Samkynhneigður Rússi fer huldu höfði í Reykjavík Una Sighvatsdóttir skrifar 24. september 2015 18:30 Eduard Sakash flýði Rússland árið 2013 og vonast nú eftir að fá hæli á Íslandi. Eduard Sakash er frá Síberíu en starfaði sem viðskiptalögfræðingur í Moskvu, auk þess að vera virkur í baráttu bæði stjórnarandstæðinga gegn Vladimír Pútín, og samkynhneigðra í Rússlandi. Hann varð ítrekað fyrir líkamsárásum og ákvað að flýja land eftir þá síðustu, í október 2013, þar sem árásarmennirnir brutu meðal annars á honum handlegginn. „Einhverjir reyndu að drepa mig rétt við íbúðina mína í Moskvu, þegar ég var á leið heim frá vinnu. Auðvitað gat ég ekki búið þarna lengur, því þetta var ekki í fyrsta skipti. Þetta var fimmta tilraunin þeirra. Raunverulega alvarleg tilraun til að drepa mig. Ég gat ekki verið um kyrrt,“ segir Sakash.Samkynhneigð ólögleg í Rússlandi Fyrr sama ár samþykkti rússneska þingið samþykkt frumvarp sem gera alla umfjöllun eða opna umræðu um samkynhneigð ólöglega í Rússlandi. Rússnesk stjórnvöld voru gagnrýnd harðlega í kjölfarið af alþjóðasamfélaginu fyrir að brjóta gegn Alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, og Mannréttindasáttmála Evrópu. Íslensk stjórnvöld tóku heilshugar undir þá gagnrýni og minntu á mikilvægi þess að virða mannréttindi hinsegin fólks í Rússlandi. Sakash segist hafa lagt fram kæru til lögreglu en það hafi verið til lítils. Snúi hann aftur til Rússlands óttast hann hið versta. „Fyrst munu þeir handtaka mig fyrir andstöðu gegn stjórn Pútíns og þá varpa þeir mér í fangelsi. Ég veit að margir samkynhneigðir Rússar eru drepnir af lögreglu og í fangelsum. Svo það gefur auga leið að ég get ekki búið þar. Ég á ekki endurkvæmt.“Tjaldið þar sem Eduard Sakash bjó um sig í Frakklandi, þar sem hann fékk ekki atvinnuleyfi né aðra aðstoð.Mátti ekki vinna í Frakklandi Leið Sakash lá fyrst til Frakklands, þar sem hann fékk að vera en án atvinnuleyfis eða nokkurrar aðstoðar. Hann bjó því í tjaldi sem hann bjó sér til úr sorpi. Eftir nokkurra mánaða dvöl þar ákvað hann að fara til Íslands í von um mannsæmandi líf. Lögmaður Sakash, Leifur Runólfsson, segir hann hafa sótt um hæli fyrir ári síðan á grundvelli þess að lífi hans sé ógnað vegna ofsókna. „Hann er samkynhneigður, og við vitum öll hvernig er farið með samkynhneigða menn í Rússlandi,“ segir Leifur. Vegna þess að Sakash sótti fyrst um hæli í Frakklandi var umsókn hans hér á landi hafnað, bæði af Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála, með vísan til Dyflinarreglugerðarinnar. Stefna er í undirbúningi og lögmaður hans hefur sótt um frestun réttaráhrifa, til að Sakash megi dvelja á landinu á meðan málið fer fyrir dóm. En kærunefndin krefst þess að Eduard sé á staðnum þegar niðurstaðan er tilkynnt, sem hann vill ekki af ótta við að vera tekin höndum og sendur úr landi. Þess má geta að birtingarstaðurinn er í húsnæði ríkislögreglustjóra.Eduard Sakash starfaði sem viðskiptalögfræðingur í Moskvu en var einnig virkur í réttindabaráttu samkynhneigðra, og pólitískri stjórnarandstöðu gegn Vladimír Pútín.Óttast um líf sitt Málið er því í pattstöðu núna og Eduard fer huldu höfði í Reykjavík. Sjálfur segir hann líf sitt að veði og segist ekki skilja að Dyflinarreglugerðin sé metin mikilsverðari en mannslíf. Hann segist óska sér þess að geta unnið fyrir sér eins og hann gerði í heimalandi sínu. „Það eina sem ég er að reyna að gera er að bjarga lífi mínu. Þess vegna er ég í felum frá lögreglu, frá yfirvöldum. Ég er virkilega hræddur og óttast um líf mitt.