Nefndarfundi líkt við rannsóknarrétt Svavar Hávarðsson skrifar 25. september 2015 07:00 Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis. vísir/vilhelm Ljóst er að yfirlýstur tilgangur fundar atvinnuveganefndar Alþingis í gærmorgun um að leysa ágreining og reyna að koma á sáttum vegna vinnu við Rammaáætlun snerist fullkomlega upp í andhverfu sína og endaði með hörðum orðaskiptum í upphafi þingfundar í gær. Óvægnar ásakanir gengu á víxl bæði á fundi nefndarinnar og í þingsal. Fundurinn var opinn fjölmiðlum og var til hans boðað til að ræða álitamál sem höfðu risið í fyrra frá hendi orkugeirans, en deilur stóðu vikum saman á Alþingi eftir að meirihluti nefndarinnar gerði breytingartillögu við þingsályktun umhverfisráðherra um að setja Hvammsvirkjun í Þjórsá í nýtingarflokk – en það var í samræmi við niðurstöðu verkefnisstjórnar Rammaáætlunar. Þá vildi meirihluti nefndarinnar að fleiri virkjanakostir yrðu færðir úr biðflokki í nýtingarflokk – m.a. tveir í neðri hluta Þjórsár. Til fundarins voru boðaðir fulltrúar allra orkufyrirtækjanna, að því er best varð séð, Orkustofnunar sem hefur verið mjög gagnrýnin á störf verkefnastjórnarinnar auk Stefáns Gíslasonar, formanns verkefnastjórnarinnar. Voru málin rædd á milli nefndarmanna og gesta fundarins í þessari sömu röð. „Rannsóknarréttur“ og „sakabekkur“, voru orð sem varaformaður nefndarinnar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, notaði yfir fundinn. Gagnrýndi hún afar hart að til hans hefðu ekki verið boðaðir fulltrúar náttúruverndarsamtaka og fleiri – eins og hún hafði óskað eftir. Sagði hún grafið undan trúverðugleika verkefnastjórnarinnar með því að fullyrða að hún starfaði ekki samkvæmt lögum sem um hana gilda – auk þess sem efast væri um hæfi þeirra sem í verkefnisstjórninni sitja, og þá sérstaklega af hálfu formannsins, Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem rakti í löngu máli á fundinum aðkomu einstakra starfsmanna verkefnisstjórnar að félagsstörfum er tengjast náttúruvernd. Eins varpaði hún fram þeirri spurningu hvað málið hefði að gera á vettvangi atvinnuveganefndar þegar með réttu ættu álitamálin sem voru undir – stjórnsýslan - heima hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þessari túlkun Lilju Rafneyjar var mótmælt hart af stjórnarþingmönnum í nefndinni og formaðurinn áréttaði góðan vilja sinn til þess að finna málinu sáttafarveg, enda væri full þörf á því að skoða málið niður í kjölinn líkt og gagnrýni hagsmunaaðila hefði sýnt á fundi nefndarinnar og nefndi að bæði fulltrúar Orkustofnunar og orkufyrirtækjanna hefðu fullyrt að verkefnastjórnin færi ekki að lögum. Í þingræðu sinni um hádegisbil sakaði Jón stjórnarandstöðuna um að setja á svið leikrit og að gagnrýni hennar væri persónulegt skítkast. Boðaði hann fleiri fundi enda hefði Alþingi vísað málinu til nefndarinnar en hún hefði ekki óskað eftir því að taka það upp. Alþingi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
Ljóst er að yfirlýstur tilgangur fundar atvinnuveganefndar Alþingis í gærmorgun um að leysa ágreining og reyna að koma á sáttum vegna vinnu við Rammaáætlun snerist fullkomlega upp í andhverfu sína og endaði með hörðum orðaskiptum í upphafi þingfundar í gær. Óvægnar ásakanir gengu á víxl bæði á fundi nefndarinnar og í þingsal. Fundurinn var opinn fjölmiðlum og var til hans boðað til að ræða álitamál sem höfðu risið í fyrra frá hendi orkugeirans, en deilur stóðu vikum saman á Alþingi eftir að meirihluti nefndarinnar gerði breytingartillögu við þingsályktun umhverfisráðherra um að setja Hvammsvirkjun í Þjórsá í nýtingarflokk – en það var í samræmi við niðurstöðu verkefnisstjórnar Rammaáætlunar. Þá vildi meirihluti nefndarinnar að fleiri virkjanakostir yrðu færðir úr biðflokki í nýtingarflokk – m.a. tveir í neðri hluta Þjórsár. Til fundarins voru boðaðir fulltrúar allra orkufyrirtækjanna, að því er best varð séð, Orkustofnunar sem hefur verið mjög gagnrýnin á störf verkefnastjórnarinnar auk Stefáns Gíslasonar, formanns verkefnastjórnarinnar. Voru málin rædd á milli nefndarmanna og gesta fundarins í þessari sömu röð. „Rannsóknarréttur“ og „sakabekkur“, voru orð sem varaformaður nefndarinnar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, notaði yfir fundinn. Gagnrýndi hún afar hart að til hans hefðu ekki verið boðaðir fulltrúar náttúruverndarsamtaka og fleiri – eins og hún hafði óskað eftir. Sagði hún grafið undan trúverðugleika verkefnastjórnarinnar með því að fullyrða að hún starfaði ekki samkvæmt lögum sem um hana gilda – auk þess sem efast væri um hæfi þeirra sem í verkefnisstjórninni sitja, og þá sérstaklega af hálfu formannsins, Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem rakti í löngu máli á fundinum aðkomu einstakra starfsmanna verkefnisstjórnar að félagsstörfum er tengjast náttúruvernd. Eins varpaði hún fram þeirri spurningu hvað málið hefði að gera á vettvangi atvinnuveganefndar þegar með réttu ættu álitamálin sem voru undir – stjórnsýslan - heima hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þessari túlkun Lilju Rafneyjar var mótmælt hart af stjórnarþingmönnum í nefndinni og formaðurinn áréttaði góðan vilja sinn til þess að finna málinu sáttafarveg, enda væri full þörf á því að skoða málið niður í kjölinn líkt og gagnrýni hagsmunaaðila hefði sýnt á fundi nefndarinnar og nefndi að bæði fulltrúar Orkustofnunar og orkufyrirtækjanna hefðu fullyrt að verkefnastjórnin færi ekki að lögum. Í þingræðu sinni um hádegisbil sakaði Jón stjórnarandstöðuna um að setja á svið leikrit og að gagnrýni hennar væri persónulegt skítkast. Boðaði hann fleiri fundi enda hefði Alþingi vísað málinu til nefndarinnar en hún hefði ekki óskað eftir því að taka það upp.
Alþingi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira