar í Berlín. Engu að síður hafa þýsk stjórnvöld gripið til þess ráðs að hefja landamæraeftirlit við landamæri Austurríkis vegna þess hve margir flóttamenn hafa komið þá leiðina til Þýskalands undanfarið. Þjóðverjar segjast nú búast við því að allt að milljón flóttamanna komi til landsins á þessu ári. Ungverjar hafa sett ströng lög, sem tóku gildi í fyrrinótt og heimila lögreglunni að handtaka hvern þann sem kemur yfir landamærin án þess að hafa til þess leyfi. Þá hafa Ungverjar í hyggju að reisa rammgerða girðingu meðfram landamærum Austurríkis, sambærilega girðingunni sem þeir eru komnir langt með að reisa við landamæri Serbíu. Flóttafólk frá átakasvæðum í Mið-Austurlöndum og Afríku hefur streymt inn í Ungverjaland frá Serbíu og reynt að komast áfram til Austurríkis og þaðan til Þýskalands eða lengra norður á bóginn. Engin afgerandi niðurstaða fékkst á neyðarfundi innanríkisráðherra ESB-ríkjanna í Brussel á mánudaginn, þar sem taka átti ákvörðun um að skylda aðildarríkin til að taka á móti ákveðnum fjölda flóttafólks, en stefnt á það að ræða málin aftur á næsta fundi, sem verður haldinn 8. október. Þó komu þeir sér saman um að Evrópusambandið muni hjálpa til við að reisa og reka flóttamannabúðir utan Evrópu, í Afríku og víðar. Þangað yrði beint þeim flóttamönnum, sem ekki fá heimild til að setjast að í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Flóttamenn Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir ekkert hæft í því að Þjóðverjar séu að draga úr hjálpfýsi sinni gagnvart flóttafólki. „Ef við ætlum nú að fara að þurfa að biðjast afsökunar á því að koma vingjarnlega fram við fólk, sem er í nauðum statt, þá er það ekki mitt land,“ sagði hún í gær, þegar hún tók á móti Werner Fayman, kanslara Austurríkis, sem kom í heimsókn til hennar í Berlín. Engu að síður hafa þýsk stjórnvöld gripið til þess ráðs að hefja landamæraeftirlit við landamæri Austurríkis vegna þess hve margir flóttamenn hafa komið þá leiðina til Þýskalands undanfarið. Þjóðverjar segjast nú búast við því að allt að milljón flóttamanna komi til landsins á þessu ári. Ungverjar hafa sett ströng lög, sem tóku gildi í fyrrinótt og heimila lögreglunni að handtaka hvern þann sem kemur yfir landamærin án þess að hafa til þess leyfi. Þá hafa Ungverjar í hyggju að reisa rammgerða girðingu meðfram landamærum Austurríkis, sambærilega girðingunni sem þeir eru komnir langt með að reisa við landamæri Serbíu. Flóttafólk frá átakasvæðum í Mið-Austurlöndum og Afríku hefur streymt inn í Ungverjaland frá Serbíu og reynt að komast áfram til Austurríkis og þaðan til Þýskalands eða lengra norður á bóginn. Engin afgerandi niðurstaða fékkst á neyðarfundi innanríkisráðherra ESB-ríkjanna í Brussel á mánudaginn, þar sem taka átti ákvörðun um að skylda aðildarríkin til að taka á móti ákveðnum fjölda flóttafólks, en stefnt á það að ræða málin aftur á næsta fundi, sem verður haldinn 8. október. Þó komu þeir sér saman um að Evrópusambandið muni hjálpa til við að reisa og reka flóttamannabúðir utan Evrópu, í Afríku og víðar. Þangað yrði beint þeim flóttamönnum, sem ekki fá heimild til að setjast að í aðildarríkjum Evrópusambandsins.
Flóttamenn Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira