Óttarr og Unnur Brá heimsóttu flóttamenn Una Sighvatsdóttir skrifar 15. september 2015 19:45 Evrópusambandið stendur ráðþrota frammi fyrir vaxandi flóttamannastraumi en kanslarar Þýskalands og Austurríkis kölluðu í dag eftir allsherjarfundi um málið í næstu viku. Hundruð flóttamanna bíða nú á landamærum Serbíu, eftir að leiðinni til Ungverjalands var alfarið lokað á miðnætti í gær. Vandinn er þó enn umfangsmeiri í nágrannaríkjum Sýrlands, meðal annars Tyrklandi, þar sem Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, og Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Evrópuráðsþingsins, kynntu sér málin í landamæraborginni Gaziantep í dag. Þau sitja bæði í þverpólitískri þingmannanefnd um útlendingamál sem unnið hefur að heildarendurskoðun útlendingalaganna og er ferðin liður í þeirri vinnu. „Við hittum borgarstjórann hér í Gaziantep áðan og hún talaði um að það væru 400.000 flóttamenn frá Sýrlandi í borginni og héraðinu hennar. Það er meira en helmingi fleiri en eru í Evrópu. Stóru vandamálin eru náttúrulega hér í nágrannaríkjunum," segir Óttarr og bætir við að ástandið sé jafnvel enn erfiðara í Líbanon og Jórdaníu.Mikill fjöldi barna er í flóttamannabúðunum sem þau Óttarr Proppé og Unnur Brá Konráðsdóttir heimsóttu í Tyrklandi í dag.Erfið upplifun að ganga inn í búðirnar Í morgun heimsóttu þingmennirnir búðir þar sem flóttafólk í sérstaklega viðkvæmri stöðu dvelst, það er aldraðir og fatlaðir, einstæðir foreldrar og börn. Íslensk stjórnvöld horfa einmitt til þess að fá hingað fólk sem telst í viðkvæmri stöðu. „Jú það hefur verið horft til þess. Það er náttúrulega málið að þeir sem komast lengst, þeir sem komast upp til Evrópu, það eru þeir sem geta gengið eða komið sér þangað. Hinir verða eftir og komast ekki lengra, þannig að það er mikill vandi," segir Óttarr. Í búðunum búa um 50.000 flóttamenn. Óttarr segir það hafa verið skrýtið fyrir Íslending að ganga þar inn. „Það var náttúrulega mjög erfið upplifun. Þetta var einhvern veginn svo skrýtið að upplifa fólk í svona vonlausri stöðu, eða vonlítilli stöðu. Að upplifa það. En auðvitað er maður líka búinn að undirbúa sig andlega, einhvern veginn." Vilja komast heim í frið Hann bætir við að það hafi engu að síður verið upplífgandi að hitta fólkið sjálft. „Það var þrátt fyrir allt heilmikil von hjá fólki, og menn eru þakklátir. Maður finnur það líka hér í Tyrklandi að menn líta á Sýrlendinga sem gesti og sjálfa sig sem gestgjafa. Þeir horfa á þetta sem í raun og veru sjálfsagðan hlut að gera sitt besta og maður fann það líka á fólkinu í búðunum að það upplifði það þannig að það væri verið að gera eins vel fyrir þau og hægt væri. En hinsvegar heyrði maður það líka, að vonin dofnar þegar árin líða. Þau tala um að auðvitað langar þau að fara heim í frið, en það er ekki í augsýn." Þótt hraður veldisvöxtur hafi orðið í straumi flóttafólks til Evrópu á síðustu vikum er vandinn ekki nýr fyrir Tyrki. „Þau tala líka um það hérna að framan af hafi fólk komið og haldið að þetta yrði tímabundið, kannski í vikur eða mánuði. Síðan fara að verða liðin 5 ár síðan bylgjan reið yfir þanig að nú er þetta orðið lengra vandamál. Talað er um það hérna að það séu kannski 20.000 börn sem eru ekki með skólavist. Það er náttúrulega vandamál ekki bara í dag heldur til framtíðar. Það er hætta á týndri kynslóð," segir Óttarr. Þingmennirnir munu kynna stöðu mála fyrir kollegum sínum og innanríkisráðuneytinu þegar þau snúa aftur heim til Íslands og segist Óttarr vona að heimsóknin verði gott innlegg í alla vinnu sem snýr að málefnum útlendinga. Flóttamenn Tengdar fréttir „Eigum alltaf meira en fólk sem á ekki neitt“ Íslenskir læknanemar í Debrecen hafa lagt sitt af mörkum við að aðstoða flóttafólk, en ungversk stjórnvöld hyggjast loka landamærunum fyrir flóttafólki í kvöld. 14. september 2015 20:30 Þarf að leiðrétta misskilning í málefnum EFTA gagnvart flóttamönnum fyrir þjóðinni Gunnar Bragi Sveinsson á von á því að ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda skili af sér á næstu dögum. 15. september 2015 11:01 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Fleiri fréttir Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana Sjá meira
Evrópusambandið stendur ráðþrota frammi fyrir vaxandi flóttamannastraumi en kanslarar Þýskalands og Austurríkis kölluðu í dag eftir allsherjarfundi um málið í næstu viku. Hundruð flóttamanna bíða nú á landamærum Serbíu, eftir að leiðinni til Ungverjalands var alfarið lokað á miðnætti í gær. Vandinn er þó enn umfangsmeiri í nágrannaríkjum Sýrlands, meðal annars Tyrklandi, þar sem Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, og Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Evrópuráðsþingsins, kynntu sér málin í landamæraborginni Gaziantep í dag. Þau sitja bæði í þverpólitískri þingmannanefnd um útlendingamál sem unnið hefur að heildarendurskoðun útlendingalaganna og er ferðin liður í þeirri vinnu. „Við hittum borgarstjórann hér í Gaziantep áðan og hún talaði um að það væru 400.000 flóttamenn frá Sýrlandi í borginni og héraðinu hennar. Það er meira en helmingi fleiri en eru í Evrópu. Stóru vandamálin eru náttúrulega hér í nágrannaríkjunum," segir Óttarr og bætir við að ástandið sé jafnvel enn erfiðara í Líbanon og Jórdaníu.Mikill fjöldi barna er í flóttamannabúðunum sem þau Óttarr Proppé og Unnur Brá Konráðsdóttir heimsóttu í Tyrklandi í dag.Erfið upplifun að ganga inn í búðirnar Í morgun heimsóttu þingmennirnir búðir þar sem flóttafólk í sérstaklega viðkvæmri stöðu dvelst, það er aldraðir og fatlaðir, einstæðir foreldrar og börn. Íslensk stjórnvöld horfa einmitt til þess að fá hingað fólk sem telst í viðkvæmri stöðu. „Jú það hefur verið horft til þess. Það er náttúrulega málið að þeir sem komast lengst, þeir sem komast upp til Evrópu, það eru þeir sem geta gengið eða komið sér þangað. Hinir verða eftir og komast ekki lengra, þannig að það er mikill vandi," segir Óttarr. Í búðunum búa um 50.000 flóttamenn. Óttarr segir það hafa verið skrýtið fyrir Íslending að ganga þar inn. „Það var náttúrulega mjög erfið upplifun. Þetta var einhvern veginn svo skrýtið að upplifa fólk í svona vonlausri stöðu, eða vonlítilli stöðu. Að upplifa það. En auðvitað er maður líka búinn að undirbúa sig andlega, einhvern veginn." Vilja komast heim í frið Hann bætir við að það hafi engu að síður verið upplífgandi að hitta fólkið sjálft. „Það var þrátt fyrir allt heilmikil von hjá fólki, og menn eru þakklátir. Maður finnur það líka hér í Tyrklandi að menn líta á Sýrlendinga sem gesti og sjálfa sig sem gestgjafa. Þeir horfa á þetta sem í raun og veru sjálfsagðan hlut að gera sitt besta og maður fann það líka á fólkinu í búðunum að það upplifði það þannig að það væri verið að gera eins vel fyrir þau og hægt væri. En hinsvegar heyrði maður það líka, að vonin dofnar þegar árin líða. Þau tala um að auðvitað langar þau að fara heim í frið, en það er ekki í augsýn." Þótt hraður veldisvöxtur hafi orðið í straumi flóttafólks til Evrópu á síðustu vikum er vandinn ekki nýr fyrir Tyrki. „Þau tala líka um það hérna að framan af hafi fólk komið og haldið að þetta yrði tímabundið, kannski í vikur eða mánuði. Síðan fara að verða liðin 5 ár síðan bylgjan reið yfir þanig að nú er þetta orðið lengra vandamál. Talað er um það hérna að það séu kannski 20.000 börn sem eru ekki með skólavist. Það er náttúrulega vandamál ekki bara í dag heldur til framtíðar. Það er hætta á týndri kynslóð," segir Óttarr. Þingmennirnir munu kynna stöðu mála fyrir kollegum sínum og innanríkisráðuneytinu þegar þau snúa aftur heim til Íslands og segist Óttarr vona að heimsóknin verði gott innlegg í alla vinnu sem snýr að málefnum útlendinga.
Flóttamenn Tengdar fréttir „Eigum alltaf meira en fólk sem á ekki neitt“ Íslenskir læknanemar í Debrecen hafa lagt sitt af mörkum við að aðstoða flóttafólk, en ungversk stjórnvöld hyggjast loka landamærunum fyrir flóttafólki í kvöld. 14. september 2015 20:30 Þarf að leiðrétta misskilning í málefnum EFTA gagnvart flóttamönnum fyrir þjóðinni Gunnar Bragi Sveinsson á von á því að ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda skili af sér á næstu dögum. 15. september 2015 11:01 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Fleiri fréttir Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana Sjá meira
„Eigum alltaf meira en fólk sem á ekki neitt“ Íslenskir læknanemar í Debrecen hafa lagt sitt af mörkum við að aðstoða flóttafólk, en ungversk stjórnvöld hyggjast loka landamærunum fyrir flóttafólki í kvöld. 14. september 2015 20:30
Þarf að leiðrétta misskilning í málefnum EFTA gagnvart flóttamönnum fyrir þjóðinni Gunnar Bragi Sveinsson á von á því að ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda skili af sér á næstu dögum. 15. september 2015 11:01