Formanni atvinnuveganefndar líkt við múrmeldýr og hann uppnefndur ófriðarhöfðinginn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. september 2015 11:42 Öll spjót beindust að Jóni Gunnarssyni í morgun. vísir/vilhelm Þingfundur hófst klukkan 10.30 og var fyrsta mál á dagsskrá óundirbúinn fyrirspurnartími. Sá liður hófst hins vegar tæpri klukkustund á eftir áætlun þar sem þingmenn vörðu dágóðri stund í að ræða fundarstjórn forseta í upphafi dags. Fyrst upp í pontu var Lilja Rafney Magnúsdóttir en hún var afar ósátt með hvernig staðið var að fundi atvinnuveganefndar sem hófst klukkan átta í morgun. Fundurinn var opinn fjölmiðlum og á hann voru boðaðir fulltrúar fólks úr orkugeiranum. Minnihlutinn setti mjög út á þá háttan mála að enginn fulltrúi umhverfisverndarsamtaka sat fundinn. Í sama streng tóku Svandís Svavarsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Valgerður Bjarnadóttir. Þau lýstu einnig öll furðu yfir því að atvinnuveganefnd hefði fjallað um málið en ekki umhverfisnefnd þar sem rammaáætlun heyri undir þá nefnd. Töldu þingmennirnir það undarlegt sér í lagi í ljósi þess að Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra, hefur lýst því yfir að hún vilji að verkefnastjórn fái vinnufrið til að ljúka sínu verkefni.Formaður atvinnuveganefndar kominn upp úr sinni holu „Ég hélt að allir þingmenn væru sammála um að leiða þetta mál í jörð og koma á ákveðnu sáttaferli,“ sagði Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar. Hann benti á að uppi væri óvissa um hvort hefði verið farið að lögum í ferlinu og því hefði verið eðlilegt að kalla fundinn saman. „Við hljótum öll að geta sammælst um að það sé farið að lögum sem Alþingi setur.“ „Ef háttvirtur þingmaður er að fullyrða að verkefnastjórn hafi ekki farið eftir lögum á þetta mál þá ekki heima í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd? Virðulegi forseti, þetta eru engin vinnubrögð. Við getum ekki boðði þinginu upp á þetta að formaðurinn sé að tíunda og nafngreina menn sem hann telur ekki hæfa til starfa,“ sagði Lilja Rafney er hún sneri aftur í pontu. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, kom í pontu og sagði að það erlendis væru til kenningar um að hægt væri að segja til um lengd vetrar eftir því hvenær tiltekið múrmeldýr sýnir sig. Í kjölfarið benti hann á að nú hefði Jón Gunnarsson litið upp úr sinni holu og bætti við að það væri ýmislegt sem benti til þess að þetta gæti orðið langur vetur. „Sá veldur miklu sem í upphafi veldur. Það er háttvirtur þingmaður Jón Gunnarsson sem hefur hafið ófriðinn, það má fletta spjöldum sögunnar um það,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon. Síðar í ræðu hans kallaði hann Jón Gunnarsson „ófriðarhöfðingjann“ og bætti um betur með því að flokka formann fjárlaganefndar, Vigdísi Hauksdóttur, í þann flokk. Í fyrri ræðu sinni hafði hann einnig sagt að „það gengi ekki að háttvirtur þingmaður Jón Gunnarsson fengi að ganga áfram með þetta mál óbeislaður. Það hlyti að vera hægt að setja múl á hann.“Myndi bæta andrúmsloftið að hefja daginn með söng Vigdís Hauksdóttir sagði að það gengi ekki lengur að um leið og rammaáætlun væri nefnd þá væri með ólíkindum hvernig stjórnarandstaðan misnotar dagskrárliðinn um fundarstjórn. Hún botnaði ekkert í þessari umræðu og grunaði að hún væri helst hönnuð til að bera út óhróður um Jón Gunnarsson. „Það er undarlegt hvernig háttvirtur þingmaður Vigdís Hauksdóttir gerir sjálfkrafa ráð fyrir því að um leið og fundarstjórn er rædd þá sé það sjálfkrafa málþóf eða efnisleg umræða,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson. „Hér hefur engin efnisleg umræða farið fram um rammaáætlun. Hér eru menn ósáttir með hverjir voru boðaðir á fundinn og í hvaða nefnd og hafa verið að ræða það. Til þess er liðurinn og púlt þingsalsins.