Florentino Perez, skrautlegi forseti Real Madrid, var spurður út í meintan áhuga Paris Saint-Germain á portúgölsku stórstjörnunni Cristiano Ronaldo en hann hefur verið orðaður við frönsku meistarana undanfarna mánuði.
Greindi El Mundo Deportivo frá því á dögunum að spænska félagið hefði hafnað tilboði upp á 150 milljónir evra frá PSG í sumar en forráðamenn félagsins sjá hann sem síðasta púslið í liðið sem á að berjast um Meistaradeild Evrópu.
Perez sagði að PSG þyrfti að greiða riftunarverðið ætli þeir sér að fá Ronaldo sem á þrjú ár eftir af samningi sínum í Madríd.
„Það er mjög fínt á Spáni, við þurfum að setja riftunarverð og riftunarverðið, einn milljarður evra, er kaupverðið á honum. Ef þeir borga það ekki þá vilja þeir ekki fá hann, ég hef margoft þurft að borga riftunarverð. Hann er besti leikmaður heimsins og okkur dettur ekki í hug að selja hann.“
Perez: Ronaldo kostar PSG einn milljarð evra
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið





„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn

Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
