Földu kókaínið undir rúmdýnu á Litla-Hrauni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. september 2015 12:06 Stúlkurnar hafa verið í gæsluvarðhaldi frá því 25. maí. vísir/heiða helgadóttir Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun tvær franskar stúlkur í 18 mánaða fangelsi fyrir að flytja inn rúmt hálft kíló af kókaíni hingað til lands í maí síðastliðnum. Þær hafa báðar verið í gæsluvarðhaldi síðan 25. maí og dregst það frá refsingunni. Önnur þeirra er 23 ára gömul og hin 19 ára. Stúlkurnar komu til Íslands þann 24. maí. Önnur stúlkan faldi 350 grömm af efninu. Annars vegar límdi hún 200 gramma pakkningu á innanvert læri sitt og hins vegar setti hún 150 gramma pakkningu á milli rasskinnanna. Lækni yfirsást sú pakkning við sneiðmyndatöku og faldi stúlkan því pakkninguna undir rúmdýnu á Litla-Hrauni þar sem fangaverðir fundu hana svo. Hin stúlkan var með rúm 150 grömm af kókaíni falin innvortis í þremur pakkningum. Samkvæmt matsgerðum frá Rannsóknastofu í lyfja-og eiturefnafræði við Háskóla Íslands segir að styrkur kókaínsins í sýni hafi mælst 68% og 69%. Báðar játuðu þær brot sín skýlaust fyrir dómi. Hins vegar er það rakið í dómnum að allt frá handtöku til þingfestingar málsins hafi framburður stúlknanna verið þversagnakenndur og misvísandi, eins og það er orðað. Þær neituðu til að mynda báðar við upphaf rannsóknar að fara í sneiðmyndatöku. Í dómnum er þó tekið tillit til játningar þeirra og ungs aldurs. Hæfileg refsing þeirra var því ákveðin 18 mánuðir, með tilliti til dómaframkvæmdar og styrkleika efnanna. Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun tvær franskar stúlkur í 18 mánaða fangelsi fyrir að flytja inn rúmt hálft kíló af kókaíni hingað til lands í maí síðastliðnum. Þær hafa báðar verið í gæsluvarðhaldi síðan 25. maí og dregst það frá refsingunni. Önnur þeirra er 23 ára gömul og hin 19 ára. Stúlkurnar komu til Íslands þann 24. maí. Önnur stúlkan faldi 350 grömm af efninu. Annars vegar límdi hún 200 gramma pakkningu á innanvert læri sitt og hins vegar setti hún 150 gramma pakkningu á milli rasskinnanna. Lækni yfirsást sú pakkning við sneiðmyndatöku og faldi stúlkan því pakkninguna undir rúmdýnu á Litla-Hrauni þar sem fangaverðir fundu hana svo. Hin stúlkan var með rúm 150 grömm af kókaíni falin innvortis í þremur pakkningum. Samkvæmt matsgerðum frá Rannsóknastofu í lyfja-og eiturefnafræði við Háskóla Íslands segir að styrkur kókaínsins í sýni hafi mælst 68% og 69%. Báðar játuðu þær brot sín skýlaust fyrir dómi. Hins vegar er það rakið í dómnum að allt frá handtöku til þingfestingar málsins hafi framburður stúlknanna verið þversagnakenndur og misvísandi, eins og það er orðað. Þær neituðu til að mynda báðar við upphaf rannsóknar að fara í sneiðmyndatöku. Í dómnum er þó tekið tillit til játningar þeirra og ungs aldurs. Hæfileg refsing þeirra var því ákveðin 18 mánuðir, með tilliti til dómaframkvæmdar og styrkleika efnanna.
Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Sjá meira