“ „Það er ekkert athugavert við það að þingnefndir kalli til sín aðila til að skoða mál sem varða ýmsa þætti. Fundurinn var opinn fjölmiðlum og hér er ekkert verið að fela,“ sagði Ásmundur Einar Daðason. „Það er hins vegar rétt að gera athugasemdir við það þegar talað er um þingmenn á þennan hátt. Þeir séu kallaðir ófriðarhöfðingjar og múrmeldýr. Ég vil biðja þingheim allan um að gæta orða sinna.“ „Ég hef stungið upp á því áður að þingið hefji daginn á samsöng og hugleiðslu. Ég held að það myndi bæta andrúmsloftið og gera öllum gott. Ég vil leggja það til á ný að sá háttur verði hafður á hérna,“ sagði Páll Valur Björnsson, Bjartri framtíð, er hann tók til máls en hann var einn af þeim síðustu til að taka til máls áður en óundirbúni fyrirspurnatíminn hófst loks, tæpri klukkustund á eftir áætlun. Alþingi Tengdar fréttir Þrjár vikur í Alþingi: Í startholunum með stóru málin Síðari hálfleikur kjörtímabilsins er hafinn og þingflokkar búa sig nú undir þingsetningu. Fjöldi mála náði ekki í gegn á síðasta þingi. Ljóst er að enginn hörgull verður á ágreiningsefnum í vetur. Stutt er í hasarinn. 21. ágúst 2015 10:15 „Sátt og traust er ekki eitthvað sem hægt er að panta eða heimta“ Umhverfismál voru nýkjörnum formanni Bjartrar framtíðar hugleikin en hann sagði mannfólkið vera að ofnýta jörðina. 8. september 2015 21:13 Rammaáætlun um nýtingu virkjunarkosta aftur á dagskrá Atvinnuveganefnd Alþingis hefur kallað til fundar við sig nú í morgunsárið fulltrúa orkufyrirtækja, formann verkefnisstjórnar Rammaáætlunar og ráðuneytisstjóra viðkomandi fagráðuneyta. 24. september 2015 07:00 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Fleiri fréttir Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Sjá meira
Þingfundur hófst klukkan 10.30 og var fyrsta mál á dagsskrá óundirbúinn fyrirspurnartími. Sá liður hófst hins vegar tæpri klukkustund á eftir áætlun þar sem þingmenn vörðu dágóðri stund í að ræða fundarstjórn forseta í upphafi dags. Fyrst upp í pontu var Lilja Rafney Magnúsdóttir en hún var afar ósátt með hvernig staðið var að fundi atvinnuveganefndar sem hófst klukkan átta í morgun. Fundurinn var opinn fjölmiðlum og á hann voru boðaðir fulltrúar fólks úr orkugeiranum. Minnihlutinn setti mjög út á þá háttan mála að enginn fulltrúi umhverfisverndarsamtaka sat fundinn. Í sama streng tóku Svandís Svavarsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Valgerður Bjarnadóttir. Þau lýstu einnig öll furðu yfir því að atvinnuveganefnd hefði fjallað um málið en ekki umhverfisnefnd þar sem rammaáætlun heyri undir þá nefnd. Töldu þingmennirnir það undarlegt sér í lagi í ljósi þess að Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra, hefur lýst því yfir að hún vilji að verkefnastjórn fái vinnufrið til að ljúka sínu verkefni.Formaður atvinnuveganefndar kominn upp úr sinni holu „Ég hélt að allir þingmenn væru sammála um að leiða þetta mál í jörð og koma á ákveðnu sáttaferli,“ sagði Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar. Hann benti á að uppi væri óvissa um hvort hefði verið farið að lögum í ferlinu og því hefði verið eðlilegt að kalla fundinn saman. „Við hljótum öll að geta sammælst um að það sé farið að lögum sem Alþingi setur.“ „Ef háttvirtur þingmaður er að fullyrða að verkefnastjórn hafi ekki farið eftir lögum á þetta mál þá ekki heima í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd? Virðulegi forseti, þetta eru engin vinnubrögð. Við getum ekki boðði þinginu upp á þetta að formaðurinn sé að tíunda og nafngreina menn sem hann telur ekki hæfa til starfa,“ sagði Lilja Rafney er hún sneri aftur í pontu. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, kom í pontu og sagði að það erlendis væru til kenningar um að hægt væri að segja til um lengd vetrar eftir því hvenær tiltekið múrmeldýr sýnir sig. Í kjölfarið benti hann á að nú hefði Jón Gunnarsson litið upp úr sinni holu og bætti við að það væri ýmislegt sem benti til þess að þetta gæti orðið langur vetur. „Sá veldur miklu sem í upphafi veldur. Það er háttvirtur þingmaður Jón Gunnarsson sem hefur hafið ófriðinn, það má fletta spjöldum sögunnar um það,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon. Síðar í ræðu hans kallaði hann Jón Gunnarsson „ófriðarhöfðingjann“ og bætti um betur með því að flokka formann fjárlaganefndar, Vigdísi Hauksdóttur, í þann flokk. Í fyrri ræðu sinni hafði hann einnig sagt að „það gengi ekki að háttvirtur þingmaður Jón Gunnarsson fengi að ganga áfram með þetta mál óbeislaður. Það hlyti að vera hægt að setja múl á hann.“Myndi bæta andrúmsloftið að hefja daginn með söng Vigdís Hauksdóttir sagði að það gengi ekki lengur að um leið og rammaáætlun væri nefnd þá væri með ólíkindum hvernig stjórnarandstaðan misnotar dagskrárliðinn um fundarstjórn. Hún botnaði ekkert í þessari umræðu og grunaði að hún væri helst hönnuð til að bera út óhróður um Jón Gunnarsson. „Það er undarlegt hvernig háttvirtur þingmaður Vigdís Hauksdóttir gerir sjálfkrafa ráð fyrir því að um leið og fundarstjórn er rædd þá sé það sjálfkrafa málþóf eða efnisleg umræða,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson. „Hér hefur engin efnisleg umræða farið fram um rammaáætlun. Hér eru menn ósáttir með hverjir voru boðaðir á fundinn og í hvaða nefnd og hafa verið að ræða það. Til þess er liðurinn og púlt þingsalsins.“ „Það er ekkert athugavert við það að þingnefndir kalli til sín aðila til að skoða mál sem varða ýmsa þætti. Fundurinn var opinn fjölmiðlum og hér er ekkert verið að fela,“ sagði Ásmundur Einar Daðason. „Það er hins vegar rétt að gera athugasemdir við það þegar talað er um þingmenn á þennan hátt. Þeir séu kallaðir ófriðarhöfðingjar og múrmeldýr. Ég vil biðja þingheim allan um að gæta orða sinna.“ „Ég hef stungið upp á því áður að þingið hefji daginn á samsöng og hugleiðslu. Ég held að það myndi bæta andrúmsloftið og gera öllum gott. Ég vil leggja það til á ný að sá háttur verði hafður á hérna,“ sagði Páll Valur Björnsson, Bjartri framtíð, er hann tók til máls en hann var einn af þeim síðustu til að taka til máls áður en óundirbúni fyrirspurnatíminn hófst loks, tæpri klukkustund á eftir áætlun.
Alþingi Tengdar fréttir Þrjár vikur í Alþingi: Í startholunum með stóru málin Síðari hálfleikur kjörtímabilsins er hafinn og þingflokkar búa sig nú undir þingsetningu. Fjöldi mála náði ekki í gegn á síðasta þingi. Ljóst er að enginn hörgull verður á ágreiningsefnum í vetur. Stutt er í hasarinn. 21. ágúst 2015 10:15 „Sátt og traust er ekki eitthvað sem hægt er að panta eða heimta“ Umhverfismál voru nýkjörnum formanni Bjartrar framtíðar hugleikin en hann sagði mannfólkið vera að ofnýta jörðina. 8. september 2015 21:13 Rammaáætlun um nýtingu virkjunarkosta aftur á dagskrá Atvinnuveganefnd Alþingis hefur kallað til fundar við sig nú í morgunsárið fulltrúa orkufyrirtækja, formann verkefnisstjórnar Rammaáætlunar og ráðuneytisstjóra viðkomandi fagráðuneyta. 24. september 2015 07:00 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Fleiri fréttir Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Sjá meira
Þrjár vikur í Alþingi: Í startholunum með stóru málin Síðari hálfleikur kjörtímabilsins er hafinn og þingflokkar búa sig nú undir þingsetningu. Fjöldi mála náði ekki í gegn á síðasta þingi. Ljóst er að enginn hörgull verður á ágreiningsefnum í vetur. Stutt er í hasarinn. 21. ágúst 2015 10:15
„Sátt og traust er ekki eitthvað sem hægt er að panta eða heimta“ Umhverfismál voru nýkjörnum formanni Bjartrar framtíðar hugleikin en hann sagði mannfólkið vera að ofnýta jörðina. 8. september 2015 21:13
Rammaáætlun um nýtingu virkjunarkosta aftur á dagskrá Atvinnuveganefnd Alþingis hefur kallað til fundar við sig nú í morgunsárið fulltrúa orkufyrirtækja, formann verkefnisstjórnar Rammaáætlunar og ráðuneytisstjóra viðkomandi fagráðuneyta. 24. september 2015 07:00