Grísk stjórnvöld reyna að létta af þrýstingi á Lesbos Aðalsteinn Kjartansson skrifar 10. september 2015 12:32 Flóttamannabúðirnar í Mytilini eru orðnar yfirfullar. Vísir/AFP 2.500 flóttamenn fóru með ferju á vegum gríska ríkisins frá eynni Lesbos í morgun. Þórunn starfar sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni Lesbos.Vísir Þórunn Ólafsdóttir, sem starfar sem sjálfboðaliði á grísku eynni, segir að verið sé að reyna að grípa til aðgerða en enn sé mikil ringulreið. „Sjálfboðaliðarnir hafa ekki haft neina aðstöðu eða einhvern stað til að vísa fólki á þannig að það hefur bara verið á göngu. Það er ótrúlega mikið af fólki á úti á vegunum sem hefur verið á göngu en það sem hefur verið að gerast núna síðustu þrjár daga er að það hafa verið að koma rútur aftur,“ segir hún. „Stjórnvöld sendu extra mannskap til Mytilini til að reyna að fá sem flesta úr búðunum þar sem eru orðnar yfirfullar.“ Er þá staðan eitthvað að batna? „Hér er bara einn dagur tekinn í einu. Það hefur ekkert breytt aðstæðum fólksins hérna. Það eru örugglega 150 manns í kringum mig að bíða eftir að komast með rútu til Mytilini og við vitum svo sem ekki hvenær rúturnar koma,“ segir Þórunn. Flóttamannastraumurinn til Lesbos heldur líka áfram og hundruð koma til eyjarinnar á hverjum degi.Stöðugur straumur flóttafólks er enn til eyjarinnar.Vísir/AFP„Það hættir ekkert. Þetta er ein af stystu leiðunum yfir sundið þannig að það má alveg búast við því áfram,“ segir Þórunn. Víðar í Evrópu er verið að grípa til aðgerða vegna flóttafólks, þá á mismunandi forsendum. Ungverski herinn er farinn að undirbúa mögulega aðkomu sína að því að varna flóttafólki inngöngu í landið yfir landamærin í suðri. Stjórnvöld ráðgera að senda hermenn til að hjálpa lögreglunni þar sem þúsundir flóttamanna koma frá Serbíu á hverjum einasta degi. Gaddavírsgirðing hefur verið reist meðfram landamærunum. Þingmenn á ungverska þinginu munu að öllum líkindum greiða atkvæði um aðkomu hersins að málinu síðar í mánuðinum. Áætlanirnar hafa verið gagnrýndar harðlega af mannréttindasamtökum. Þá lokuðu dönsk stjórnvöld lestarteinum sem liggja yfir landið í frá Þýskalandi til Svíþjóðar eftir hundruð flóttamanna voru stöðvaðir á leið sinni til Svíþjóðar. Gert er ráð fyrir að lestarsamgöngur verði aftur komnar á fljótlega í dag eftir að hluti flóttafólksins samþykktu að skrá sig í Danmörku og aðrir fóru með einkabílum yfir landamærin. Flóttamenn Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
2.500 flóttamenn fóru með ferju á vegum gríska ríkisins frá eynni Lesbos í morgun. Þórunn starfar sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni Lesbos.Vísir Þórunn Ólafsdóttir, sem starfar sem sjálfboðaliði á grísku eynni, segir að verið sé að reyna að grípa til aðgerða en enn sé mikil ringulreið. „Sjálfboðaliðarnir hafa ekki haft neina aðstöðu eða einhvern stað til að vísa fólki á þannig að það hefur bara verið á göngu. Það er ótrúlega mikið af fólki á úti á vegunum sem hefur verið á göngu en það sem hefur verið að gerast núna síðustu þrjár daga er að það hafa verið að koma rútur aftur,“ segir hún. „Stjórnvöld sendu extra mannskap til Mytilini til að reyna að fá sem flesta úr búðunum þar sem eru orðnar yfirfullar.“ Er þá staðan eitthvað að batna? „Hér er bara einn dagur tekinn í einu. Það hefur ekkert breytt aðstæðum fólksins hérna. Það eru örugglega 150 manns í kringum mig að bíða eftir að komast með rútu til Mytilini og við vitum svo sem ekki hvenær rúturnar koma,“ segir Þórunn. Flóttamannastraumurinn til Lesbos heldur líka áfram og hundruð koma til eyjarinnar á hverjum degi.Stöðugur straumur flóttafólks er enn til eyjarinnar.Vísir/AFP„Það hættir ekkert. Þetta er ein af stystu leiðunum yfir sundið þannig að það má alveg búast við því áfram,“ segir Þórunn. Víðar í Evrópu er verið að grípa til aðgerða vegna flóttafólks, þá á mismunandi forsendum. Ungverski herinn er farinn að undirbúa mögulega aðkomu sína að því að varna flóttafólki inngöngu í landið yfir landamærin í suðri. Stjórnvöld ráðgera að senda hermenn til að hjálpa lögreglunni þar sem þúsundir flóttamanna koma frá Serbíu á hverjum einasta degi. Gaddavírsgirðing hefur verið reist meðfram landamærunum. Þingmenn á ungverska þinginu munu að öllum líkindum greiða atkvæði um aðkomu hersins að málinu síðar í mánuðinum. Áætlanirnar hafa verið gagnrýndar harðlega af mannréttindasamtökum. Þá lokuðu dönsk stjórnvöld lestarteinum sem liggja yfir landið í frá Þýskalandi til Svíþjóðar eftir hundruð flóttamanna voru stöðvaðir á leið sinni til Svíþjóðar. Gert er ráð fyrir að lestarsamgöngur verði aftur komnar á fljótlega í dag eftir að hluti flóttafólksins samþykktu að skrá sig í Danmörku og aðrir fóru með einkabílum yfir landamærin.
Flóttamenn Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira