Fótbolti

Bayern og Dortmund með fullt hús stiga

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dortmund fagnar einu af fjórum mörkum sínum í dag.
Dortmund fagnar einu af fjórum mörkum sínum í dag. vísir/getty
Bayern München og Dortmund unnu bæði leiki sína í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en Thomas Muller tryggði Bayern sigur með marki í uppbótartíma.

Alexander Esswein kom Augsburg yfir í fyrri hálfleik og þannig stóðu leikar allt þangað til á 77. mínútu þegar Robert Lewandowski jafnaði metin. Bayern með tíu stig eftir fyrstu fjóra leikina.

Dortmund vann 4-2 sigur á Hannover 96. Artur Sobiech kom Hannover yfir, en Dortmund komst í 2-1 með mörkum frá Pierre-Emerick Augameyang og Henrik Mkhitaryan.

Artur Sobiech jafnaði hins vegar metin fyrir Hannover, en sjálfsmark frá Felipe og mark af vítapunktinum frá Aubameyang gerði út um leikinn. Lokatölur 4-2, sigur Hannover.

Dortmund og Bayern eru á toppi deildarinnar með tólf stig eftir fyrstu fjóra leikina, en Thomas Tuchel byrjar vel sem þjálfari Dortmund. Hann tók við af Jürgen Klopp í sumar.

Öll úrslit dagsins:

Bayer Leverkusen - Darmstadt 0-1

Bayern München - Augsburg 2-1

Hannover 96 - Borussia Dortmund 2-4

Hertha Berlin - VfB STuttgart 2-1

Ingolstadt - Wolfsburg 0-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×