Innlent

Ísland í dag: „Það hafa allir séð maga“

Bjarki Ármannsson skrifar
Skólastjóri Háteigsskóla sendi foreldrum nemenda skólans bréf fyrir helgi þar sem fram kom að magabolir væru ekki vel séðir í skólanum. Hann gaf í skyn að þeir væru ögrandi og hefðu truflandi áhrif.

Málið var til umræðu í þætti kvöldsins af Íslandi í dag. Rætt var við foreldra nemanda skólans, starfsmann félagsmiðstöðvarinnar og einn skipuleggjenda Druslugöngunnar um hvort setja þurfi reglur um klæðaburð ungmenna og hvaða skilaboð sé verið að senda til þeirra með því.

Þá fengu nokkrir kvenkyns nemendur í efri bekkjum skólans að segja sína skoðun á málinu.

„Eldra fólkið er frekar á móti þessu en yngri kynslóðin,“ segja nemendurnir um magabolina. „Þau segja að þetta sé of kynferðislegt en það er náttúrulega bara fáránlegt. Þetta er maginn á þér, það hafa allir séð maga.“

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×