Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir hollensku konunni

Konan er grunuð um að hafa reynt að smygla miklu magni af fíkniefnum til landsins ásamt hollenskum félaga sínum. Fíkniefni fundust í bíl þeirra við leit lögreglu á Seyðisfirði.
Maðurinn situr einnig í gæsluvarðhaldi. Bæði eru þau á Litla-Hrauni og verða þar að öllum líkindum þar til gæsluvarðhaldið yfir þeim rennur út á miðvikudaginn í næstu viku.
Tengdar fréttir

Erlent par úrskurðað í gæsluvarðhald vegna fíkniefnafundarins
Tollverðir og lögregla fundum um níutíu kíló af hörðum efnum við leit þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar í gær.

Fíkniefnin fundust í kjölfar áhættugreiningar tollayfirvalda
Efnin fundust í kjölfar áhættugreiningar tollsins á Íslandi í samvinnu við tollayfirvöld í Færeyjum og lögreglu á Íslandi.

Fíkniefnin í Norrænu: Rannsókn málsins á viðkvæmu stigi og á ekki heima í fjölmiðlum að sögn lögreglu
Lögreglan á Austurlandi gefur ekkert efnislega upp um eitt stærsta fíkniefnamál sem komið hefur upp hér á landi. Þá vísar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu alfarið á lögregluna fyrir austan vegna málsins þar sem hún fer með forræði rannsóknarinnar.

Slóðin að kólna í rannsókn á smygli
Urgur er innan lögreglu á höfuðborgarsvæðinu vegna þess að lögregla á Austurlandi fer með forræði rannsóknar á einu umfangsmesta fíkniefnasmygli síðustu ára. Sérfræðingur í rannsóknum fíkniefnamála segir mistök í upplýsingagj

Yrði eitt af stærstu fíkniefnamálum Íslands
Lagt var hald á umtalsvert magn af fíkniefnum í Norrænu í gær.