Hollensku móðurinni boðnar allt að 50 þúsund evrur fyrir að smygla fíkniefnum til Íslands með Norrænu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2015 17:52 Norræna við höfn í Seyðisfirði. vísir Hollenska konan, sem ákærð er fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning hingað til lands í apríl síðastliðnum, sagði við skýrslutöku hjá lögreglu að henni hefði verið boðið að flytja fíkniefni í húsbíl og koma til Íslands með ferjunni Norrænu. Fyrir þessa ferð átti konan að fá 30.000-50.000 evrur. 50.000 evrur eru rúmar sjö milljónir króna á gengi dagsins. Þetta kom fram við aðalmeðferð máls sem ákæruvaldið hefur höfðað gegn henni og 26 ára gömlum íslenskum karlmanni en konan er ákærð fyrir að hafa smyglað um 20 kílóum af fíkniefnum hingað. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa tekið við tösku sem átti að innihalda fíkniefnin og ætlað að koma þeim áfram til ónafngreindra aðila svo selja mætti efnin. Eins og kunnugt er var hollenskt par handtekið í byrjun þessa mánaðar fyrir að smygla 80 kílóum af MDMA til landsins. Þau komu til landsins með Norrænu og voru á húsbíl þar sem fíkniefnin fundust falin, meðal annars í gaskúti og niðursuðudósum. Spurningin er því hvort að sömu aðilar og hafi beðið hollensku konuna um að koma hingað í apríl hafi einnig komið að smyglinu með Norrænu.Sá ferðatöskurnar fyrst á flugvellinum Fyrir dómi í dag sagðist konan hafa sagt lögreglunni í upphafi frá tveimur einstaklingum í Hollandi sem hún segir hafa beðið sig um að flytja fíkniefnin til Íslands. Hún sagði lögreglunni hvað þeir heita, Jeroen og Nicky, og fann þá á Facebook. Þá kvaðst hún hafa sýnt lögreglunni hvar þeir byggju með hjálp Google Maps. Konan hafði tvisvar áður komið til Íslands með Jeroen en hann var þá að smygla fíkniefnum til landsins. Konan taldi sig vera að smygla svipuðu magni og hún taldi hann hafa gert, eða um 2-3 kílóum. Í ljós kom hins vegar að hún var með 20 kíló í farangri sínum og dóttur sinnar sem kom með henni hingað. Dómari í málinu spurði konuna hvenær hún hefði fyrst séð ferðatöskurnar en komið hafði fram að hún pakkaði ekki í þær sjálf. Hún sagðist fyrst hafa séð töskurnar á flugvellinum og hafði látið fólkið sem pakkaði í töskurnar fá föt og dót sem mæðgurnar ætluðu að taka með sér.Spurði hvort að konunni hafi ekki þótt þyngd farangursins grunsamleg Áætlað var að þær yrðu hér eina helgi, frá föstudegi til mánudags, og spurði dómarinn hvort að konunni hefði ekki fundist grunsamlegt hversu þungar töskurnar væru ef þær mæðgur voru bara með dót fyrir helgarferð. „Ég spurði á sínum tíma ekki hvað þetta væri mikið eða hvað þetta væri því ég var búin að segja að vildi alls ekki taka meira en svona tvö kíló. Ég var því ekki mikið að hugsa um þyngdina því ég lét þau til dæmis fá hárþurrku og snyrtidót sem dóttir mín átti. Mér skilst að það hafi verið ýmislegt sem dóttir mín lét mig fá til að taka með í ferðina sem var á endanum ekki í töskunni hennar.“ Aðspurð hvort það hefði verið nauðsynlegt að taka með tvær töskur í ferðina miðað við þann farangur sem þær ætluðu að hafa með sér sagði konan svo vera. Hún sjálf hefði alltaf pakkað niður í tvær töskur því dóttir hennar vildi taka með sér mikið af snyrti-og hárdóti. Þá vildi konan líka hafa pláss fyrir íslenska minjagripi sem hún ætlaði að kaupa hér. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Hollenska móðirin var notuð í tálbeituaðgerð til að ná íslenska manninum Ákæra gefin út í málinu sem jafnan er tengt við hollensku mæðgurnar. 9. júlí 2015 14:21 Maðurinn neitar að hafa tekið við ætluðum fíkniefnum frá hollensku móðurinni Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa tekið við tösku sem átti að innihalda um 20 kíló af fíkniefnum neitaði sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 27. júlí 2015 11:05 Bað um að fá að taka dótturina með sér til Íslands Hollenska konan sem ákærð er fyrir að flytja um 20 kíló af fíkniefnum hingað til lands gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Skýrslutakan tók mikið á hana og brast hún nokkrum sinnum í grát. 29. september 2015 16:15 Hollenska móðirin neitaði sök Íslendingurinn fékk frest til að taka afstöðu til ákærunnar. 10. júlí 2015 11:36 Átti að fara með töskuna á Grand Hótel og fá 300 þúsund krónur fyrir Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hollenskri konu á fimmtugsaldri og 26 ára gömlum íslenskum manni sem ákærð eru í umfangsmiklu fíkniefnamáli hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 29. september 2015 14:14 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Hollenska konan, sem ákærð er fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning hingað til lands í apríl síðastliðnum, sagði við skýrslutöku hjá lögreglu að henni hefði verið boðið að flytja fíkniefni í húsbíl og koma til Íslands með ferjunni Norrænu. Fyrir þessa ferð átti konan að fá 30.000-50.000 evrur. 50.000 evrur eru rúmar sjö milljónir króna á gengi dagsins. Þetta kom fram við aðalmeðferð máls sem ákæruvaldið hefur höfðað gegn henni og 26 ára gömlum íslenskum karlmanni en konan er ákærð fyrir að hafa smyglað um 20 kílóum af fíkniefnum hingað. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa tekið við tösku sem átti að innihalda fíkniefnin og ætlað að koma þeim áfram til ónafngreindra aðila svo selja mætti efnin. Eins og kunnugt er var hollenskt par handtekið í byrjun þessa mánaðar fyrir að smygla 80 kílóum af MDMA til landsins. Þau komu til landsins með Norrænu og voru á húsbíl þar sem fíkniefnin fundust falin, meðal annars í gaskúti og niðursuðudósum. Spurningin er því hvort að sömu aðilar og hafi beðið hollensku konuna um að koma hingað í apríl hafi einnig komið að smyglinu með Norrænu.Sá ferðatöskurnar fyrst á flugvellinum Fyrir dómi í dag sagðist konan hafa sagt lögreglunni í upphafi frá tveimur einstaklingum í Hollandi sem hún segir hafa beðið sig um að flytja fíkniefnin til Íslands. Hún sagði lögreglunni hvað þeir heita, Jeroen og Nicky, og fann þá á Facebook. Þá kvaðst hún hafa sýnt lögreglunni hvar þeir byggju með hjálp Google Maps. Konan hafði tvisvar áður komið til Íslands með Jeroen en hann var þá að smygla fíkniefnum til landsins. Konan taldi sig vera að smygla svipuðu magni og hún taldi hann hafa gert, eða um 2-3 kílóum. Í ljós kom hins vegar að hún var með 20 kíló í farangri sínum og dóttur sinnar sem kom með henni hingað. Dómari í málinu spurði konuna hvenær hún hefði fyrst séð ferðatöskurnar en komið hafði fram að hún pakkaði ekki í þær sjálf. Hún sagðist fyrst hafa séð töskurnar á flugvellinum og hafði látið fólkið sem pakkaði í töskurnar fá föt og dót sem mæðgurnar ætluðu að taka með sér.Spurði hvort að konunni hafi ekki þótt þyngd farangursins grunsamleg Áætlað var að þær yrðu hér eina helgi, frá föstudegi til mánudags, og spurði dómarinn hvort að konunni hefði ekki fundist grunsamlegt hversu þungar töskurnar væru ef þær mæðgur voru bara með dót fyrir helgarferð. „Ég spurði á sínum tíma ekki hvað þetta væri mikið eða hvað þetta væri því ég var búin að segja að vildi alls ekki taka meira en svona tvö kíló. Ég var því ekki mikið að hugsa um þyngdina því ég lét þau til dæmis fá hárþurrku og snyrtidót sem dóttir mín átti. Mér skilst að það hafi verið ýmislegt sem dóttir mín lét mig fá til að taka með í ferðina sem var á endanum ekki í töskunni hennar.“ Aðspurð hvort það hefði verið nauðsynlegt að taka með tvær töskur í ferðina miðað við þann farangur sem þær ætluðu að hafa með sér sagði konan svo vera. Hún sjálf hefði alltaf pakkað niður í tvær töskur því dóttir hennar vildi taka með sér mikið af snyrti-og hárdóti. Þá vildi konan líka hafa pláss fyrir íslenska minjagripi sem hún ætlaði að kaupa hér.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Hollenska móðirin var notuð í tálbeituaðgerð til að ná íslenska manninum Ákæra gefin út í málinu sem jafnan er tengt við hollensku mæðgurnar. 9. júlí 2015 14:21 Maðurinn neitar að hafa tekið við ætluðum fíkniefnum frá hollensku móðurinni Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa tekið við tösku sem átti að innihalda um 20 kíló af fíkniefnum neitaði sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 27. júlí 2015 11:05 Bað um að fá að taka dótturina með sér til Íslands Hollenska konan sem ákærð er fyrir að flytja um 20 kíló af fíkniefnum hingað til lands gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Skýrslutakan tók mikið á hana og brast hún nokkrum sinnum í grát. 29. september 2015 16:15 Hollenska móðirin neitaði sök Íslendingurinn fékk frest til að taka afstöðu til ákærunnar. 10. júlí 2015 11:36 Átti að fara með töskuna á Grand Hótel og fá 300 þúsund krónur fyrir Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hollenskri konu á fimmtugsaldri og 26 ára gömlum íslenskum manni sem ákærð eru í umfangsmiklu fíkniefnamáli hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 29. september 2015 14:14 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Hollenska móðirin var notuð í tálbeituaðgerð til að ná íslenska manninum Ákæra gefin út í málinu sem jafnan er tengt við hollensku mæðgurnar. 9. júlí 2015 14:21
Maðurinn neitar að hafa tekið við ætluðum fíkniefnum frá hollensku móðurinni Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa tekið við tösku sem átti að innihalda um 20 kíló af fíkniefnum neitaði sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 27. júlí 2015 11:05
Bað um að fá að taka dótturina með sér til Íslands Hollenska konan sem ákærð er fyrir að flytja um 20 kíló af fíkniefnum hingað til lands gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Skýrslutakan tók mikið á hana og brast hún nokkrum sinnum í grát. 29. september 2015 16:15
Hollenska móðirin neitaði sök Íslendingurinn fékk frest til að taka afstöðu til ákærunnar. 10. júlí 2015 11:36
Átti að fara með töskuna á Grand Hótel og fá 300 þúsund krónur fyrir Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hollenskri konu á fimmtugsaldri og 26 ára gömlum íslenskum manni sem ákærð eru í umfangsmiklu fíkniefnamáli hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 29. september 2015 14:14