Fótbolti

Neymar sakaður um skattsvik

Stefán Árni Pálsson skrifar
Neymar er nýkominn af stað á ný eftir að hafa verið með hettusótt í upphafi tímabilsins.
Neymar er nýkominn af stað á ný eftir að hafa verið með hettusótt í upphafi tímabilsins. Vísir/getty
Brasilíski framherjinn Neymar, leikmaður Barcelona, er sakaður um að svíkja undan skatti í Brasilíu og hafa eignir hans upp á átta milljarða verið frystar af dómsstólum í Sao Paulo.

Framherjinn er sakaður um að sleppt því að greiða tæplega þrjá milljarða í skatt á árunum 2011 til 2013.

Carlo Muta, dómari í Brasilíu, hefur því fryst upphæð sem er þrefalt hærri en skuld Neymar af öryggisástæðum.

Um er að ræða eignir á borð við húsnæði og dýr faratæki. Hann hefur enn aðgang að miklum fjármunum og hlutabréfum í hans eign.

Honum er gefið að sök að hafa sleppt því að gefa upp ákveðnar tekjur erlendis frá og tengist það vistaskiptum hans til Barcelona árið 2013.

Eignir Neymar eru metnar á um tíu milljarða íslenskra króna. Málið snýst meðal annars um kaupverðið á Neymar og það hvað Barcelona þurfti að greiða fyrir kappann. Talið var að kaupverðið hafi verið rúmlega 57 milljónir evra en í raun var það 86 milljónir evra. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×