Neyðarsöfnun UNICEF: Rúmar átta milljónir hafa safnast fyrir börn frá Sýrlandi Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2015 14:23 "Börn geta ekki beðið og veturinn nálgast hratt,“ segir í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi. Vísir/AFP Yfir átta milljónir króna hafa safnast á tveimur vikum í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn frá Sýrlandi. Upphæðin bætist við þær 35 milljónir króna sem safnast hafa frá því að UNICEF á Íslandi hóf fyrstu neyðarsöfnun sína vegna stríðsátakanna í Sýrlandi, haustið 2012. Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir starfsmenn UNICEF innilega þakklátir öllum þeim fjölmörgu sem hafa lagt sitt af mörkum vegna þeirra hörmunga sem börn frá Sýrlandi hafa upplifað. „Sú umræða og þær aðgerðir sem hafa farið af stað í þjóðfélaginu undanfarið eru líka af hinu góða. Við fögnum því einlæglega að fólk vilji hjálpa börnum og fólki á flótta,“ segir Bergsteinn. Framlögin í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fara í einar umfangmestu neyðaraðgerðir samtakanna frá upphafi: Baráttu UNICEF innanlands í Sýrlandi og í öllum nágrannaríkjunum – Líbanon, Tyrklandi, Jórdaníu og Írak.Börn leita alþjóðlegrar verndar Í tilkynningu segir að UNICEF fagni auknum skuldbindingum Evrópuleiðtoga um að styðja flóttafólk og fólk í leit að betra lífi en leggur áherslu á að skuldbindingunum þurfi að fylgja eftir með tafarlausum aðgerðum allra aðildarríkja Evrópusambandsins til að vernda börn á flótta. Meira en fjórðungur flóttafólks sem nú komi til Evrópu séu börn. „Börn geta ekki beðið og veturinn nálgast hratt. Þeim mun lengur sem börn eru án aðstoðar og verndar, án þess að hafa skjól yfir höfuðið eða aðgang að heilsugæslu og sálrænum stuðningi, þeim mun meiri er hættan á að börn látist vegna lungnabólgu eða verði fyrir varanlegum skaða,“ segir Bergsteinn. Nánar má fræðast um söfnunina á heimasíðu UNICEF. Flóttamenn Tengdar fréttir Charlie Hebdo birtir skopmynd af Aylan Kurdi á forsíðu Myndbirtingin hefur vakið viðbrögð, meðal annars á samfélagsmiðlum. 15. september 2015 10:53 Þarf að leiðrétta misskilning í málefnum EFTA gagnvart flóttamönnum fyrir þjóðinni Gunnar Bragi Sveinsson á von á því að ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda skili af sér á næstu dögum. 15. september 2015 11:01 Merkel óskar eftir leiðtogafundi í næstu viku Kanslarinn sagði ekki hægt að Þýskaland, Austurríki og Svíþjóð tækju á sig allar byrðarnar. 15. september 2015 12:52 Ungverjar lýsa yfir neyðarástandi Með ákvörðuninni er ungverskum yfirvöldum heimilt að senda herlið á vettvang til að aðstoða lögreglu. 15. september 2015 11:36 Nú má handtaka flóttafólk í Ungverjalandi Þá er einnig refsivert að vinna skemmdir á nýjum fjögurra metra háum vegg sem settur hefur verið upp við landamærin að Serbíu. 15. september 2015 07:44 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Sjá meira
Yfir átta milljónir króna hafa safnast á tveimur vikum í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn frá Sýrlandi. Upphæðin bætist við þær 35 milljónir króna sem safnast hafa frá því að UNICEF á Íslandi hóf fyrstu neyðarsöfnun sína vegna stríðsátakanna í Sýrlandi, haustið 2012. Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir starfsmenn UNICEF innilega þakklátir öllum þeim fjölmörgu sem hafa lagt sitt af mörkum vegna þeirra hörmunga sem börn frá Sýrlandi hafa upplifað. „Sú umræða og þær aðgerðir sem hafa farið af stað í þjóðfélaginu undanfarið eru líka af hinu góða. Við fögnum því einlæglega að fólk vilji hjálpa börnum og fólki á flótta,“ segir Bergsteinn. Framlögin í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fara í einar umfangmestu neyðaraðgerðir samtakanna frá upphafi: Baráttu UNICEF innanlands í Sýrlandi og í öllum nágrannaríkjunum – Líbanon, Tyrklandi, Jórdaníu og Írak.Börn leita alþjóðlegrar verndar Í tilkynningu segir að UNICEF fagni auknum skuldbindingum Evrópuleiðtoga um að styðja flóttafólk og fólk í leit að betra lífi en leggur áherslu á að skuldbindingunum þurfi að fylgja eftir með tafarlausum aðgerðum allra aðildarríkja Evrópusambandsins til að vernda börn á flótta. Meira en fjórðungur flóttafólks sem nú komi til Evrópu séu börn. „Börn geta ekki beðið og veturinn nálgast hratt. Þeim mun lengur sem börn eru án aðstoðar og verndar, án þess að hafa skjól yfir höfuðið eða aðgang að heilsugæslu og sálrænum stuðningi, þeim mun meiri er hættan á að börn látist vegna lungnabólgu eða verði fyrir varanlegum skaða,“ segir Bergsteinn. Nánar má fræðast um söfnunina á heimasíðu UNICEF.
Flóttamenn Tengdar fréttir Charlie Hebdo birtir skopmynd af Aylan Kurdi á forsíðu Myndbirtingin hefur vakið viðbrögð, meðal annars á samfélagsmiðlum. 15. september 2015 10:53 Þarf að leiðrétta misskilning í málefnum EFTA gagnvart flóttamönnum fyrir þjóðinni Gunnar Bragi Sveinsson á von á því að ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda skili af sér á næstu dögum. 15. september 2015 11:01 Merkel óskar eftir leiðtogafundi í næstu viku Kanslarinn sagði ekki hægt að Þýskaland, Austurríki og Svíþjóð tækju á sig allar byrðarnar. 15. september 2015 12:52 Ungverjar lýsa yfir neyðarástandi Með ákvörðuninni er ungverskum yfirvöldum heimilt að senda herlið á vettvang til að aðstoða lögreglu. 15. september 2015 11:36 Nú má handtaka flóttafólk í Ungverjalandi Þá er einnig refsivert að vinna skemmdir á nýjum fjögurra metra háum vegg sem settur hefur verið upp við landamærin að Serbíu. 15. september 2015 07:44 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Sjá meira
Charlie Hebdo birtir skopmynd af Aylan Kurdi á forsíðu Myndbirtingin hefur vakið viðbrögð, meðal annars á samfélagsmiðlum. 15. september 2015 10:53
Þarf að leiðrétta misskilning í málefnum EFTA gagnvart flóttamönnum fyrir þjóðinni Gunnar Bragi Sveinsson á von á því að ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda skili af sér á næstu dögum. 15. september 2015 11:01
Merkel óskar eftir leiðtogafundi í næstu viku Kanslarinn sagði ekki hægt að Þýskaland, Austurríki og Svíþjóð tækju á sig allar byrðarnar. 15. september 2015 12:52
Ungverjar lýsa yfir neyðarástandi Með ákvörðuninni er ungverskum yfirvöldum heimilt að senda herlið á vettvang til að aðstoða lögreglu. 15. september 2015 11:36
Nú má handtaka flóttafólk í Ungverjalandi Þá er einnig refsivert að vinna skemmdir á nýjum fjögurra metra háum vegg sem settur hefur verið upp við landamærin að Serbíu. 15. september 2015 07:44
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?