„Ljóst er að íslensk stjórnvöld þurfa að taka á móti fleiri flóttamönnum en nú er gert,“ segir í þingsályktunartillögunni en gert er ráð fyrir að sérstök áhersla verði lögð á móttöku flóttafólks frá Sýrlandi og öðru flóttafólki sem sé í sambærilegri stöðu. Vilja þingmennirnir að Alþingi álykti um að taka á móti 100 flóttamönnum í ár, 200 árið 2016 og 200 árið 2017.

„Með samþykkt tilögunnar um að Ísland taki á móti að a.m.k. 100 flóttamönnum á þessu ári og 200 árlega næstu tvö árin værum við að leggja lóð á vogarskálarnar til að draga úr þeirri skelfilegu neyð, ofbeldi, nauðgunum og mansali sem flóttafólk verður fyrir.“
Jafnframt segir í tilögunni að íslensk stjórnvöld skuli undirbúa ætlun um móttöku flóttamanna í samvinnu við Flóttamannahjálpina þannig að Ísland taki á móti flóttafólki til samræmis við íbúafjölda og efnahag landsins. Áætlunin skuli taka gildi árið 2018 og þar komi fram áherslur Íslands varðandi móttöku flóttamanna.