“ Flóttamenn Hinsegin Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Eduard Sakash er frá Síberíu en starfaði sem viðskiptalögfræðingur í Moskvu, auk þess að vera virkur í baráttu bæði stjórnarandstæðinga gegn Vladimír Pútín, og samkynhneigðra í Rússlandi. Hann varð ítrekað fyrir líkamsárásum og ákvað að flýja land eftir þá síðustu, í október 2013, þar sem árásarmennirnir brutu meðal annars á honum handlegginn. „Einhverjir reyndu að drepa mig rétt við íbúðina mína í Moskvu, þegar ég var á leið heim frá vinnu. Auðvitað gat ég ekki búið þarna lengur, því þetta var ekki í fyrsta skipti. Þetta var fimmta tilraunin þeirra. Raunverulega alvarleg tilraun til að drepa mig. Ég gat ekki verið um kyrrt,“ segir Sakash.Samkynhneigð ólögleg í Rússlandi Fyrr sama ár samþykkti rússneska þingið samþykkt frumvarp sem gera alla umfjöllun eða opna umræðu um samkynhneigð ólöglega í Rússlandi. Rússnesk stjórnvöld voru gagnrýnd harðlega í kjölfarið af alþjóðasamfélaginu fyrir að brjóta gegn Alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, og Mannréttindasáttmála Evrópu. Íslensk stjórnvöld tóku heilshugar undir þá gagnrýni og minntu á mikilvægi þess að virða mannréttindi hinsegin fólks í Rússlandi. Sakash segist hafa lagt fram kæru til lögreglu en það hafi verið til lítils. Snúi hann aftur til Rússlands óttast hann hið versta. „Fyrst munu þeir handtaka mig fyrir andstöðu gegn stjórn Pútíns og þá varpa þeir mér í fangelsi. Ég veit að margir samkynhneigðir Rússar eru drepnir af lögreglu og í fangelsum. Svo það gefur auga leið að ég get ekki búið þar. Ég á ekki endurkvæmt.“Tjaldið þar sem Eduard Sakash bjó um sig í Frakklandi, þar sem hann fékk ekki atvinnuleyfi né aðra aðstoð.Mátti ekki vinna í Frakklandi Leið Sakash lá fyrst til Frakklands, þar sem hann fékk að vera en án atvinnuleyfis eða nokkurrar aðstoðar. Hann bjó því í tjaldi sem hann bjó sér til úr sorpi. Eftir nokkurra mánaða dvöl þar ákvað hann að fara til Íslands í von um mannsæmandi líf. Lögmaður Sakash, Leifur Runólfsson, segir hann hafa sótt um hæli fyrir ári síðan á grundvelli þess að lífi hans sé ógnað vegna ofsókna. „Hann er samkynhneigður, og við vitum öll hvernig er farið með samkynhneigða menn í Rússlandi,“ segir Leifur. Vegna þess að Sakash sótti fyrst um hæli í Frakklandi var umsókn hans hér á landi hafnað, bæði af Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála, með vísan til Dyflinarreglugerðarinnar. Stefna er í undirbúningi og lögmaður hans hefur sótt um frestun réttaráhrifa, til að Sakash megi dvelja á landinu á meðan málið fer fyrir dóm. En kærunefndin krefst þess að Eduard sé á staðnum þegar niðurstaðan er tilkynnt, sem hann vill ekki af ótta við að vera tekin höndum og sendur úr landi. Þess má geta að birtingarstaðurinn er í húsnæði ríkislögreglustjóra.Eduard Sakash starfaði sem viðskiptalögfræðingur í Moskvu en var einnig virkur í réttindabaráttu samkynhneigðra, og pólitískri stjórnarandstöðu gegn Vladimír Pútín.Óttast um líf sitt Málið er því í pattstöðu núna og Eduard fer huldu höfði í Reykjavík. Sjálfur segir hann líf sitt að veði og segist ekki skilja að Dyflinarreglugerðin sé metin mikilsverðari en mannslíf. Hann segist óska sér þess að geta unnið fyrir sér eins og hann gerði í heimalandi sínu. „Það eina sem ég er að reyna að gera er að bjarga lífi mínu. Þess vegna er ég í felum frá lögreglu, frá yfirvöldum. Ég er virkilega hræddur og óttast um líf mitt.“
Flóttamenn Hinsegin Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira