Auschwitz til sölu Sabine Leskopf skrifar 26. september 2015 07:00 Árið 1976 kom þýskur rannsóknarlögreglumaður að nafni Karl Schütz til Íslands vegna Geirfinnsmálsins. Skömmu seinna birtist skopmynd af honum með hakakrossi í Morgunblaðinu. Hann sætti sig ekki við það og fór í mál vegna þess að þetta þykir hin mesta móðgun við Þjóðverja sem hægt er að hugsa sér. Hæstiréttur dæmdi svo ritstjórnina til að greiða honum bætur þó að teiknarinn sjálfur hafi verið sýknaður. Ég er Þjóðverji og hef búið á Íslandi í 15 ár. Fyrstu árin gat ég verið mjög sár yfir lélegum nasistabröndurum og enn lélegri og óviðeigandi nasistasamlíkingum. Stundum var vísað til meints húmorsleysis Þjóðverja þegar ég hló ekki að slíkum bröndurum. Svona eins og svart fólk – eða blámaður? – hlær ekki að niggarabröndurum þegar þeir eru sagðir af hvítu fólki. Þetta er flókið og vandmeðfarið mál. Langoftast hef ég þó tamið mér með árunum að hugsa í hljóði um vanþekkingu, ónærgætni og áhugaleysi um sögu og framþróun Þýskalands. Fyrir utan Suður-Afríku hefur nefnilega ekkert land unnið eins mikið í því að læra af sögu sinni og Þýskaland, svo mikið, að ég ólst upp með því hugarfari að það mætti ekki vera gaman að vera Þjóðverji, að saklaus þjóðernisvitund eins og við upplifum hér 17. júní eða eftir sigur í handboltanum var ekki í boði þá, þó miklar breytingar hafi orðið á síðustu árum.Ímyndaðir nasistar Sl. þriðjudag vísaði borgarfulltrúinn Áslaug María Friðriksdóttir til ímyndaðra nasista í borgarstjórn í umræðunni um tillögu meirihluta borgarinnar um sniðgöngusamþykktina. Næsta dag kom víst hálf afsökunarbeiðni á Facebook-síðu hennar þar sem hún segist sjá eftir að hafa sagt þetta, en segir samt að í rauninni ætti hún ekki að þurfa að biðjast afsökunar af því að hún gerði eiginlega ekkert rangt. Það sem hún virðist ekki gera sér grein fyrir er að hún, og aðrir sem nota slíka orðræðu svona léttvægt í engu samræmi við tilefnið, er að hún sýnir ekki bara mér persónulega og félögum mínum vanvirðingu, heldur líka öllum þeim 6 milljónum gyðinga sem týndu lífi í útrýmingarbúðum nasista. Ég sat þennan fund og undir þessum lítt dulbúna samanburði minna starfa við nasista. Fundurinn snerist í huga minnihlutans aðallega um það hvaða verðmiða mætti setja á mannréttindi. Af málflutningi Áslaugar hefði mátt halda að Sjálfstæðisflokkurinn væri til í að selja jafnvel Auschwitz ef einungis væri nóg að græða á því. Ég er ekki þeirrar skoðunar, einmitt af því að ég er í dag stoltur Íslendingur af þýskum uppruna. Góða fólkið sem sagt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Árið 1976 kom þýskur rannsóknarlögreglumaður að nafni Karl Schütz til Íslands vegna Geirfinnsmálsins. Skömmu seinna birtist skopmynd af honum með hakakrossi í Morgunblaðinu. Hann sætti sig ekki við það og fór í mál vegna þess að þetta þykir hin mesta móðgun við Þjóðverja sem hægt er að hugsa sér. Hæstiréttur dæmdi svo ritstjórnina til að greiða honum bætur þó að teiknarinn sjálfur hafi verið sýknaður. Ég er Þjóðverji og hef búið á Íslandi í 15 ár. Fyrstu árin gat ég verið mjög sár yfir lélegum nasistabröndurum og enn lélegri og óviðeigandi nasistasamlíkingum. Stundum var vísað til meints húmorsleysis Þjóðverja þegar ég hló ekki að slíkum bröndurum. Svona eins og svart fólk – eða blámaður? – hlær ekki að niggarabröndurum þegar þeir eru sagðir af hvítu fólki. Þetta er flókið og vandmeðfarið mál. Langoftast hef ég þó tamið mér með árunum að hugsa í hljóði um vanþekkingu, ónærgætni og áhugaleysi um sögu og framþróun Þýskalands. Fyrir utan Suður-Afríku hefur nefnilega ekkert land unnið eins mikið í því að læra af sögu sinni og Þýskaland, svo mikið, að ég ólst upp með því hugarfari að það mætti ekki vera gaman að vera Þjóðverji, að saklaus þjóðernisvitund eins og við upplifum hér 17. júní eða eftir sigur í handboltanum var ekki í boði þá, þó miklar breytingar hafi orðið á síðustu árum.Ímyndaðir nasistar Sl. þriðjudag vísaði borgarfulltrúinn Áslaug María Friðriksdóttir til ímyndaðra nasista í borgarstjórn í umræðunni um tillögu meirihluta borgarinnar um sniðgöngusamþykktina. Næsta dag kom víst hálf afsökunarbeiðni á Facebook-síðu hennar þar sem hún segist sjá eftir að hafa sagt þetta, en segir samt að í rauninni ætti hún ekki að þurfa að biðjast afsökunar af því að hún gerði eiginlega ekkert rangt. Það sem hún virðist ekki gera sér grein fyrir er að hún, og aðrir sem nota slíka orðræðu svona léttvægt í engu samræmi við tilefnið, er að hún sýnir ekki bara mér persónulega og félögum mínum vanvirðingu, heldur líka öllum þeim 6 milljónum gyðinga sem týndu lífi í útrýmingarbúðum nasista. Ég sat þennan fund og undir þessum lítt dulbúna samanburði minna starfa við nasista. Fundurinn snerist í huga minnihlutans aðallega um það hvaða verðmiða mætti setja á mannréttindi. Af málflutningi Áslaugar hefði mátt halda að Sjálfstæðisflokkurinn væri til í að selja jafnvel Auschwitz ef einungis væri nóg að græða á því. Ég er ekki þeirrar skoðunar, einmitt af því að ég er í dag stoltur Íslendingur af þýskum uppruna. Góða fólkið sem sagt.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun