Töfrandi óvissuferð Apple Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 13. september 2015 11:30 Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, kynnir iPad Pro til leiks. Vísir/GEtty Til að ná þeim árangri sem Apple hefur náð þarf meira til en sílikon, gler og stál. Galdrar eru það sem þarf og í tilfelli Apple eru töfrarnir samruni verkfræði í heimsklassa og enn betri markaðssetningar. Við höfum oft séð töfrabrögð Apple en aldrei jafn bersýnilega og á miðvikudaginn í San Francisco. WWDC-ráðstefna Apple, sem haldin er þrisvar á ári, er Ofurskál nördanna og rétt eins og umgjörð og framsetning hinnar raunverulegu Ofurskálar er ráðstefna Apple oft á tíðum fjarstæðukennd upplifun, þar sem frasar eins og „Það eina sem hefur breyst er allt” þykja frábærir en ekki merki um geðtruflun. Apple á það nefnilega til að biðja neytendur um að kveðja raunheima tímabundið og stíga inn í straumlínulagaðan og vel kóðaðan hliðarveruleika, þar sem reglurnar eiga ekki við. Frumefnin sem mynda þennan töfraheim urðu til við sundrun fyrri nýsköpunar. Mögulega hljómar þetta allt frekar neikvætt en staðreyndin er sú að Apple er fyrirtæki sem hefur á valdi sínu einstakan hæfileika til að draga stórkostlegar nýjungar úr loftkenndu rými sem mörg tæknifyrirtæki fylla. Það var sannarlega raunin á miðvikudaginn. Þrjár tilkynningar standa upp úr og allar munu þær móta framtíð Apple. Risavaxin uppfærsla iPad Fyrst þetta, áður en lengra er haldið: Þú getur hent iPad-inum þínum í ruslið. Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, kynnti iPad Pro til leiks á miðvikudaginn. Þetta er spjaldtölva sem er svipað stór og blaðsíðan sem þú lest þetta á. Hún er hlægilega stór og vélbúnaðurinn sem hún býr yfir er álíka stórtækur. Apple fullyrðir að iPad Pro sé öflugri en 80% af fartölvum í heiminum. Þetta er spjaldtölva sem hönnuð er fyrir þá sem hata fartölvur en þurfa samt á einni slíkri að halda.Hörður Ágústsson, framkvæmdastjóri Maclands.Apple kynnti einnig lyklaborð fyrir iPad Pro og Stylus eða griffil en gleymdi jafnframt að tilkynna er að iPad Pro er ekki Surface-spjaldtölvan frá Microsoft. Saman mynda þessar einingar öfluga spjaldtölvu með gríðarlega möguleika sem teygja anga sína allt frá heilbrigðisþjónustu til grafískrar hönnunar. Hörður Ágústsson, framkvæmdastjóri Macland, telur að margir geri sér eflaust ekki grein fyrir hvað iPad Pro á eftir að breyta miklu. „Ég hef þegar fengið margar fyrirspurnir frá auglýsingastofum og hönnuðum um hvenær græjan kemur,“ segir Hörður. „iPad Pro er að mörgu leyti að sækja inn á markað sem Apple er þegar ráðandi á, til dæmis hönnunarmarkaðinn.“ Margir hafa bent á að það sem Steve Jobs, sem hafði skoðanir á flestu, sagði um griffla árið 2010: „Ef þið sjáið griffil, þá klúðruðu þeir því.“ Apple Pencil, eins og penninn er kallaður, er nýtt dæmi um hvernig Apple brýtur reglur stofnandans, sem er ágætt enda lítur penninn afar vel út.Bylting í notkun smáforrita Nýja iPhone 6S vörulínan er nauðalík þeirri sem kom á markað á síðasta ári. Breytingarnar á vélbúnaðinum eru í takt við uppfærslur síðustu ára. Síminn af öflugri og með betri myndavél. Apple veit að það er ekki nægilega krassandi ástæða til að fá sér nýjan síma. Stóra breytingin fellst í nýrri nálgun á hvernig notendur nota smáforrit. Með 3D Touch-tækninni greinir skjárinn mismunandi snertingar. Kröftug snerting kallar fram eitt, létt snerting annað. Svipaða eiginleika er að finna á Apple Watch. Þetta er risavaxið skref fyrir Apple, þýðingarmikið fyrir framleiðendur smáforrita og mun skilagreina notkun þeirra í öllum komandi kynslóðum iPhone.iPhone 6S með 12MP myndavél og 3D Touch-tækni.Vísir/GettyApp Store í sjónvarpið