Sport

Íslandsmeistararnir í Evrópukeppni í annað sinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Íslandsmeistararnir með þjálfaranum Elsu Sæný.
Íslandsmeistararnir með þjálfaranum Elsu Sæný. mynd/hk
HK, Íslands- og deildarmeistarar í blaki karla taka þátt í norður Evrópukeppni félagsliða 27. – 29. nóvember n.k.  

Þetta er í annað sinn sem karlalið HK keppir í umræddu móti en áður kepptu þeir árið 2011 er mótið var haldið af HK í Kópavogi. Í ár eru ellefu lið sem keppa í þremur riðlum.  

Efsta liðið úr hverjum riðli kemst áfram í úrslit auk þess liðs sem hefur bestan árangur í öðru sæti úr riðlakeppninni.  

Úrslitakeppnin verður spiluð í jok janúar 2016.  Ísland keppir í riðli með Marienlyst (DEN), Randberg Volleyballklubb (NOR) og Ballklubb Tromsö (NOR) sem einnig eru mótshaldarar að þessu sinni.

 

HK karlar hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn s.l. 4 ár og þetta verður frábært tækifæri fyrir liðið að víkka sjóndeildarhringinn og öðlast meiri reynslu.

Þjálfari HK er Elsa Sæný Valgeirsdóttir. Þess má geta að með Marienlyst spila tvíburabræðurnir Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir sem eru þrautreyndir landsliðsmenn fyrir Íslands hönd. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×