Engin björgunarsveit var kölluð út í nótt eftir því sem best er vitað, enda var ekki eins hvasst í nótt og í fyrrinótt. Áfram er þó spáð stormi á vestanverðu landinu og miðhálendinu fram undir hádegi.
Veðurstofan segir að áfram megi búast við vatnavöxtum suðaustanlands fram eftir degi, einkum á svæðinu frá Mýrdalsjökli í vestri og austur fyrir Höfn í Hornafirði. Þar var aðal úrkomusvæðið í nótt og aukin hætta er á skriðuföllum, en ekki hafa borist tilkynningar um slíkt.
Óvenju lítil umferð var um vegi landsins, samkvæmt mælum Vegagerðarinnar.
Áfram spáð stormi á vestanverðu landinu
Gissur Sigurðsson skrifar
