Fara aldraðir í mál við ríkið? Björgvin GuðmundssoN skrifar 25. september 2015 00:00 Aldraðir eru orðnir langþreyttir á aðgerðaleysi stjórnvalda í kjaramálum þeirra. Og þá sjaldan eitthvað er gert í lífeyrismálum þeirra er það skorið við nögl og þannig undirstrikað rækilega, að stjórnvöld líti á aldraða sem annars flokks borgara, sem megi sitja á hakanum! Af þessum sökum hafa eldri borgarar hugleitt nýjar leiðir í kjarabaráttunni. Hugsanleg málsókn gegn ríkinu hefur verið rædd í því sambandi.Verið að brjóta stjórnarskrána? Í 76. grein stjórnarskrárinnar segir, að ríkið eigi að veita öldruðum aðstoð, ef þörf er á. Þetta ákvæði hefur verið túlkað svo í réttarsölunum, að þeir, sem þurfi aðstoð ríkisins til framfærslu, eigi að fá aðstoð, sem geri þeim kleift að taka eðlilegan þátt í samfélaginu. Heyrnarlausa stúlkan, Snædís Hjartardóttir, sem ekki fékk tilskilda túlkaþjónustu, gat ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu vegna þess að hún fékk ekki þessa þjónustu. Menntamálaráðherra sagðist ekki hafa peninga en sú mótbára dugði ekki í réttarsalnum. Stjórnarskráin er ofar fjárlögum. Stúlkan hafði stjórnarskrárvarinn rétt til túlkaþjónustu og þess vegna vann hún málið. Ég hef trú á því, að það sé einnig talinn stjórnarskrárvarinn réttur eldri borgara að fá nægilegan lífeyri frá almannatryggingum til þess að geta tekið eðlilegan þátt í samfélaginu. Þeir eldri borgarar, sem hafa einungis lífeyri frá TR, geta það ekki í dag. Lífeyrir almannatrygginga dugar ekki fyrir brýnustu útgjöldum þeirra. Sumir eldri borgarar, sem hafa minnst frá almannatryggingum, hafa ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins. Slík meðferð á eldri borgurum stenst ekki fyrir lögum og stjórnarskrá. Það er verið að brjóta mannréttindi á þessum eldri borgurum.192 þúsund á mánuði! Einhleypur ellilífeyrisþegi, sem einungis hefur tekjur frá TR, hefur ekki nema 192 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það lifir enginn mannsæmandi lífi af svo lágri upphæð í dag miðað við mikinn húsnæðiskostnað. Það er ekki aðeins, að þeir geti ekki veitt sér neitt heldur hafa þeir ekki fyrir brýnustu nauðsynjum. Þeir sem eru í þessari stöðu geta ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu. Það er kominn tími til að við breytum þessu. Við þurfum að veita þessum þegnum þjóðfélagsins viðunandi lífskjör. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Aldraðir eru orðnir langþreyttir á aðgerðaleysi stjórnvalda í kjaramálum þeirra. Og þá sjaldan eitthvað er gert í lífeyrismálum þeirra er það skorið við nögl og þannig undirstrikað rækilega, að stjórnvöld líti á aldraða sem annars flokks borgara, sem megi sitja á hakanum! Af þessum sökum hafa eldri borgarar hugleitt nýjar leiðir í kjarabaráttunni. Hugsanleg málsókn gegn ríkinu hefur verið rædd í því sambandi.Verið að brjóta stjórnarskrána? Í 76. grein stjórnarskrárinnar segir, að ríkið eigi að veita öldruðum aðstoð, ef þörf er á. Þetta ákvæði hefur verið túlkað svo í réttarsölunum, að þeir, sem þurfi aðstoð ríkisins til framfærslu, eigi að fá aðstoð, sem geri þeim kleift að taka eðlilegan þátt í samfélaginu. Heyrnarlausa stúlkan, Snædís Hjartardóttir, sem ekki fékk tilskilda túlkaþjónustu, gat ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu vegna þess að hún fékk ekki þessa þjónustu. Menntamálaráðherra sagðist ekki hafa peninga en sú mótbára dugði ekki í réttarsalnum. Stjórnarskráin er ofar fjárlögum. Stúlkan hafði stjórnarskrárvarinn rétt til túlkaþjónustu og þess vegna vann hún málið. Ég hef trú á því, að það sé einnig talinn stjórnarskrárvarinn réttur eldri borgara að fá nægilegan lífeyri frá almannatryggingum til þess að geta tekið eðlilegan þátt í samfélaginu. Þeir eldri borgarar, sem hafa einungis lífeyri frá TR, geta það ekki í dag. Lífeyrir almannatrygginga dugar ekki fyrir brýnustu útgjöldum þeirra. Sumir eldri borgarar, sem hafa minnst frá almannatryggingum, hafa ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins. Slík meðferð á eldri borgurum stenst ekki fyrir lögum og stjórnarskrá. Það er verið að brjóta mannréttindi á þessum eldri borgurum.192 þúsund á mánuði! Einhleypur ellilífeyrisþegi, sem einungis hefur tekjur frá TR, hefur ekki nema 192 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það lifir enginn mannsæmandi lífi af svo lágri upphæð í dag miðað við mikinn húsnæðiskostnað. Það er ekki aðeins, að þeir geti ekki veitt sér neitt heldur hafa þeir ekki fyrir brýnustu nauðsynjum. Þeir sem eru í þessari stöðu geta ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu. Það er kominn tími til að við breytum þessu. Við þurfum að veita þessum þegnum þjóðfélagsins viðunandi lífskjör.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun