Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, var í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness en Sigurður kom fyrir dóminn þann 28. ágúst síðastliðinn og játaði sök í öllum ákæruliðum.
Um tugi brota er að ræða en Sigurður braut 40 sinnum á einum piltinum og 15 sinnum á öðrum. Sigurður var jafnframt dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar sem var alls um 6 milljónir króna. Þá var hann dæmdur til að greiða piltunum níu alls 8,6 milljónir í skaðabætur.
Sigurður hefur áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot. Í febrúar í fyrra var hann dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að tæla 17 ára pilt til kynferðimaka. Þeirri afplánun lauk Sigurður þann 2. nóvember en eftir það sat hann í gæsluvarðhaldi. Hann afplánar nú tveggja ára fangelsisdóm vegna fjársvika sem féll þann 22. desember í fyrra.
Uppfært 25. september klukkan 10:48
Dómurinn hefur verið birtur á vef Héraðsdóms Reykjaness og má nálgast hér.