Að endingu ber að nefna Apple TV, eða Netflix eins og það er kallað á flestum heimilum. Ný útgáfa af Apple TV er, rétt eins og iPad Pro, tæki sem á rætur í hliðarveruleika Apple. Með græjunni verður hægt að leita samhliða á öllum efnisveitum (Hulu, Netflix, Amazon o.fl.). Þá verður hægt að leita að efni með Siri og spila leiki af ýmsum toga í gegnum sjónvarpið. Fjarstýringin er með snertifleti og virkar einnig sem leikjapinni. Í þessari upptalningu er að finna eiginleika sem Microsoft, Google, Roku, Amazon, Samsung og Sony hafa fyrir löngu innleitt í sín tæki. Hugbúnaður Apple TV hefur jafnframt verið uppfærður og núna getur hver sem er spreytt sig á að þróa smáforrit fyrir Apple TV. Þar með opnast nýr og gríðarlega fjölbreyttur vettvangur fyrir hugbúnaðarframleiðendur. Möguleikarnir tengdir Apple TV eru nær endalausir. Uppfærsla Apple TV hefur vofað yfir nokkuð lengi og ljóst er að margir hafa beðið eftir að sjá hvað Apple hefur fram að færa. „Þetta ár hefur farið í að bíða eftir nýju Apple TV,“ segir Hörður í Macland. „Á þessu ári höfum við kannski selt 10% af venjulegri árssölu Apple TV. Fólk var búið að heyra að það væri eitthvað á leiðinni.“Hér má sjá samanburð á iPad Mini, iPad Air og iPad Pro.Vísir/GettyNýjungin að geta leitað í öllum efnisveitum samhliða er jafnframt forsenda þess að Apple TV taki endanlega yfir sjónvarpsholið. „Þetta er annað skref í þá átt að afruglarinn hættir að vera til staðar á hverju heimili. Þegar börnin mín fara í heimsókn til ömmu sinnar benda þau á afruglarann og spyrja „hvað er þetta?“Apple veit iPod-inn var ekki fyrsti MP3-spilarinn og iPad-inn ekki fyrsta spjaldtölvan. En að einhverju leyti er okkur alveg sama. Apple veit það. Það er það sem velgengni Apple gengur út á. Því hver mun nota Surface frá Microsoft eftir fimm ár eða Roku eða Amazon Fire TV til að horfa á sjónvarpið? Apple veit það. Tækni Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá meira
Til að ná þeim árangri sem Apple hefur náð þarf meira til en sílikon, gler og stál. Galdrar eru það sem þarf og í tilfelli Apple eru töfrarnir samruni verkfræði í heimsklassa og enn betri markaðssetningar. Við höfum oft séð töfrabrögð Apple en aldrei jafn bersýnilega og á miðvikudaginn í San Francisco. WWDC-ráðstefna Apple, sem haldin er þrisvar á ári, er Ofurskál nördanna og rétt eins og umgjörð og framsetning hinnar raunverulegu Ofurskálar er ráðstefna Apple oft á tíðum fjarstæðukennd upplifun, þar sem frasar eins og „Það eina sem hefur breyst er allt” þykja frábærir en ekki merki um geðtruflun. Apple á það nefnilega til að biðja neytendur um að kveðja raunheima tímabundið og stíga inn í straumlínulagaðan og vel kóðaðan hliðarveruleika, þar sem reglurnar eiga ekki við. Frumefnin sem mynda þennan töfraheim urðu til við sundrun fyrri nýsköpunar. Mögulega hljómar þetta allt frekar neikvætt en staðreyndin er sú að Apple er fyrirtæki sem hefur á valdi sínu einstakan hæfileika til að draga stórkostlegar nýjungar úr loftkenndu rými sem mörg tæknifyrirtæki fylla. Það var sannarlega raunin á miðvikudaginn. Þrjár tilkynningar standa upp úr og allar munu þær móta framtíð Apple. Risavaxin uppfærsla iPad Fyrst þetta, áður en lengra er haldið: Þú getur hent iPad-inum þínum í ruslið. Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, kynnti iPad Pro til leiks á miðvikudaginn. Þetta er spjaldtölva sem er svipað stór og blaðsíðan sem þú lest þetta á. Hún er hlægilega stór og vélbúnaðurinn sem hún býr yfir er álíka stórtækur. Apple fullyrðir að iPad Pro sé öflugri en 80% af fartölvum í heiminum. Þetta er spjaldtölva sem hönnuð er fyrir þá sem hata fartölvur en þurfa samt á einni slíkri að halda.Hörður Ágústsson, framkvæmdastjóri Maclands.Apple kynnti einnig lyklaborð fyrir iPad Pro og Stylus eða griffil en gleymdi jafnframt að tilkynna er að iPad Pro er ekki Surface-spjaldtölvan frá Microsoft. Saman mynda þessar einingar öfluga spjaldtölvu með gríðarlega möguleika sem teygja anga sína allt frá heilbrigðisþjónustu til grafískrar hönnunar. Hörður Ágústsson, framkvæmdastjóri Macland, telur að margir geri sér eflaust ekki grein fyrir hvað iPad Pro á eftir að breyta miklu. „Ég hef þegar fengið margar fyrirspurnir frá auglýsingastofum og hönnuðum um hvenær græjan kemur,“ segir Hörður. „iPad Pro er að mörgu leyti að sækja inn á markað sem Apple er þegar ráðandi á, til dæmis hönnunarmarkaðinn.“ Margir hafa bent á að það sem Steve Jobs, sem hafði skoðanir á flestu, sagði um griffla árið 2010: „Ef þið sjáið griffil, þá klúðruðu þeir því.“ Apple Pencil, eins og penninn er kallaður, er nýtt dæmi um hvernig Apple brýtur reglur stofnandans, sem er ágætt enda lítur penninn afar vel út.Bylting í notkun smáforrita Nýja iPhone 6S vörulínan er nauðalík þeirri sem kom á markað á síðasta ári. Breytingarnar á vélbúnaðinum eru í takt við uppfærslur síðustu ára. Síminn af öflugri og með betri myndavél. Apple veit að það er ekki nægilega krassandi ástæða til að fá sér nýjan síma. Stóra breytingin fellst í nýrri nálgun á hvernig notendur nota smáforrit. Með 3D Touch-tækninni greinir skjárinn mismunandi snertingar. Kröftug snerting kallar fram eitt, létt snerting annað. Svipaða eiginleika er að finna á Apple Watch. Þetta er risavaxið skref fyrir Apple, þýðingarmikið fyrir framleiðendur smáforrita og mun skilagreina notkun þeirra í öllum komandi kynslóðum iPhone.iPhone 6S með 12MP myndavél og 3D Touch-tækni.Vísir/GettyApp Store í sjónvarpið Að endingu ber að nefna Apple TV, eða Netflix eins og það er kallað á flestum heimilum. Ný útgáfa af Apple TV er, rétt eins og iPad Pro, tæki sem á rætur í hliðarveruleika Apple. Með græjunni verður hægt að leita samhliða á öllum efnisveitum (Hulu, Netflix, Amazon o.fl.). Þá verður hægt að leita að efni með Siri og spila leiki af ýmsum toga í gegnum sjónvarpið. Fjarstýringin er með snertifleti og virkar einnig sem leikjapinni. Í þessari upptalningu er að finna eiginleika sem Microsoft, Google, Roku, Amazon, Samsung og Sony hafa fyrir löngu innleitt í sín tæki. Hugbúnaður Apple TV hefur jafnframt verið uppfærður og núna getur hver sem er spreytt sig á að þróa smáforrit fyrir Apple TV. Þar með opnast nýr og gríðarlega fjölbreyttur vettvangur fyrir hugbúnaðarframleiðendur. Möguleikarnir tengdir Apple TV eru nær endalausir. Uppfærsla Apple TV hefur vofað yfir nokkuð lengi og ljóst er að margir hafa beðið eftir að sjá hvað Apple hefur fram að færa. „Þetta ár hefur farið í að bíða eftir nýju Apple TV,“ segir Hörður í Macland. „Á þessu ári höfum við kannski selt 10% af venjulegri árssölu Apple TV. Fólk var búið að heyra að það væri eitthvað á leiðinni.“Hér má sjá samanburð á iPad Mini, iPad Air og iPad Pro.Vísir/GettyNýjungin að geta leitað í öllum efnisveitum samhliða er jafnframt forsenda þess að Apple TV taki endanlega yfir sjónvarpsholið. „Þetta er annað skref í þá átt að afruglarinn hættir að vera til staðar á hverju heimili. Þegar börnin mín fara í heimsókn til ömmu sinnar benda þau á afruglarann og spyrja „hvað er þetta?“Apple veit iPod-inn var ekki fyrsti MP3-spilarinn og iPad-inn ekki fyrsta spjaldtölvan. En að einhverju leyti er okkur alveg sama. Apple veit það. Það er það sem velgengni Apple gengur út á. Því hver mun nota Surface frá Microsoft eftir fimm ár eða Roku eða Amazon Fire TV til að horfa á sjónvarpið? Apple veit það.
Tækni Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá meira